Vera


Vera - 01.12.1994, Side 26

Vera - 01.12.1994, Side 26
vera bókajól. Aö þessu sinni fá bókaunnendur nóg að lesa um jólin því margir af okkar helstu kvenrithöfundum senda nú frá sér bækur. Við getum glaðst yfir því að fá bækurnar þeirra splunkunýjar í hend- ur því fyrir 30 - 40 árum áttu konur erfitt með að fá útgefendur til að gefa út bækurnar sínar og þurftu stundum aö geyma þær í handritum ofan í skúffu árum saman, ef þær fengust þá nokkurn tíma út- gefnar. VERA hefur fengið nokkrar konur úr hópi bók- mennta- fræð- inga og fleiri góðar konur á ýmsum aldri til að lesa helstu bækurnar og segja lesendum sína skoðun á þeim. í luktum heimi Fríöa Á. Sigurðardóttir Forlagiö 1994 Bókin segir frá luktum heimi Tómasar, áferð- arfallegum aö utan en aö innan fullum af kald- hæöni, togstreitu, ótta og sorg. Faöir hans, Jó- hann Marsilíus, er örlagavaldur hans og annarra fjölskyldumeðlima, lífs og liðinna. Ein- ráður og ógnandi og fer sínu fram. Beitir þeim meðulum sem til þarf. Við sjáum hann með augum Tómasar, litla drengsins sem óttast um móður sína og syrgir hana orðalaust og einnig með augum hins fullorðna Tómasar sem er á góðri leið með að sigla lífi sínu í strand og fyrirtæki föðurins á hausinn. Reyndar er það eldri bróðirinn Pétur sem hef- ur klúðrað fjölskyldufyrirtækinu á meðan Tómas leit undan og Davíð, yngsti bróðirinn, sinnti háleitari málefnum. Eiginkona Tómasar, María, fór eftir aö hann tók upp samband viö hálfsystur henn- ar. Ósmekklegur maöur Tómas. Siðlaus. Tómur. Enginn. Einhvern veginn svona lýsir hann sjálfum sér og ef maður sæi hann sjálfan á förnum vegi og hefði af honum ein- hverjar utanverðar fréttir þætti manni hann frekar ómerkilegur, jafnvel „dirty old man.“ En Fríða sýnir okkur inn í lukta heiminn sem hann felur jafnt fyrir umheiminum og sjálfum sér. Viö kynnumst manni sem er meistari í að loka á tilfinningar sínar og flýja í hvert sinn sem þær banka upp á. Þangað til hann hittir Rut. Rut sem skiptir sér af öðrum og lætur sig þá varöa. Fer í jarðarför ókunnugs manns af því að hún var hjá honum á dauða- stundinni. Rut sem spyr ekki alltaf hvað hann sé aö hugsa heldur segir honum hvað hún er aö hugsa. Þessi bók er að mínum dómi ákaflega vel skrifuð. Flún er byggð upp í dagbókarformi Þaö getur vafist fyrir mönnum - konum og körlum - að kaupa jólagjafir. Auðvit- að langar mann að gefa akkúrat það sem þiggjandann langar svo í eða einmitt það sem hann vantar. Stundum er talað um að það sé svo erfitt að gefa hinum og þessum af því að hann eða hún eigi „allt“. Fyrir þá sem eru svo heppnir má svo sannarlega láta hugann fijúga. Hvernig væri til dæmís að gefa þeim: Gjafaáskrift að því ágæta tímariti sem þú ert að lesa núna. Þaö er náttúrlega besti kosturinn - en ef viðkomandi er þeg- ar áskrifandi má velta þessu fyrir sér: Námskeið í Námsflokkunum. Þar er ver- ið að kenna næstum því allt milli himins og jarðar og verðinu á námskeiöunum er mjög svo stillt í hóf. Eða í Tómstundaskóianum. Þar er líka boð- ið upp á fjölmörg og flölbreytileg námskeið. Gjjafakort í leikhúsin eða á tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar. í Kaffileikhúsinu er líka boðið upp á léttan málsverð á undan sýning- um og kvöldið verður notalegra fyrir vikið. Fléttur - en það er rit frá Rannsóknastofu í kvennafræðum sem er væntanlegt nú fyrir jólin. Þær sem eiga efni í ritinu eru: Sigríður Þorgeirsdóttir um kvennasiöfræöi, Helga Kress um stofnun karlveldis og kúgun hins kvenlæga í íslenskum fornbókmenntum, Inga Dóra Björnsdóttir um kvenkennda þætti í mótun íslenskrar þjóðernisvitundar, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir um per- sónusköpun í íslenskri kvennabaráttu, Ragnhildur Richter um sjálfsævisögu Mál- fríðar Einarsdóttur, Guöný Guðbjörnsdóttir um sjálfsmyndir og kynferði, Kristín Björns- dóttir um sjálfsskilning fslenskra hjúkrunar-

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.