Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 39

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 39
ákveður að gefa út undir nýju dulnefni. Skáldskapur dulnefnis númer tvö virðist mest undir áhrifum riddarasona, sem boða „nýstefnu" í skáldskap. Um það fréttum við aðeins í viðaukanum, en að öðru leyti er tími þess utan bókarinnar, milli varnarskjals og við- auka. I lok Hreiðursins, þegar svo virðist sem veikindi Lofts muni draga hann til dauða, gerir sögumaður upp við þetta dulnefni sitt, sem er undir sterkum áhrifum frá erlendum bókmenntum af nýju tagi. Sögumaður hug- leiðir klofning sinn, vanda þess að ala upp börn í fjand- samlegu samfélagi og feril Lofts. Loks hendir hann full- búnu handriti líkt og frændi hans forðum: Ég gat þaö ekki, þegar til kastanna kom. Ég gat ekki sent frá mér bók, sem börnin mín máttu ekki fá neina vitneskju um aö faöir þeirra heföi samiö. (s. 255) Klofning sögumanns hefur Ólafur Jóhann undirstrikað með því aö nefna aldrei nafn hans ísögunni, og láta hann flögra milli dulnefna í listinni. Undir lokin hefur boð- skapur þrastanna loks náð til hans, ef hann skrifar eitt- hvað framvegis verður það undir eigin nafni og ekki falið fyrir börnunum. Hann ætlar ekki að hlaupast undan ábyrgð andspænis þeirri stefnu sem þróun siömenning- arinnar hefur tekið, jafnvel þó þaö leggist í hann að „veturinn yrði harður" (s. 260), en svo hljóða lokaorð bókarinnar. I síðasta kafla bókarinnar eru þessar hugleiðingar tengdar hverfulleika lífsins, sem leitar á sögumann vegna veikinda Lofts. Sú stemning birtist m.a. með til- vitnunum í tregafullan Ijóðabálk Wilhelm Muller „Winterreise", sem Schubert samdi lög við 1827. Þær eru í fyrsta Ijóði þessa flokks um ferð mannsins á jörðu, samband hans við náttúruna, dauðann og ástina, „Gute Nacht". Á eftir þeim línum sem vitnað er til s. 258 („lch kann zu meiner Reisen / nicht wáhlen mit der Zeit") fara þessar: „muss selbst den Weg mir weisen / in dieser Dunkelheit" og geta þær vel átt við niðurstöðu sögu- manns. Hann hefur hafnað forsjá riddarasona og Loftur er dauðans matur, sjálfur verður hann að velja sér braut gegnum þá myrku tíð sem framundan er. Lag eftir Schubert hafði líka ómað í huga séra Böðvars og fyllt hann trega. (Ekki fáum við að vita hvaða bókmennta- grein sögumaður ætlar að leggja fyrir sig, kannski er það Ijóöagerð líkt og höfundur Hreiöursins). Hafi grimmur veruleikinn lagt séra Böðvar að velli er sögumaður Hreiðursins reiðubúinn til að kljást við hann. Hann ætlar að vernda ungviði sitt fyrir köttunum, innræta þeim annað verðmætamat en það sem einkennir Reykja- víkursamfélagið. Hvaða afstaða birtist þá í bókinni í listrænum efnum, hver er menningargagnrýni hennar? Fyrst er rétt að taka fram að svipað þema og er í Hreiðrinu hefur áður orðið Ólafi tilefni sögu. Vandi rithöfundar var á dagskrá í sög- unni Hvolpur (birtist fyrst ÍTMM 3, 1950, endurprentuð í safninu Á vegamótum, 1955). Þetta er fyrstu persónu saga, sögumaður er staddur í sumarbústað við vatn að skrifa sögu sem þess vegna hefði getað verið eftir Loft og Loftsson og sem er „ætlað að verða ofurlítil skuggsjá þeirrar bölsýni sem tvær stórstyrjaldir hafa leitt yfir æskulýð þjóöanna." (Á.V. s. 89). Hún átti að fjalla um ungt fólk á barmi örvæntingar, „hárnákvæm eins og skýrsla efnafræðings", og henni skyldi Ijúka með þvi að pilturinn fyrirfæri sér og stúlkan yrði vitskert. Þá birtist lítill hvolpur og leikur hlutverk þrastanna, fær með iðandi lífsfjöri sínu höfund til að hverfa frá þessum endi. Sögu- maður öðlast trú á lífið, og í lokin eru persónur hans hæstánægðar að rækta sinn garð; pilturinn er „hraustur verkamaður, glaðvær og dálítið rogginn" (s. 124) ritari í félaginu sínu, en stúlkan „fjallmyndarleg" og m.a.s. orðin ólétt. Sjálfur er sögumaöur „orðinn svo bless- unarlega sáttur við lífið" (s. 126). Svo alsæll er sögu- maður Hreiðursins ekki — síður en svo — en hug- myndalegur skyldleiki þessara sagna er samt augljós. Það sem meira er, í báðum verður viðkomandi sögu- maður að gera upp við ýmsa rithöfunda 20. aldarinnar, sem kenndir eru við modernisma eða nýstefnu, og áherslur eru nauðalíkar. Þannig segir um Sartre í Hvolpi: I París býr rithöfundur nokkur sem drekkur heitt rauövin á vetrarkvold- um og semur sögur og leikrit um vandamál nútímans, skækjur, port- lífismenn, kynvillinga, þjófa, lygara og smámorðingja. (A.V. s. 102—3) Svipað orðalag kemur oft fyrir í Hreiðrinu, Ólafi virðist jafn illa við nýstefnumenn og 22 árum fyrr. Þetta er hvað skýrast þegar sögumaður rifjar upp fyrir sér undir lokin efni nokkurra bóka sem hann hefur keypt fyrir ábendingu „sonar stórriddara með stjörnu", gerir upp við þetta brot af ritlist nútímans. Þar er fjallað um „átök í svefnher- bergjum, geðtruflanir, sifjaspell, morð," (s. 236—7) eða þar birtist hugsunarháttur „sem sumir telja að eigi rætur sínar djúpt í sorphaugum stórborga." (s. 237). Það er ekki ofsögum sagt af stórborgum. Kynlíf og saur virðist uppi- staða þessara bóka, sbr.: Sjötta bókin greinir frá kynvilltum karlmönnum, en sjöunda kynvilltum kvenmönnum, áttunda frá sambýli drykkjurúts og tveggja pútna, en níunda frá játningum portlífismanns og eiturlyfjaneytanda. (s. 238) (Stundum hafa menn reynt að geta sér þess til við hvaða höfunda og bækur sé átt í lengri lýsingunum: Samuel Beckett —Malone meurt —, Iris Murdoch, Henry Miller, John Updike — Couples — hafa verið tilnefnd auk ann- arra). Formælendur nýrra vinnubragða í skáldskap í SVART Á HVÍTU 37

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.