Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 12
6. Skrín undir helga dóma frá Keldnakirkju á Rangárvöllum. Postularnir (?) tólf standa hér undir rómönskum hringbogum, — raunar eru þeir ekki nema ellefu eftir, og mætti geta sér þess til, að einhver fróm sála í Keldnabæ hafi einhverju sinni læðzt út í kirkju með bitgóð skæri og hefnt lausnara síns með því að farga þeim tólfta, Júdasi frá Ískaríot! Skrín þetta eða „helgidómshús" var selt til Danmerkur árið 1823 fyrir tilstilli Geirs biskups, og þótti hæfilegt andvirði 8 ríkisdalir og 4 spesíur. 7.—8. Tveir kaleikar, rómanskur og gotneskur. Nálægt 1300 nær gotneski stíllinn undirtökunum hér á landi. Yfirbragð hans er allt léttara og flúrmeira en hins rómanska, — hann er talandi tákn hinnar vaxandi borgarmenningar annars vegar en veldis hinnar sigurreifu kirkju á hinn. Þessir tveir kaleikar sýna einkenni stíltegundanna svo sem í hnotskurn. Hinn rómanski er lágur, hlutfall sem næst 13:10, og byggist allur á kúlu- eða hringforminu. Stéttin er hringur og gengur upp í keilu, hnúðurinn er eilítið flött kúla, skálin hálfkúla. Skreyt- ingin er hófsemin sjálf. Allur svipur hans lýsir- trausti og látleysi, sem eru höfuðeinkenni rómansks stíls. A gotneska kaleiknum er kúlu- og hringformið með öllu horfið, nema aðeins hvað beitin er hringlaga. Stéttin er áttstrend, uppeftir henni les sig vínviður, og annarhver flötur er skreyttur ígreyptum steinum; hnúðurinn er flúrmikill, með smeltu skrauti, skálin keilulaga. Hér hefur skrautgirnin tekið við af fámálgu látleysinu. I höfuð- dráttum er nákvæmlega hið sama um myndirnar að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.