Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 2

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 2
Efms^prlit UitstjóraspjaU Kæru stöllur. Ýmsar ljósmæður hafa komið að máli við mig vegna þess að þeim finnst vanta faglegar greinar í blaðið. Nú er það svo að ég er bara aumur ritstjóri og skrifa ekki blaðið sjálf. Ef ljósmæður hafa óskir um sértækt efni sem þær hafa áhuga á geta þær beðið mig að finna einhvern til að skrifa um það efni. Það sem væri þó öllu betra er ef ljósmæður tækju sig til og skrifuðu sjálfar um fagleg málefni í blaðið. Af nógu er að taka. Hvaða skoðun hafið þið t.a.m. á notkun vatnsbaða í fæðingu, sónar, mónitor, deyfingum, inngripum ýmsum í fæðingar, mismunandi stell- ingum í fæðingum, næringu á meðgöngu, fræðslu til kvenna og fjöl- skyldna og svo mætti áfram telja. Greinar um fagleg málefni þurfa ekki endilega að vera yfirmáta fræðilegar, þótt vitaskuld verði að vera fótur fyrir því sem sett er fram og heimilda getið, heldur er þeim frekar ætlað að vekja mann til umhugsunar eða koma af stað umræðum um viðkom- andi málefni. Einnig mættu ljósmæður gjaman tjá sig meira um rétt- indamálin. Fáum við t.a.m. sanngjöm laun fyrir okkar ábyrgðarmikla starf. Enginn þarf að skammast sín fyrir skoðanir sínar og öllum er frjálst að tjá sig um þau málefni er varða stétt okkar og vinnu. Við lifum jú í lýðfrjálsu landi og grunnur þess er mál- og skoðanafrelsi einstak- lingsins. Svo ef ykkur liggur eitthvað á hjarta — skrifið um það í blað allra ljósmæðra og vekið okkur hinar til umhugsunar og orðræðu. Frá ritstjóra .................2 Orlofshús LMFÍ.................3 Fréttir frá stjórn LMFÍ........4 Gjöf...........................4 Upplýsingar til greinahöfunda .......*........4 Skýrsla stjórnar LMFÍ fyrir árið 1998 ...............5 Frá minningasjóði Ijósmæðra . . 7 Starfsmenntasjóður.............8 Minningarorð ..................9 Ráðstefna Alþjóðasambands Ljósmæðra (ICM) ..............10 Ljáðu mér eyra................15 Ljósmæður á Alheimsráðstefnu..............16 Sumarvinna í Danmörku .... 24 Boys and Toys ................28 Lítil Ljósmæðrasaga ..........29 Miðstöð mæðraverndar..........30 Fundir og ráðstefnur.........31 LjÓsmeeðrablaðið 77. árgangur 2. tölublað 1999 Útgefandi: Netf: dagzo@vortex.is Upplag: 500 eintök sem dreift Ljósmæðrafélag íslands Ritnefnd: er til allra ljósmæðra og á Hamraborg 1 Anna Eðvaldsdóttir heilbrigðisstofnanir 200 Kópavogur Sími: 565 2252 Verð í lausasölu: 500 kr. Sími: 564 6099 Jenný I. Eiðsdóttir Uppsetning og prentun: Ritstjóri: Sími: 561 0336 Hagprent - Ingólfsprent ehf. Dagný Zoega Katrín E. Magnúsdóttir Grensásvegi 8 Melgerði 3 Sími: 561 1636 108 Reykjavík 108 Reykjavík Unnur Egilsdóttir Sími: 588 1650 Sími: 568 0718 Sími: 552 8576 2 LJÓSMÆ9RABLA9IÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.