Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 44

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 44
um erfiðleikum og af einlægni reyndi hann að semja verk sín að fyrirs'kipunum Zdanoffs. Og hver varð árangurinn? Meðal þeirra verka, sem Sostakovits samdi á næstu árum má nefna 11 sönglög við gyðinga- kvæði (1949). Þau voru auðsjáanlega dulbúin gagnrýni á gyðingaandúð Stalíns, en árið 1948 lét hann loka leikhúsi Gyðinga í Moskvu og bann- aði þeim alla menningarstarfsemi. En slík verk voru ekki vænleg til vinsælda hjá valdinu. Sostakovits tók því að semja tónverk eft- ir forskrift Zdanoffs til þess að sýna hollustu sína við flok'kinn og fyrirmæli hans. Taka má óratóríið „Skógasöngur" sem dæmi. Textinn er hjákátlegur leirburður um vizku hins Mikla Stalíns, sem vildi rækta skóg. Laglína allra þáttanna er sviplaus og líflaus, oftast byggð á ör- fáum — tveim-þrem — tónbilum. Hljómbygging er frumstæð og einföld. Einna helzt mætti ætla, að þetta verk sé eftir viðvaning, sem hefði ætlað að ráðast í stórvirki, en reist sér hurðarás um öxl. Áheyrandinn fær vart trúað, að þetta klúður hafi komið frá hendi hins mikla meistara tónanna. Svo ömurlegt er það, að áheyrandann langar mest til að gráta. Því að ekki verður um villzt: Þetta er sú tónlist, sem meistarinn varð að semja til að þóknast hinum mikla inkvísitor og listpáfa: Þessi tónlist er einföld, auðskilin, þjóðleg, „lagræn", laus við formalisma, natúralisma og aðra vonda isma. Uppskeran er semsé eins og til var sáð: Tu l’a voulu, George Dandin. í marz 1953 önduðu allar þjóðir Sovétríkjanna léttar við dauða hins Mikla Föður og Vinar, Leið- toga og Lærimeistara. Það sumar samdi Sostako- vits 10. symfóníu sína, sem tjáir ekki sízt fegin- leik tónskáldsins við burtköllun Alvaldans. Frá þeim tíma hefur Sostakovits látið frá sér fara nokkur verk. Öll hafa þau valdið meira eða minni umræðum og deilum, en ék'kert þeirra hef- ur þó markað nein tímamót í list hans. Árið 1951 var fiðlukonsert frumfluttur (þótt hann væri saminn 1947—1948) og 1957 11. symfónía (um byltinguna 1905), og mun Sostakovits áður hafa samið merkari verk. Árið 1958 gaf Miðstjórn Kommúnistaflokksins enn út tilskipun um tónlist, en nú var það Hrús- joff, sem stóð að baki hennar. Hann kveður til- skipunina frá 1948 réttilega hafa lagt áherzlu á þjóðlega tónlist, lýðræðislega, fordæmt formal- isma, nýjungar og tilraunir til að gera tónlist að einkaeign fagurkera. „Þróun sovézkrar tónlistar á árunum, sem á eftir fóru, staðfestu réttmæti og nauðsyn þessara fyrirmæla flokksins." *) Zdanoff á semsagt að hafa haft rétt fyrir sér, — en — bíð- um við — þó ekki að öllu leyti. „En samt sem áð- ur var mat á listsköpun einstakra tónskálda, sem getið var í tilskipuninni, í mörgum tilfellum ó- sannað og óréttmætt", — segir Hrúsjoff. Þessi tónskáld voru: V. Múradélí og „félagarnir D. Sos- takovits, S. Prokoféff, A. Khatsatúrjan, V. Seba- lín, G. Popoff, N. Mjaskofskí o. fl.“. Þeir höfðu vissulega sýnt „rangar formalistatilhneigingar” í *) ívitnað eftir „ínostrannaja Líteratúra nr. 6, 1958. 42 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.