Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 52

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 52
Ólafur Ormsson Piparsveinninn Einn meö bókunum, dagblöðunum, sjónvarpinu, nagar neglurnar upp í rætur þar til kvölin er orðin óbærileg, spyr sjálfan sig í einverunni: Er ég bara ekki andskoti laglegur? Morgunbylting Ég vaknaði og kveikti á útvarpinu, vaknaði inn í nýjan dag, úr útvarpinu heyröi ég fagurt lag, gott ef textinn var ekki eftir hann Dag. Nútímamaöur I blokk upp í Breiðholti bundinn á höndum og fótum í skuldasúpunni alræmdu, víxill í dag, víxill í gær. (endalausri yfirvinnu, vinnuþrældómi ár eftir ár, jafnvel áratugi, firrtur allri menningu, listunum, í einstaka tilfelli flettir í bók. Er nokkur ánægja í slíku, hamingja eða var það þetta sem sóst var eftir? Nútímamaður ætlarðu virkilega að una slíku, er hlutskipti þitt þannig að þú sért ánægöur? Ætlarðu ekki að rísa upp eða hvað, og bylta kerfinu frá grunni?

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.