Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 17
í tvo aðgreinda flokka: Annars vegar eru það lýsingar, þ.e.a.s. hreinar bókskreytingar, til fegrunar hinni rituðu blaðsíðu. Hins vegar eru það sjálfstæðar myndir, oft óháðar lesmál- inu og í fullri stærð blaðsíðunnar. Slíkar myndir eru eiginlega málverk f eðli sínu, heilar og stórar í formum, og krefjast raunar miklu stærri flatar en hin takmarkaða blaðsíðustærð skammtar þeim. Þetta má sannprófa með því að sýna þær í skuggamyndavél og stækka upp í 2—3 metra. Þá er eins og form þeirra leysist úr læðingi og öðlist sterkara myndgildi. Um lýsingarnar gegnir allt öðru máli. Þær eiga heima í sinni smágervu mynd, og þær gliðna í sundur séu þær stækkaðar að ráði. Litir þessara mynda í handritunum eru oft og tíðum svo ferskir, að ekki sér á þeim nein ellimörk, enda hefur þeim verið vel hlíft í lok- aðri bók. Einkum eru það hinir erlendu steinlitir, svo sem blár lapis lazuli, sem hafa staðizt tímans tönn, en jurtalitirnir íslenzku sýnu verr. í einu handriti er til verðskrá um erlenda liti og bóka- gull, og verður af því séð, að litir hafi verið flutt- ir inn. Mér er alls enginn vafi á því lengur, að hinar sjálfstæðu myndir handritanna hafa þróazt sem veggmálverk f kirkjum, en eru ekki sprottnar úr bókskreytingarlistinni. Á annan hátt væri ekki hægt að útskýra eðli þeirra. En listamenn hafa ekki alltaf haft ómálaðar kirkjur undir verk sín, og þegar þeir hafa verið kvaddir til þess að skreyta handrit, hafa þeir ekki alltaf getað á sér setið að beita þeim stílbrögðum, sem þeim hafa verið næst hjarta. Einhverjir hljóta að liafa mál- að innan allar þær kirkjur, sem heimildir nefna að séu skreyttar myndum, og einhversstaðar hlýt- ur sú iðja að segja til sín í handritunum, því að sjálfsögðu voru það oft sömu mennirnir sem hvorttveggja unnu. Enda þótt myndskreytinga í kirkjum sé því aðeins getið í máldögum, að slíkt verk sé látið ganga á móti kirkjutíund eða andvirðið sé gjöf, eru heim- ildirnar samt nógu margar til þess að álykta mcgi, að hér haf verið um útbreidda liefð að ræða. í Vilkinsmáldaga frá 1397 er nefnd „pentan frammi fyrir kór“ í Lárentíusarkirkjunni að Reykjum í Ölfusi, pentaður kór í Jónskirkju skírara að Vallanesi, „pentaður kór framan“ í Maríukirkju á Hofi í Eystri-Hrepp, og um Niku- lásarkirkjuna að Kolbeinsstöðum segir, að Ketill hirðstjóri Þorláksson hafi látið „penta innan kirkjuna", svo nokkur dæmi séu nefnd. Þvf miður voru íslenzkar kirkjur ekki byggðar úr það varanlegu cfni, að þessi listaverk hafi geymzt. Eniþeim mun mikilvægari verða okkur myndirnar í handritunum sem þetta samband er ljósara. í lok 14. aldar er þenslan og vaxtarmagnið horfið úr gotneska stílnum, en eftir er hinn höfugi blær fulls þroska. Drættirnir verða bljúgir og formin mjúk. Heilagir menn, jafnvel María sjálf, hafa stigið niður af stalli sínum og tekið á sig mynd mannlegrar nálægðar. María er orðin ímynd þeirrar konu, sem listamaðurinn ann jarðneskum ástum, og frelsari mannkynsins er orðinn korn- barn í fangi hennar. Listamaðurinn er orðinn BIRTINGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.