Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 33

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 33
sem að krötunum undanskildum tók miö af Sovétríkj- unum og varð því fyrir ýmsum skakkaföllum. Má minnast innrásarinnar í Ungverjaland, leyniræðu Krúsjofs og innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Undir lok þessa tímabils berst þó æskulýðsuppreisnin hingað til lands, sem m.a. sótti næringu sína í baráttu gegn skólayfirvöldum, Viet- namstríði og fyrir kvenfrelsi. í menningarefnum er það til að taka að fjöldamenning eflist, borin uppi af kvikmyndum, sjónvarpi og vikublöð- um. Á sama tíma veröa nýstárleg vinnubrögð í sagna- gerð algengari í íslenskum bókmenntum. Raunsæis- stefna Ólafs Jóhanns virtist utanveltu hvort sem miðað var við útbreiðslu fjöldamenningarinnar eða þann nýja tón sem kvað við í verkum Thors Vilhjálmssonar og Guðbergs Bergssonar svo þekktustu nöfnin séu nefnd. Sem fyrr segir virðist mér uppgjör Ólafs Jóhanns við þessa þróun fólgið í Hreiðrinu — og það er sett fram með þeim hefðbundnu aðferðum sem honum eru svo tamar. Bréf séra Böðvars er n.k. millispil, sem eitt verður til að rjúfa langa þögn og á margan hátt undanfari Hreiðursins eins og síðar verður vikið að. Hér verður ekki komist hjá því að gera fyrirvara um túlkun: Ýmislegt kann að virðast ofsagt í því sem á eftir fer og hitt er líka Ijóst að bókmenntaverkin eru engu bættari eftir slíka meðferð, enda ætla ég mér ekki að betrumbæta þau. Þegar bókmenntatúlkandi leitar þess sem undir yfirborði tiltekinnar sögu býr jafnvel utan sjálfsvitundar höfundar bíður erkifjandi hans oftúlkunin jafnan við næsta horn. En nú er það ekki svo að vitund höfundar og ætlun sé eini mælikvarðinn á skynsamlegan skilning verka hans, túlkunarfræði nútímans hafa í það minnsta gert þá staðhæfingu afar vafasama. Bók- menntaverk spinna saman marga þræði af ólíkum gerð- um og samspil þeirra við lesandann flækir enn þá mynd sem við höfum af því hvernig merking þeirra verður til. Geti túlkandinn á einhvern hátt unnið að því að gera okkur Ijósa ýmsa hluti í vitund okkar og hugmyndafræði samfélagsins sem áður voru sveipaðir hálfrökkri hefur hann unnið þarft verk. Viö þá viðleitni getur hann reynt að beita svonefndum gagnrýnum lestri (það hugtak hef ég úr bók Atle Kittangs, sbr. ritaskrá aftast), sem tekur mið af því að sérhvert bókmenntaverk er afurð flókins framleiðsluferils þar sem margir þættir úr sálarlífi og samfélagi eru áhrifavaldar. Höfundur getur ekki verið sér meðvitaður um þá alla, túlkandinn ekki heldur. En sá síðarnefndi getur valið sér ákveðinn sjónarhól and- spænis þeirri flóknu miðlun veruleikans sem textinn er og leitað þaðan merkingar undir yfirborðsgerð hans, leitt fram ákveðinn túlkunarmöguleika. — Til að forða les- endum frá lífsleiða og bókmenntaþreytu rek ég ekki alla athugun mína (sem gerð var sem B.A. verkefni við Hí) lið fyrir lið og læt víða nægja aö vísa til blaðsíóutals í stað þess að tilfæra öll hugsanleg dæmi. Og er þá ekki eftir neinu að bíða. II. Gússi, Sigurhans og Guðríður Bréf séra Böðvars er löng smásaga (röskar 110 síður) sem gerist öll á einum degi, nánar tiltekið einum eftir- miðdegi. í henni verða engir meiri háttar atburðir aðrir en dauði séra Böðvars í lokin. Og getur þó tæpast talist til stórtíöinda að gamall prestur sem löngu er kominn á eftirlaun skuli deyja úr hjartaslagi. Megindrættir sögunnar eru fljótraktir: i upphafi kynn- ist lesandinn séra Böðvari þar sem hann situr á skrif- stofunni og er að berja saman bréf til dóttur sinnar (s. 7—12). Til að fá sér ferskt loft ákveður hann að fara í gönguferð um Tjörnina og Hljómskálagarðinn og fylgir Guðríður kona hans honum (s. 13 — 90). Á leiðinni hitta þau gamlan kunningja frá Aöalfirði þar sem Böðvar hafði verið prestur, Gússa að nafni, og spjalla við hann um stund (s. 47—66). Þegar heim er komið dregur Böðvar sig aftur í hlé í herbergi sínu og liggur yfir ýmis konar grúski — en fær hjartaslag þegar honum verður Ijóst að hann er ekki faöir þeirrar konu sem hann er að skrifa bréf (s. 91 —120). Hugleiöingar séra Böðvars um ýmis mál — sem oft eru ærið smásmugulegar og í nöldurtón — taka mikið rúm í sögunni. Þetta er saga um hugarheim séra Böðvars og um- heimurinn kemur aðeins að svo miklu leyti inn í myndina sem hann hefur áhrif á klerk. Það má því greina tvö ólík svið sögunnar: Annars vegar er heimur séra Böðvars, með margvíslegum minningum hans og hugsunum sem hann er að reyna að festa á blað. Þetta er heimur við- horfa sem lítillar virðingar njóta nú oröið og hann reynist standa vanmáttugur gagnvart þróuninni. Böðvar getur aðeins ornað sér við minningar. Skrifstofan er griða- staöur hans þar sem hann lokar sig inni yfir sínum hug- leiðingum, leitar athvarfs eftir þrætur dagsins og forðast illar hugrenningar sem á hann leita. Andspænis honum er heimur nútímans, Gússa og Guðríðar og allra hinna, sem leggur virki séra Böðvars í rúst að lokum meö hug- boði einu saman. Með einum og öðrum hætti er gefið til kynna að séra Böðvar sé feigur, honum hefur „sótzt illa að undanförnu" (s. 23), hann fær ekki flúiö myrkan skugga ,,sem teygðist út úr einhverjum afkima í sál hans og hótaði aö leggja hana undir sig." (s. 68). Hvað eftir annað leitar umhugs- unin um dauðann á séra Böðvar og eru þær hugrenn- ingar jafnan tengdar þeirri staðreynd að Guðríður kona hans er 14 árum yngri en hann og ekki nærri eins hrum. Hann grunar aö hún muni verða andláti hans fegin: Hún yröi aö fara aftur í smiöju til Dóra, þegar legsteinninn kæmi á dagskrá. Hún væri vís til aö kaupa veglegan stein á leiöiö, meira aö segja meö einhverju tildri, dúfu eöa handabandi úr marmara, svo aö allir mættu sjá ræktarsemi hennar viö jaröneskar leifar bónda síns. Séra Böövar S. Gunnlaugsson yröi klappaö efst á steininn, síöan nokkrar dagsetningar og ártöl, fæddur, vígöur, dáinn, en loks þessi margþvældu orö: REQUIESCAT IN PACE (Bréflð, s. 88) Það er því Ijóst hvert stefnir með séra Böðvar og þarf ekki að koma á óvart að hann skuli ekki vera maður til að horfast í augu við þá staðreynd, að hann á ekki það sem honum er kærast í heiminum, dóttur sína Svölu. Það er Gússi, samnefnari alls þess sem séra Böðvar fyrirlítur, sem er faðir hennar. Böðvar fær hjartaslag þegar þetta rennur loks upp fyrir honum, og jafnvel líkamlegur að- dragandi þess er vandlega undirbúinn í sögunni (sbr. s. 23, stingurinn undir síðunni s. 91, s. 103 og víöar). Aður en lengra er haldið er rétt að hafa frásagnarað- ferð sögunnar í huga. Því þó Bréfið sé ekki fyrstu per- sónu saga er frásagnarhættinum þröngur stakkur skor- inn. Lesandinn sér aðeins inn í hugarheim séra Böðvars og kynnist ekki viðhorfum annarra persóna nema í gegnum hann. En öðru hvoru gefst lesanda samt önnur sýn á Böðvar, þegar athöfnum hans er lýst utanfrá og túlkun þeirra eftirlátin lesandanum. Og vegna þess hve þröngt er girt um vitund séra Böðvars (m.a. vegna starfs hans og lífsviðhorfa, aldurs og sjálfsblekkinga margs konar) verður frásögnin írónísk — lesandi veit einatt betur en presturinn eða getur a.m.k. getið sér til um þröngsýni hans. Með þessari aðferð dregur Ólafur Jóhann upp mynd af gömlum manni sem er haldinn þeirri SVART Á HVITU 31

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.