Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 43

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 43
til atlögu gegn Sostakovits eftir það. Hann hafði borgið lífi sínu. Hinir opinberu tónlistargagnrýnendur voru látn- ir kveða upp þann dóm, að hér væri um gott verk að ræða, sem teldist til sovétlistar, og var symfónían túlkuð samkvæmt því. Seinni heimsstyrjöldin breytti sambúð Valdsins og listamanna. Stalín og pótintátar hans, sem böfðu komið mörgum fremstu listamönnum Sov- étríkjanna fyrir kattarnef, áttu nú í vök að verj- ast fyrir ofurefli erlends árásarhervalds. Innbyrðis barátta var lögð á hilluna, listamenn — sem og aðrir borgarar — lögðu allt af mörkum til þess að sigra óvininn. Sostakovits dvaldist í Leníngrað þar til í september 1941, og á því ári samdi hann eitt frægasta verk sitt: Leníngrað-symfóníuna, nr. 7, op. 60. Nú var ckki lengur spurt um, hvort tón- skáldið var í ónáð eða ekki. Hann hafði samið verk, scm stuðlaði að því að herða upp hugi manna f baráttunni gegn óvininum, og það nægði til að Sostakovits fékk að starfa óáreittur að kalla til stríðsloka. Auk margra smærri verka samdi hann óperuna „Fjárhættuspilararnir" eftir sögu Gogols. Hann mun jró ekki hafa lokið við hana, en taldi hana samt sérstakt verk, op. 63. Árið 1943 kom 8. symfónían, og tekur tónskáldið j^á aftur upp hið tragíska tema, og voru óbóta- skammirnar ekki sparaðar við hann í blöðum og tímaritum. Á árunum 1945—1948 samdi Sostakovits nokkur ágæt verk, og ber þá helzt að nefna 9. symfóníuna 1945. En á Jjessum árum gekk Zdanoff berserks- gang gegn sovézkri list og listamönnum. Árið 1948 var röðin komin að tónlistarmönnum, og 10. II. jrað ár birti hann tilskipun, sem fordæmdi harðlega flest af beztu tónskáldum landsins, með- al þeirra Sostakovits, Prokoféff, Khatsatúrjan. Voru þeim öllum valin hin liæðilegustu nöfn, ekki sízt þó Sostakovits. Þessi árás hins æðsta yfirvalds táknaði, að enn var Sostakovits fallinn í ónáð. Hljómleikastjórar og forstöðumenn hljómleikasala forðuðust að flytja verk hans, enginn gat vitað nema það hefði hættu í för með sér. Dauðasynd Sostakovits var: Módernismi, en hann átti að hafa gegnsýrt síð- ustu verk lians ásamt með formalisma. Um þetta tímabil í ævi Sostakovits segir ævisögu- ritari hans, Rabínovits: „Sostakovits tók mjög nærri sér hina jmngu gagnrýni Kommúnista- Ilokksins. Hann gat ekki verið og var ekki á önd- verðum meiði við hana. Hann hafði skilið mikil- vægi hinnar opinberu fordæmingar á óperu hans „Lafði Makbeth" og á ballettinum „Tæri lækur- inn“ árið 1936 og gerði sér aftur ljóst, á árunum fyrir 1950, að enn á ný hafði hulu verið svipt af vissum röngum tilhneigingum í tónsmíðum hans.“ *) Sami höfundur skýrir frá því, að tilskipun Zdan- offs liafi valdið Sostakovits erfiðri innri baráttu (bls. 114) . En samt reyndi Sostakovits að vinna bug á þess- *) D. Rabinovich: Dmitry Shostakovich, Composer. Moskva 1959, p. 114. BIRTINGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.