Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 28
dauð úr öllum æðum. Þeir feðgar Hallgrímur Jónsson og Jón Hallgrímsson mála altaristöflur, frumstæðar að vísu, en þrungnar trúarlegri ein lægni og hjartahlýju. Hér syðra málar Ámundi Jónsson einnig kvöldmáltíðarmyndir. íslenzkir bændur sitja þar að fátæklegum krásum með fjallkónginn á milli sín og alla þjáningu veraldar greypta í andlitin. En sorgarsaga og kennitákn þessarar aldar er þó Sæmundur Hólm. Hann nemur við Konunglega akademíið í Kaupmannahöfn, heiðursmerki hlaðast á hann — ef til vill að vafasömum verð- leikum — og honum er spáð miklum frama á listabrautinni. En um leið ogheimkemur, drepur aldarfarið hann í dróma sinn og hann ber ekki sitt barr framar. Þessi öld er sem botnlaus glat- kista góðra hæfileika. Vafalaust hefur frægð Bertils Thorvaldsens fall- ið eins og heitur geisli í hug margs listhneigðs ungmennis á 19. öldinni, þótt fáir verði til þess að etja afli við deyfðina. Helgi Sigurðsson, síðar prestur á Melum, stundar listnám í Kaupmanna- höfn, en er dæmdur sama dómi og Sæmundur Hólm. Sigurður Guðmundsson nær lengra fram, en leggur einnig frá sér pentskúfinn á miðjum aldri. íslenzka þjóðfélagið er þess enn ekki um- komið að fóstra nýja myndlist. En smám saman myndaðist þó grundvöllurinn. Fjölnismenn höfðu brugðið töfragleri sínu fyrir augu manna, og sjá, náttúran er ekki lengur af hinu illa, ekki það ódáðarhraun fjandsamlegra máttarvalda sem áður var. Landið endurfæðist fyrir trúna á framtíð þjóðarinnar: Tign býr í tindum / en traust f björgum / fegurð í fjalldöl- um / en í fossum afl. Ef til hefðu verið hús á íslandi, mundi þessi nýja sýn hafa kallað á málara og myndasmiði hálfri öld áður en raun varð á. En málaralistin er eins og allar athafnir mannsins háð þjóðfélags- legri og efnislegri forsendu. Það er hægt að lesa ljóð í moldarhreysum, en málverk eiga þar engan stað, Vegna þess var ekki við því að búast, að myndlist sprytti aftur á íslandi, fyrr en Reykjavík og aðrir bæir yxu svo úr grasi, að góð hfbýli og sæmilegur efnahagur byðu myndlistinni heim. En þegar það loks gerist, og þegar hin nýja, róm- antíska náttúruskoðun skáldanna er orðin skynj- un manna samrunnin, þá er það sem hin bælda myndlistarhneigð 300 ára brýzt margefld fram á ný. Það grózkumikla tímabil íslenzkrar myndlistar sem þá fer í hönd er samtíð okkar og mönnum því vel kunnugt, Mun ég því ekki rekja sögu þessa lengri. Það er í rauninni engin furða, þótt íslenzk mynd- listarsaga fyrri alda sé mönnum lokuð bók, og því jafnvel haldið fram í ræðu og riti, að hennar sjái hvergi stað. Verkin eru dreifð um öll lönd norðurálfu, stundum eru þau á torfundnustu stöðum, stundum er uppruni þeirra gleymdur og grafin saga þeirra. Því er erfitt verk að leita þau uppi og raða saman í heilt. Vona ég að þau mis- smíð, sem kunna að vera á yfirliti þessu, megi því að nokkru skrifa á þann reikning. 26 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.