Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 36
hann átt von á því, að hann yrði einhverja nótt- ina að ganga á fund ókunnra örlaga í fylgd ein- kennisbúinna fulltrúa Valdsins. Hvert spor út á bannsvæði óleyfðra hugmynda var refsiverður glæpur. Almenningur gat enga rönd við reist. Engin sam- tök voru í landinu önnur en þau, sem valdið bauð. Eftir því sem ógnarstjórnin færðist í auk- ana óx óánægjan, en það liafði aftur í för með sér enn harðari ógnarstjórn, svo að allt færi ekki úr böndunum. Frelsi var í rauninni mest innan fangabúðanna. Þar ríkti ekki ótti um handtöku, þar var hægt að ræða frjálslega um hvaðeina. Og þvf voru og minni líkur fyrir þvf að nokkrum yrði hleypt þaðan út eftir því sem fjölgaði í þeim: Hefði þeim 20 milljónum manna, sem voru innan múr- anna verið blandað við samfélag manna utan þeirra, hefði það haft gerjun í för með sér, sem valdhafarnir vildu gjarnan vera lausir við. En listin leið ekki undir lok. Valdhafarnir þurftu á list aö halda Lil aö skýla nekt sverösins. Og þeir gerðu vel við þá listamenn, sem voru þeim að skapi. Eftir að RAPP var leyst upp var það eftir sem áður skylda allra, sem fengust við að festa orð á pappír eða liti á léreft að stuðla að framkvæmd fimmáraáætlunarinnar. En óbeit RAPP-sinna á gömlum formum var bönnuð. Listrænan áróður fyrir fimmáraáætluninni átti að klæða f þau form listar, sem ritskoðun flokksins tók góð og gild fyrir byltingu. Sósíalistískur realismi táknar því ekki aðeins að listamenn verða að yrkja að vilja Valdsins, heldur og í gamaldags, venjubundn- um formum. Öllum árangri af starfi vinstri sinn- aðra listamanna frá því um aldamót var hent fyrir borð. ÖIl nútímalist var lögð í bann. í öll- um listgreinum voru formnýjungar bannaðar. Listin átti að vera fyrir fólkið og því aðgengileg, því að fólkið skildi ekki annað en það sem var gamalt og löngu þekkt. Leikhús Meyerholds skapaðist og leið undir lok við þessar aðstæður. 3. Vsevolod Meyerhold Vsevolod Emíljevits Meyerhold fæddist í borg- inni Penza 18.1.1874, og var faðir hans kaup- maður. Árið 1895 hóf hann nám við lögfræði- deild Moskvuháskóla, en þegar næsta ár hóf liann nám 1 leiklist hjá hinum fræga leikstjóra V. í. Némírovits-Dantsénko. Frá árinu 1902 starf- aði Meyerhold sem leikari og leikstjóri við ýms leikhús í Rússlandi, m. a. við Listaleikhúsið í Moskvu, Kommisarzevsku-leikhúsið og Alexand- rínskí-leikhúsið í Sánkti-Pétursborg og við ýms önnur leikhús víða um Rússland. Árið 1913 setti hann á stofn eigið leikhús. Þar vann hann að eigin uppsetningum og kenndi ungum leikstjór- um og leikurum. Er októberbyltingin brauzt út árið 1917 varð hann eldheitur stuðningsmaður hennar og gekk í Bolsivikkaflokkinn. Árið 1920 varð hann aðalleikstjóri leikhúss í Moskvu, sem frá árinu 1923 gekk undir nafninu „Leikhúg Meyerholds", TÍM. 34 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.