Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 14
„Sterilu“ hanskarnir hanga til þerris undir beru lofti. að fólk út úr landinu um leið og það getur. Erfitt hefur reynst að ná starfs- fólkinu á baráttufundi vegna þess hve þreytt það er. Því hefur verið gripið til þess ráðs að fara heim til starfsfólksins tveir og tveir saman í einu og á meðan að annar talar við starfsmanninn um félagsmál þá sinnir hinn húsverkum, lagar mat, þvær þvotta o.s.frv. fyrir viðkom- andi. Ekkert er þó farið að reyna að hækka launin enn, einungis er verið að reyna að laga starfsumhverfið. Aðaláhyggjumál Emmu nú er að sífellt er verið að skera niður fé til heilbrigðismála, á síðasta ári var skorið niður um 25% og til stendur einn sólarhring. Það þarf ekki að taka það fram að einungis vel stæðar kon- ur sem höfðu tryggingar koma á sjúkrahúsið til að fæða. Flestar kon- ur fæða heima og fá til sín ljósmóður til að hjálpa sér. Ljósmóðirin fær þá greiddar um 1000 kr ísl. fyrir aðstoðina, sem er lítil upphæð þarna. Sennilega myndum við Is- lendingar láta rífa sjúkrahúsið sem þó þótti fínt þarna því svo margt þyrfti að gera til að við yrðum sátt og teldum húsnæðið mönnum bjóð- andi. Verkalýðsbaráttan — Eins og áður sagði er Emma verkalýðsfor- ingi og hefur staðið fyrir myndun stéttarfélags á sínum vinnustað sem jafnframt er fyrsta sjúkrahúsið sem er með stéttarfélag. Emma hefur skapað sér nafn og er nú að vinna við að aðstoða önnur sjúkrahús til að mynda stéttarfélag. Þar sem hún vinnur eru um 400 manns í vinnu en einungis hluti þeirra er í stéttar- félaginu. Stéttarfélagið hefur verið til síðan 1991 og hefur þurft mikið þrek til að koma því á. Nú er þó svo komið að Emma hefur heil- brigðisráðuneytið með sér þar sem það telur að betri stjórn fáist á sjúkrahúsinu með tilkomu stéttarfé- lagsins. Einungis einstaka starfs- maður vinnur samkvæmt samningi. i Á sængurkvennagangi. Tvær konur saman í rúmi, báðar nýkomnar úr keisara- skurði. Geysileg undirmönnun er á sjúkra- húsinu. Algengt er að læknar vinni 32-40 klst í einu og hjúkrunarfræð- ingar vinna gjarnan 16-24 klst í einu. Starfsmenn fá engin laun fyrir og engan mat meðan á vinnunni stendur, þeir geta etv. tekið frí út á yfirvinnuna einhvern tímann seinna. Af þessum ástæðum fer allt mennt- að skera niður enn um allt að 50% þetta árið. Emma er viss um að til borgarastyrjaldar hljóti að koma fljótlega vegna þess að ekki sé mögulegt fyrir ástandið að versna enn frekar en orðið er. ❖ * ❖ ❖ 14 LJÓSMÆÐRADL'AÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.