Svart á hvítu - 01.01.1980, Síða 52

Svart á hvítu - 01.01.1980, Síða 52
Ólafur Ormsson Piparsveinninn Einn meö bókunum, dagblöðunum, sjónvarpinu, nagar neglurnar upp í rætur þar til kvölin er orðin óbærileg, spyr sjálfan sig í einverunni: Er ég bara ekki andskoti laglegur? Morgunbylting Ég vaknaði og kveikti á útvarpinu, vaknaði inn í nýjan dag, úr útvarpinu heyröi ég fagurt lag, gott ef textinn var ekki eftir hann Dag. Nútímamaöur I blokk upp í Breiðholti bundinn á höndum og fótum í skuldasúpunni alræmdu, víxill í dag, víxill í gær. (endalausri yfirvinnu, vinnuþrældómi ár eftir ár, jafnvel áratugi, firrtur allri menningu, listunum, í einstaka tilfelli flettir í bók. Er nokkur ánægja í slíku, hamingja eða var það þetta sem sóst var eftir? Nútímamaður ætlarðu virkilega að una slíku, er hlutskipti þitt þannig að þú sért ánægöur? Ætlarðu ekki að rísa upp eða hvað, og bylta kerfinu frá grunni?

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.