Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 16
ur undir krosstrénu, og fellingarnar f klæðum hennar og Jóhannesar enduróma alla þessa ang- ist. Jafnvel línurnar í krossinum mega ekki vera beinar, heldur standa út úr honum stýfðar grein- ar og undnir teinungar, og litirnir eru skarpir og bitrir. Róðukrossinn frá Húsavik, sem hér er í Þjóðminjasafninu, heyrir til þessum sama tíma, Þegar kemur fram undir miðja öldina, hefur þessi innri þensla fengið nokkra útrás, Tilfinningun- um er nú haldið við hömlu og myndirnar bera kyrrlátari svip, Dæmi þessa eru hinar fögru písl- arsögumyndir í handritinu númer 241a folio í Arnasafni og frábærar myndir í hinum tveimur stóru handritum af Stjórn, nr. 226 og 227 folio í Árnasafni. Þessi gotneska stílþróun eignaðist mikla hvatamenn þar sem voru þeir biskuparnir Lárentíus Kálfsson og Jón(Halldórsson, sem höfðu báðir hina ágætustu listamenn í þjónustu sinni. Það hlýtur að vekja nokkra undrun þess, sem kynnir sér íslenzka myndlist 14. aldar, hve marg- víslegum tilbrigðum hún býr yfir. Sums staðar rekumst við á taumlausa frásagnargleði, hálfgerð- an reyfarastíl, þar sem hvert atriði er útlistað og kryddað, svo sem f handriti Nikulásarsögunnar númer 16 4to í Stokkhólmsbókhlöðunni. Á öðr- um stöðum er það allt að því tilgerðarleg fágun, bæði í drætti, klæðnaði og fasi persónanna, sem hefur verið listamanninum keppikefli, svo sem sjá má í hinum skrautmiklu myndum Skarðs- bókar í Árnasafni, sem er skrifuð 1363. Og enn vekur á öðrum stöðum athygli hinn hófsami og meitlaði blær ómengaðrar helgilistar. En hér er ekki aðeins um að ræða mismunandi stflbrögð ólíkra höfunda, heldur eiga tilbrigði þessi sér miklu dýpri rætur: snertingu við ólíka strauma erlendrar listar. í fljótu bragði mætti slík fullyrðing virðast fjar- stæða þegar um svo fámennt land er að ræða, enda koma slík stflbrigði innan sama tímabils að öðru jöfnu ekki til greina í nágrannalöndum okkar. Þar er stíllinn heilstæðari, hin erlendu áhrif móta þar skóla og ákveðnar hefðir. En hvað veldur þá sérstöðu íslenzkrar listar í þessu efni? Svarið við þeirri spurningu er býsna veigamikið, því’ það felur í sér staðreynd, sem mótar þróun íslenzkrar myndlistar allar götur og er eitt höfuð- einkenni hennar enn í dag. En það er í fáum orð- um, að íslenzkir lista- og menntamenn sóttu miklu meir til útlanda en annars staðar tíðkaðist um sömu stéttar menn, og komust í persónulegri tengsl við sundurleita menningarstrauma margra landa. Þegar heim kom, var eðlilegt að áhrif þessi kæmu fram í verkum þeirra og viðhorfum, en strjálbýlið sá svo fyrir því að áhrifin einangruðust við einn mann eða eitt klaustur. Hér á landi myndaðist heldur aldrei neitt það miðvald, sem tæki að sér forustu í listrænum efnum, í líkingu við konungshirðir eða erkibiskupsstóla erlendis. Raunar skapaðist ákveðin stflhefð um klaustrin og biskupsstólana, sem oft má rekja saman, en aldrei neitt meginfordæmi. Af þessum sökum er íslenzk list miðalda, einkum 14. aldar, mjög frjó og fjölskrúðug, ef ekki að sama skapi heilsteypt. Myndskreytingum handritanna verður að skipta 14 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.