Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 21

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 21
HURRY! H2 HURRY! fHLLY e'JAMRJIMTiSÐ! uðumst of mikil áhrif frá ,,mikil- menninu". Tók John Cage beinan þátt í Fluxus? Nei. Það er annars merkilegt í hve mikilli fjarlægð John Cage var frá Fluxushreyfingunni því búast heföi mátt við að hann léti þar eitt- hvað til sín taka. Þó voru flutt verk eftir hann á fyrstu hátíðunum, t.d. flutti ég einleiksverk fyrir rödd í Wiesbaden á sínum tíma og fleiri verk voru flutt síðar. En ég minnist þess ekki að John Cage hafi nokkru sinni verið viðstaddur. Hættan viö það að ríkið framfleyti listamönnum algjörlega, er að þeir verða háðir opinberum aðilum, og tapi einhverju af frelsi sínu. Þess vegna held ég að besta listin verði ævinlega verk áhugamanna. Du- champ gerði sér grein fyrir þessu og hvernig listaverkamarkaðurinn hef- ur áhrif á sköpunina sjálfa. Hvaða álit hafði Duchamp á Fluxus? Ég sá að Duchamp var viðstaddur „18 gjörninga“ Allan Kaprows og virtist hafa af þeim óblandna ánægju. Hann kom hins vegar ekki á neina af hinum upphaflegu Fluxus- hátíðum og ég held ekki á þær síðari heldur. En hann ræddi þessi verk við John Cage, en við hann tefldi hann mikið á þessum tíma. Okkur var því Ijóst að hann fylgdist með okkur þó hann gæfi hins vegar aldrei út neinar yfirlýsingar um okkur. Ég býst við að honum hafi samt í reynd líkað það sem við vor- um að fást við. I viðtalsbók nokkurri við Duchamp ræðir hann t.d. um nokkra listamenn sem komið hafi fram á sjónarsviðið eftir Cage og fáist við list sem byggð er á leiðind- um. Þetta er tilvísun til ritgerðar minnar „Boredom and Danger", því þær hugmyndir sem hann reifar eru frá mér komnar. Ég sendi honum eintak af þessari ritgerð á sínum tíma, en hann þekkti hins vegar ekki verkið sjálft sem gert var í samræmi við þessa kenningu og gat því ekki farið út í nein smáatriði. Hittir þú Duchamp einhvern tíma í eigin persónu? Ég hitti Duchamp ekki fyrr en 1966 eða 67, sem sagt stuttu áður en hann dó. Mér fannst verk okkar aldrei falla sérlega vel að fagurfræði Duchamps, auk þess sem við forð- Snúum okkur nú að sjálfum þér. í byrjun, um 1955, leit ég fyrst og fremst á mig sem tónskáld. Ég er fæddur 1938, sem þýðir að þegar Fluxus varð til um 1962, var ég ekki nema 24 ára gamall. Ég var þó ekki beinlínis undrabarn, ég komst í kynni við mörg af verkum Cage í fjölskyldu minni á unga aldri. Ég átti frænku, sem var mjög þekktur mál- ari í Bandaríkjunum og þekkti Cage og kom mér í kynni við hann. Ég var þá 15 eða 16 ára gamall og vissu- lega fór okkurt ekkert merkilegt á milli, ég var of feiminn. Stjúpmóðir mín, sem var menntakona frá Weimar í Þýskalandi, fékk oft strengjakvartett inn á heimili okkar, HURRY!HURRY! see, lie a,i* PLUXU.S concerts BREATEST MUSIUL SBOV ON EABTB! stnpendons, gigantic, colDssal.impressive! FLUXHALL 359.CMAL.ST sem spilaði verk eftir Anton Webern, Alban Berg o.þ.u.l. Það má því segja að ég hafi fæðst inn í einhvers konar framúrstefnuandrúmsloft. Ég ólst upp við þessar hugmyndir og þurfti ekki að eyóa mörgum árum í að nálgast þær, eins og margir sam- tíðarmenn mínir. Ég var þess vegna smábarnið í Fluxushópnum, 7 — 10 árum yngri en allir aðrir þátttak- endur. Á undan þessu hafðirðu fengist við uppákomur. Já, fyrstu uppákomurnar, sem áttu sér stað í New York, voru fram- kvæmdar af mér og Allan Kaprow í sjónvarpi. Þetta varð síðan þekkt undir nafninu ,,18 uppákomur í 6 hlutum", fyrsta raunverulega stór- virki Kaprows, sem gaf tóninn fyrir það sem eftir fór i New York. Ég tók þátt í þessu með honum og hvor okkarframkvæmdi eina uppákomu í sjónvarpi til kynningar á þessu verki hans. Allan var bara svo tauga- óstyrkur þegar hann var kominn í upptökusalinn, að hann gleymdi alveg að skýra frá því að þessar uppákomur væru í gangi í borginni, svo að ekkert varð úr auglýsingunni. Eins og ég sagði áðan leit ég á mig fyrst og fremst sem tónskáld, en þó hafði ég fengist við Ijóðagerð. Þar eð ég hafði í senn áhuga á tón- list, gjörningum og Ijóðlist fannst mér að söngleikurinn væri hentug- asta formið til þess að fullnægja sköpunarþörf minni. Þegar ég var 18 ára langaði mig mest að semja söngleiki í anda Bertolts Brecht og Kurt Weil. Ég samdi nokkra fremur lélega söngleiki undir áhrifum frá Túskildingsóperunni. Ári seinna fór ég og hlustaði á John Cage Retro- spective konsertinn í New York, sem olli óhemju hneykslun eins og frum- flutningurinn á Vorblóti Stravinskys á sínum tíma. Ég varð yfir mig hrif- inn. Ég var þá kominn út á atvinnu- markaðinn, hafði lokið mennta- skólanámi mínu og vann hjá fyrir- tæki sem sér um almannatengsl. Ég harma það raunar að slíkir hlutir eru SVART Á HVÍTU 19

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.