Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 7
minningasjóði Ijósmeeöra Á aðalfundi LMFÍ í apríl sl. kom fram fyrirspurn um hvaða ljósmæður hefðu fengið styrki úr sjóðnum og fyr- ir hvaða nám. Eftirfarandi upplýsingar eru samkvæmt sjóðsbók Minningasjóðsins og er farið fimm ár aftur í tímann. Samkvæmt bókum sjóðsins hafa eftirtaldar ljósmæður fengið styrki: 15.03.99 Ólöf Leifsdóttir 50.000 kr. vegna verkefnisins „Ljáðu mér eyra“. 15.03.99 Jóhanna V. Hauksdóttir 50.000 kr. vegna verkefnisins „Ljáðu mér eyra“. 15.03.99 Guðlaug Pálsdóttir 50.000 kr. vegna verkefnisins „Ljáðu mér eyra“. 25.11.98 Anna Harðardóttir 50.000 kr. vegna aðfaranáms í Ljósmóðurfræði við Háskóla íslands 25.11.98 Steinunn Thorsteinsson 50.000 kr. vegna aðfaranáms í Ljósmóðurfræði við Háskóla íslands. 23.07.99 Sólveig Friðbjarnardóttir 50.000 kr. vegna náms í Heilsuhagfræði við Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands. 23.07.98 Helga Gottfreðsdóttir 25.000 kr. vegna mastersnáms í Ljósmóðurfræði. 23.07.98 Árdís Ólafsdóttir 25.000. kr. vegna mastersnáms í Ljósmóðurfræði. 03.06.96 Ástþóra Kristinsdóttir 50.000 kr. vegna náms í Heilsuhagfræði við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. 31.07.96 Lilja Kr. Einarsdóttir 30.000 kr. vegna sérskipulagðs B.S. náms í Hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. 01.10.96 Helga Gottfreðsdóttir 25.000 kr. vegna mastersnáms í Ljósmóðurfræði. 01.10.96 Árdís Ólafsdóttir 25.000 kr. vegna mastersnáms í Ljósmóðurfræði. Engum styrkium var úthlutað árin 1995 og 1994. cu ... . .T.. * f, . ° J J b F.h. Minnmgasjoðs Ljosmæðrafelags Islands 03.09.99 Kristín J. Sigurðardóttir Dýrfinna Sigurjónsdóttir Af gefnu tilefni er hér endurtekin umfjöllun um Minningasjóð Ljósmæðra sem birtist í síðasta Ljós- mæðrablaði (1. Tbl. 77. Árg. 1999). FTinningasj óður Ij óstneeðra Minningasjóður ljósmæðra var stofnaður árið 1967. Aðdragandi sjóðs þessa var tvíþættur: Árið 1966 barst fé- laginu 1200kr. í minningargjöf um Ingibjörgu Jónsdóttur ljósmóður og á aðalfundi ljósmæðra lagði Kristín I. Tómasdóttir þáverandi formaður til að stofnaður skyldi minningasjóður Ljósmæðrafélags íslands. Sjóðurinn veitir viðtöku gjöfum og áheitum. Minningaspjöld eru gefin út til ágóða fyrir sjóðinn. Stjórn sjóðsins skipa þrír fulltrúar og ber stjórn sjóðsins að halda bókhald fyrir sjóðinn, sem er lagt fram á aðalfundi Ijósmæðra. 1. Tilgangur sjóðsins er að styðja ljósmæður til framhaldsnáms sem er 5 einingar eða 1 ár og einnig má veita fé til hverra þeirra líkarmála sem ljósmæðrastéttin hefur hug á að styðja. 2. Höfuðstóll sjóðsins nemi aldrei minni upphæð en 75.000 kr. og skal stjóm sjóðsins heimil ráðstöfun vaxta og tekna sjóðsins eftir því sem þörf krefur, en aldrei skerða höfuðstól. 3. Kvittanir fyrir skólagjöldum þurfa að liggja fyrir þegar úthlutað er úr sjóðnum. 4. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum og skulu sendast sjóðnum fyrir 1. júní ár hvert. Umsóknum er svarað og úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári — í júlí. Stjórn sjóðsins ákveður styrkveitingu samkvæmt 1. grein. Stjóm sjóðsins ákveður upphæð styrkja hverju sinni og nemur upphæð allt að 50.000 kr. 5. Ársreikningar skulu vera skoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Endurskoðað í apríl 1997. LJÓSMÆPRABLAPIP 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.