Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 18
Ástand í heilbrigðismálum Filippseyinga er ekki gott. Það vantar bæði lækna og hjúkrunarfræðinga. Launin eru lág og af þeim sökum flýja margir læknar frá landinu. Laun ljósmæðra í A klassa sem vinna hjá ríkinu eru sögð á bilinu 6-22 þúsund ísl. kr. á mánuði. Ljósmæður sem eru utanbæjar þar sem hvorki eru læknar né hjúkrunarfræðingar sinna allri heilsu- vernd, meðgöngu og fæðingu. Þar leggur fólkið allt sitt traust á ljósmóðurina. Þessar ljósmæður fá enga þjálfun á sjúkrahúsi og eins er ástatt fyrir nemendum úr ljósmæðranáminu því sum sjúkrahús og læknar vilja ekki taka við þeim. í filippísku vikublaði, sem lá frammi á ráðstefn- unni, var grein eftir heilbrigðisráðherra Filippseyja sem sagði frá því að 1998 hefði heilbrigðisráðuneyt- ið stofnað vinnuhóp til að skoða stöðu ljósmæðra, þ.e. þekkingu þeirra og vandamál tengd starfinu ásamt því að gera áætlun til næstu 6 ára. Það sé nauðsynlegt að ríkisstjómin viðurkenni þarfir ljós- mæðra með því að koma á almennilegu námi og setja skýrar reglur um vinnusvið ljósmæðra. M.a. að ath. með að færa námið á háskólastig til 4 ára. I dag er ljósmæðranámið 2 ár og er það í eins konar nám- skeiðsformi. Það er sagt að það sé fyrir fátæklinga að læra ljósmóðurfræði því foreldrar þurfi ekki að leggja út fyrir miklum kostnaði. Hræðsla er við að auka námið í 4 ár. Það er dýrt og eftir námið myndu ljósmæður flytja úr landi, trúlega til að leita hærri launa. Það er sagt að ljósmæður á Filipseyjum séu í fremstu víglínu við að þjóna fátækum. Við vorum svo heppnar að komast í samband við filippíska Ijósmóður, sem heitir Emma. Hún var svo vinsamleg að sýna okkur sjúkrahúsið sem hún vann á, en þar vinnur hún við að sinna krabbameinssjúk- um. Að sögn Emmu er þetta mjög gott sjúkrahús, General Hospital of Filippines, og var það mjög stórt að sjá. Emma var með aðstöðu heima hjá sér til að sinna heimafæðingum, en þeim sinnti hún á milli vakta. Þarna urðum við fyrir enn einu áfallinu í þessu landi. Við byrjuðum á göngudeildinni. Þar var mikil fólksmergð, barnshafandi konur jafnt sem aðrar kon- ur. Okkur var sagt að fólkið byrjaði að bíða kl. 06:00 á morgnana til að komast að einhvern tíma um dag- inn. Málningin var víða flögnuð af og lykt, eins og hlandlykt, barst fyrir vitin. Allur útbúnaður til heilbrigðisþjónustu var úr sér genginn og hugsuðum við til rúmanna og ýmissa hluta sem spítalarnir hér á landi henda út fyrir nýtt. Fæðingabekkur á sjúkrahúsinu. Á deildunum lágu sjúklingarnir út um alla ganga, stundum tveir saman í rúmi. Sjúkrastofurnar voru stórar og með fullt af rúmum og sjúklingum. Glugg- arnir voru oftast rúðulausir vegna hitans. Á fyrstu hæð sjúkrahússins var allt opið út í garð, m.a. þar sem sjúklingar lágu til hvíldar eftir krabba- meinsmeðferð. Þarna gátu gengið inn og út grind- horaðir kettir sem við sáum í garðinum. Sængurlegudeild. Á fæðingadeildinni tók ekki betra við. Allar í hvítum hlífðarsloppum fórum við inn á deildina og komum strax í herbergi þar sem lágu þrjár konur í fæðingu og tveir verðandi feður viðstaddir. Það var ekki verið að hugsa um að þarna kæmi hópur heldur hélt læknirinn áfram að váginal skoða konu og það tvisvar. Okkur leið ekki vel þarna. Inni á næstu stofu voru fæðingarrúmin þrjú í röð. 10 LJÓSMÆPRABLAPIf?

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.