Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 38

Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 38
GUNNAR SVEINSSON RITMENNT þessu ári18 hafi hann verið að heiman rúmar 100 nætur (8/33) og í árslok 1867 hafði hann verið að heiman 134 nætur það árið. (10/115). Ástæða þessarar fjarveru Sigmund- ar vinnumanns var bóksölustarf hans og ferðalög í tengslum við það víða um Fljóts- dalshérað, tvisvar suður í Berufjörð og fjór- um sinnum alla leið til Hornafjarðar. Hann var óvenjulega léttfær göngumaður og var oft á ferðum milli Héraðs og fjarða bæði eig- in erinda og annarra. Þess eru nokkur dæmi að hann fór úr Eiðaþinghá um Yestdalsheiði (hæð um 600 m, „um sex stunda lestagang- ur í góðu"19) til Seyðisfjarðar og upp yfir aft- ur sama dag. í mars 1864 bar hann til dæm- is einu sinni 40 kg byrði og aftur 43 kg þremur dögum seinna. (7/23, 24). Hann get- ur þess 19. apríl sama ár að hann hafi farið í fjórtán kaupstaðarferðir þá um veturinn og borið í þeim um 76 fjórðunga, það er að segja um 380 kg. (7/32). f einni ferðinni þetta sama ár varð Sigmundur og samferða- menn hans að snúa við „vegna veðurdimmu og dagþrota." (7/6). Þegar innan við tvítugt varð Sigmundur umboðsmaður Björns fónssonar, ritstjóra Norðanfara á Akureyri, og stundaði bóksölu fyrir Akureyringana Grím Laxdal og Frið- björn Steinsson og auk þess Jón Borgfirðing sem var þá einnig búsettur á Akureyri, og fleiri bættust smám saman við. Þessu öllu fylgdu mikil hréfaskipti. Sá losarabragur sem var á vistum Sig- mundar þessi árin á sér þá skýringu að fólki hafði fjölgað þarna eystra eins og annars staðar á landinu og margir fóru að hokra á heiðarbýlum. Vinnufólki var næstum of- aukið og gat leikið lausum kili á auðveldari hátt en áður. Vistarskyldan gilti eftir sem áður en með tilskipun árið 1863 gat hver sá sem orðinn var 25 ára að aldri leyst sig und- an henni með því að kaupa leyfisbréf. Fyrir það skyldu karlmenn greiða eitt hundrað en konur hálft hundrað á landsvísu.20 En víst er um það að Sigmundur keypti ekki lausa- mennskubréf því að það hefði ekki farið fram hjá dagbók hans. En í vistum sínum gekk hann að öllum venjulegum sveita- störfum milli bóksöluferðanna og hefur að líkindum verið matvinnungur og fengið flíkur eftir þörfum. Að minnsta kosti nefnir hann hvergi kaupgreiðslur á þessum árum í dagbólcum sínum. Auk bóksölunnar hefur Sigmundur haft tekjur úr ýmsum áttum. Stundum var hann í erfiði (það er að segja daglaunavinnu) eða stundaði fiskveiðar og hákarlalegur á Seyð- isfirði, fór í ýmsar sendiferðir, fékk tvo rík- isdali fyrir tvo fálkaunga 19. júlí 1862. Loks átti hann nokkrar sauðkindur, lét slátra fjórum kindum21 og lagði þær inn hjá Thomsen í nóvember 1863 (6/86); lagði inn fimmtán pund af hvítri ull og sjö pund af mislitri á Seyðisfirði í júlí 1868. (11/52). Um fjáreign sína ritar hann svo 26. júní 1869: „Ég tók 2 ær mínar í Hjáleigu, en 2 slcil eg eftir (alls hef eg nú 12 ær í vörzlum mínum, 4ar ætla eg að Ijá Jóni til nytkunar, 2 leigi eg honum, 3 leigi eg Sigfúsi og 3 læt eg ganga með dillc." (12/48). Það kemur og fram að 18 Líklega er hér talið frá vinnuhjúaskildaga árið 1864. 19 Sveitir og jarðir í Múlaþingi II, bls. 220. 20 Sjá „Tilskipun, um lausamcnn og húsmenn á ís- landi. 26. maím." (1863). Tíðindi um stjórnarmál- efni íslands I (1854-1863), bls. 703. 21 Sigmundur bætir við: „sem ég hafði meðferðis" og er þá sennilegt að hann hafi átt kindurnar sjálfur. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.