Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 135

Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 135
RITMENNT UPPLÝSINGIN viki lcoma til athugunar náin tengsl upplýs- ingarinnar og pósitívisma Comtes. I riti sínu, Yfirlit yfir sögu mannsandans. Aust- urlönd, gerir Ágúst grein fyrir skiptingu sögunnar í þrjú stig í samræmi við kenning- ar Comtes, án þess raunar að nefna hann á nafn. Ágúst segir svo: „Mannsandinn er nú á ... þriðja og síðasta skeiði sínu, skeiði reynsluvísindanna, og það virðist ætla að verða sigurbraut hans." Hann beitir mynd- máli, skírslcotunum til ljóss og myrlcurs, sem minnir á myndmál upplýsingarmanna. Hann segir: „ þrátt fyrir allar ógöngurnar og öll vonbrigðin, getur hann [mannsand- inn] sagt með sanni að hann hafi verið að brjótast úr myrkrunum upp í ljósið, úr dal- verpinu upp á tindinn, og jafnvel á stundum úr eyðimörkinni inn í fyrirheitna landið."45 Trú á framfarir tengir m.a. saman þjóð- ernissinnuð viðhorf Islendinga á upplýsing- aröld annars vegar og á síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20. öld hins vegar. Á síðara tímabilinu fléttaðist trú á framfarir mjög saman við þjóðernissinnuð viðhorf, sem þá gætti mikið í ræðu og riti. Hitt er svo annað mál, að skýr blæbrigðamunur er á þjóðernissinnuðum viðhorfum á síðara tímabilinu og hinu fyrra. Hér er ástæða til að huga að aðferðafræðilegum vandamál- urn, sem upp koma í sambandi við rann- sóknir á þjóðernishyggju. Margt hefur verið ritað víða urn lönd á síðustu áratugum urn skilgreiningu á þjóðernishyggju, eðli hennar og þróun. Þótt mál, sem varða þjóðerni, væru mjög ofarlega á baugi í urnræðu á ís- landi eins og í mörgurn öðrum löndum, var ekki fjallað mikið meðal Islendinga urn hugmyndastefnu, sem kölluð var þjóðernis- hyggja eða eitthvað álíka. Viðhorf, sem falla undir þjóðernishyggju, slcarast við viðhorf, sem falla undir aðrar hugmyndastefnur, svo sem rómantísku stefnuna og frjálslyndis- stefnu. Mikilvægt er að slcoða áhrif róman- tísku stefnunnar í samhengi við áhrif upp- lýsingarinnar. Upplýsing og rómantík eru ekki að öllu leyti andstæður, en vissulega er á margan hátt um mikinn mun að ræða. Þegar áhrif rómantísku stefnunnar meðal Is- lendinga eru athuguð, er rétt að hafa í huga, að hún er ein þeirra hugmyndastefna, sem erfitt er að skilgreina nákvæmlega; oft er torvelt að segja til um, hvaða viðhorf, sem kalla má rómantísk, má rekja til róman- tísku stefnunnar. Sannarlega var talað um rómantíska stefnu í Evrópu á fyrri helmingi 19. aldar, en sú umræða náði lengi vel lítt til íslands. Eins og alkunnugt er, gætti áhrifa rómantísku stefnunnar mikið í skáldslcap Islendinga á 19. öld, svo og í fræðimennsku, auk þess sem þau birtust í stjórnmálaum- ræðu. En þegar á heildina er litið, urðu áhrif rómantísku stefnunnar ekki til þess, að neitt meiri háttar rof lcæmi í áhrif upplýs- ingarinnar, þegar til langs tíma er litið. I lok 19. aldar fór tjáning þjóðernissinn- aðra viðhorfa meðal íslendinga að verða til- finningaþrungnari og rneir í rómantískum anda, sem svo má lcalla, en áður. Gætir þar án efa að einhverju marki áhrifa frá Grundt- vig, sem fyrir sitt leyti varð fyrir áhrifum frá rómantísku stefnunni á því tímabili, sem hefðbundið er að kenna við rómantík í evr- ópslcri hugmyndasögu. Hugmyndafræði Grundtvigs hafði mótandi áhrif á starf lýð- háskóla í Danmörku og Noregi, svo og á 45 Ágúst H. Bjarnason. Yfirlit yfir sögu mannsandans. Austurlönd, bls. 4. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.