Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 61

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 61
hverja tilraun til að grafa undan flokksþjónustu og alþýðleik listar vorrar." Ekki aðeins verðum „við, eldri kynslóð listamanna, að hjálpa æsk- unni til að l'inna hina réttu stefnu í leit hennar að nýsköpun“, heldur (og nú herðir hann tón- inn) „verðum við ennþá hörkulegar, ennþá af- dráttarlausar að berjast gegn hvers konar gerfi- nýjungum, formalisma og natúralisma í list og listgagnrýni, gegn hvers konar tilraunum til þess að draga mynd sovétmennisins með frumstæðum og breiðum dráttum". Niðurstaðan af hugleiðingum þessa æðsta manns sovézkrar myndlistar er svo þessi: „Á næstu árum álítum við óhjákvæmilegt að ein- beita öllum sköpunarkrafti okkar að því að end- urspegla í verkum okkar sögulega sigra sovét- þjóðarinnar í baráttunni fyrir framkvæmd sjö ára áætlunarinnar" . . . „skapa list, sem er verð hin mikla tímabils uppbyggingar kommúnism- ans“. Furðulegt er, að yfirvöldin (Pravda) gefa þessum réttlínumanni aðeins einkunnina („Klapp"). En ef til vill hafa þau séð fram á, að þetta sótsvarta stalínafturhald, falið í klaufalegan kansellíbún- ing, væri ekki vænlegt til vinsælda. Það er mjög gleðilegt til þess að vita, að hinum gömlu kempum stalíndýrkunarinnar skuli vera illa við æskuna og fá af hcnni áhyggjur margar. Það sýnir, að þeir sem á eftir koma, eftir þau kynslóðaskipti, sem nú eru að eiga sér stað, munu hafa að heimanbúnaði nesti, sem dugir þeim eitthvað á leið til nýrra miða. Að sjálfsögðu munu ýmsir hinna ungu, sem nú eru hvað mest upp á móti öllum og öllu, verða hvað rnest með öllum og öllu, þegar aldur færist yfir þá. En þró- unin horfir í rétta átt. Heragaskipulagningin á listastarfi er á undanhaldi. Þegar Jóganson talar um, að æskan lepji upp vestræna tízku, þá veit hann að það er ekki rétt. Annað býr undir: Unga fólkið er að leita að leiðum til þess að full- nægja andlegum þörfum sínum betur en hægt er í hinum stalínsku, uppþornuðu formum, sem Tvardofskí lýsti svo vcl. Sovézk æska veit ekki mikið um erlenda list. Hún vildi gjarnan vita eitthvað urn hana til að sjá, hvort hægt væri að læra eitthvað af henni, en ekki mun sovézk æska reiðubúin að tolla í vestrænni tízku, aðeins til að tolla í lienni. Sovézk æska er að vakna til með- vitundar um það, að fagurfræðileg verðmæti geta verið verðmæti í sjálfu sér, jafnvel þótt þau öskri ekki beinlínis upp í hvern mann ,að hann eigi að trúa og treysla á Kommúnistaflokkinn. Hing- að til hafa ekki verið aðstæður til þess að leggja hugann við slíkt. Fjölskylda, sem býr við naum- an kost í einu herbergi hugsar ekki um að kaupa málverk, enn síður um það í hverju meining málverka er fólgin. Slrætisvagnabílstjóri í rifn- um og bættum görmum, þakinn þykkum skráp af olíu og skít hirðir lítt um liti og tóna. En nú eru lífskjör smám saman að komast á það stig, að fjölskyldur geta nú ætíð gert sér vonir um að fá ibúð út af fyrir sig, þar sem pláss er bæði fyrir bókaskáp og málverk; ef til vill líður ekki á BIRTINGUR 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.