Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 52

Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 52
GUNNAR SVEINSSON RITMENNT júlí. (25/47).53 Þangað kom og Finnbogi litli, sjö ára, með fósturforeldrum sínum um það bil tveimur vikum á eftir föður sínum. (25/51-52). Hann dó veturinn eftir, 24. jan- úar 1890. (25/74). Um miðjan ágúst brá Sigmundur sér suð- ur yfir landamærin til Mountain í Norður- Dakota þar sem tvö börn hans og Guðrúnar Einarsdóttur, Borghildur og Vilhjálmur, höfðu alist upp. Borghildur var þar hjá Met- úsalem Vigfússyni frá Háreksstöðum í Jök- uldalsheiði og giftist honum að föður sínum viðstöddum 23. nóvember. (25/64). Sig- mundur var hjá þeim og gekk að ýmsum störfum, var til dæmis að „lóta" heim hey, „sjokka" hveiti og þreskja. (25/52). Meðal annars þreskti hann einn dag hjá gömlum húsbónda sínum, Birni Halldórssyni, dag- bókarritara frá Úlfsstöðum í Loðmundar- firði. (25/60). Þreskingarvinnu lauk 1. nóv- ember (25/62), og eftir það var enga vinnu að hafa utan heimilis dóttur og tengdasonar svo að Sigmundur sat við skriftir milli þess sem hann heimsótti kunningjana í grennd- inni. Um vorið, 30. apríl 1890, fór Sigmundur aftur til Winnipeg og átti þar heima allt til dánardags. Hann leigði sér herbergi og var í fæði fyrstu árin hjá Rebekku Guðmunds- dóttur frá Litluströnd í Mývatnssveit, ljós- móður og kaupkonu.54 (25/85). Þar var einnig Bergsveinn bróðir hans, að minnsta kosti um skeið. Líklega hafa þeir leigt sam- an herbergi, sbr. dagbókina 3. júlí 1895: „Við Beggi berum út úr rúmonum og hreinsum úr þeim veggjalúsina." (27/31). Á jóladag 1897 gifti Bergsveinn sig. „Fyrir mig er þetta all tilfinnanlegur sjónarsviptir, því þó ekki séum við í öllu líkir, þá hefur sam- búð okkar ætíð verið báðum til skemmtun- ar." (27/190). Rebekka sagði Sigmundi upp vistinni 2. október 1898 „og var illa gjört."55 (28/9). Árið 1893 bannaði Rebekka „borð- mönnunum" að ganga um framdyr hússins. Þá var Sigmundi nóg boðið og lcvað þessa vísu sem ber öllu fremur vitni um gaman- semi en gremju: Rebekka kom á himna hlað, hitti þar sankti Pétur, sem gjörhugull henni gætti að, grunda vill málið betur, segir: „Mér finnst ei þokki að þér, því um bakdyrnar farðu hér í lcola-kompu tetur."56 Eftir komuna til Winnipeg tólc Sigmundur að stunda erfiðisvinnu sem reyndist honum um megn svo að hann varð að hætta „vegna gigtar og þreytu í öllum lcroppnum, enda var verkið erfitt. Það er átakanlegt að vilja vinna og þurfa að vinna, en þola það ekki, g(uð) h(jálpi) m(ér)." (25/88). í maímánuði barst honum sorgarfregn að heiman, lát Vil- borgar Árnadóttur er andaðist 6. mars, „elskulegastrar fornvinu minnar (minn veg- ur verður hinn sami, í dag mér, á morgun þér)." (25/89). Brátt fann Sigmundur starf sem hentaði honum betur þótt erfitt væri en það var að 53 Ferðasögu Sigmundar úr dagbók hans birti Ármann Halldórsson í Múlaþingi 20 (1993), bls. 202-04. 54 Ljósmæóur á íslandi I, bls. 512. Rebekka átti mat- vöruverslun í Winnipeg 1886, sjá Heimskringlu, 5. október 1911, bls. 5. 55 Eftir fyrstu átta árin á sama stað hafði Sigmundur mikla raun af þvi að þurfa að flytjast með bækur sínar og handrit alls um það bil tíu sinnum úr einni herbergiskompu í aðra allt fram til ársins 1923. 56 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] II. Lbs 2186 8vo, bls. 124. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.