Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 17
ein af þremur aðaleyjunum. Stofn Filippseyinga er suðrænn og mongólskur. Halo-Halo er filippíska orðið yfir blöndun. Það lýsir vinsælum desert, þ.e. eftirrétti, en gæti alveg eins verið lýsing á Filippsey- ing. Þeir líta út eins og Asíubúar, tilbiðja eða trúa eins og Spánverjar en skrifa og tala ensku eins og Ameríkanar. Áhrifin hafa komið víða að, m.a. eru talsvert mik- il amerísk áhrif síðan Ameríkanar höfðu yfirráð í landinu. Dagblöðin eru mest á ensku og þama var t.d. að finna bæði McDonalds og Kentucky Fried. Það vakti athygli okkar hversu kurteisir og glaðir Filippseyingar voru. Filippseyjar hafa margt að bjóða ferðamönnum. Blöndu af gömlu og nýju, listir, eitthvað fyrir íþrótta- iðkendur, t.d. dýfingar, fjöll til að klífa, hella til að kanna og dásamlegar eyjar til að njóta lífsins á, t.d. eyjuna Cebu. Fyrir ráðstefnuna heimsóttum við fallegan garð, Hidden Valley, sem er um 2 klst. akstur frá Manila. Þar eru heitar uppsprettur vatns sem hægt er að baða sig í og njóta lífsins. Þessi garður er í einkaeign eins og flestir garðar. Filippseyingar erfa lönd eftir ætt- ingja sína og á þann hátt verða margir þeirra ríkir. Leiðsögumaðurinn vakti athygli okkar á því að Filippseyingar eru mjög þrifalegir og vilja vera vel til fara. Þeir passa t.d. upp á að hvítur þvottur haldist hvítur. í gegnum aldirnar hefur það tíðkast að þeir sem eitthvað mega sín í þjóðfélaginu hafi þjónustu- stúlkur sem sjá um þvottinn fyrir þá. Þetta er þeiin í blóð borið. Stundum sáum við fjölskyldur, sem minna mega sín, saman við að þvo þvottinn fyrir utan heiinilið. Vatni var dælt með handafli í balann. Þeir sem höfðu ekki aðgang að þessum þægindum, þ.e. rennandi Daglegt líf fólks í Manila. vatni við heimilið, báru þvottinn að einhvers konar brunni sem var rétt við ráðstefnuhúsið. Þar þvoðu þeir þvottinn sinn og böðuðu sig í leiðinni. Þetta gerðu þeir á kvöldin þegar hitinn var minnstur og komið myrkur. 40% atvinnuleysi er á Filippseyjum. Atvinnuleys- ingjamir reyna að afla sér tekna með því að selja ýmsan varning á götunum, s.s. sælgæti, sígarettur í stykkjatali, soðinn mat eins og kornstangir, ferska ávexti, hnetur og möndlur. Mergð er af hjólandi karl- mönnum með lítinn vagn festan við hjólið fyrir einn til tvo farþega. Einnig voru þama strætisvagnar, kallaðir Jeepney. Yfirbygging þeirra er búin til úr brotajárni frá Kína og vélar eru fengnar úr gömlum jeppum. Oftast voru þessir „strætóar" mjög skraut- legir. Þeir tóku c.a. 8-12 farþega, eða eins og hægt var að troða í þá. Það var hægt að hoppa inn og út eftir þörfum og kostaði farið c.a. 2-3 kr. íslenskar. Filippseyingar senda dætur sínar mikið til Evr- ópulanda að vinna. Kostnað við ferðina borgar alltaf sá aðili sem þær verða vinnukonur hjá. Dæturnar senda síðan reglulega peninga heim til fjöskyldu sinnar og var okkur sagt að þessar fjölskyldur hefðu það mjög gott. Það eymir enn af áhrifum frá valdatíð Markosar, fyrrum forseta Filippseyja. T.d. eru víða stórar bygg- ingar sem eru að hruni komnar því þær voru aldrei fullkomlega kláraðar. Allt átti að gerast með svo miklum hraða í uppbyggingunni en þetta fór alveg með efnahagskerfið í landinu. Á Filippseyjuin fæða um 60-70% kvenna heima, Ijósmæður sinna bara helmingnum. Það eru læknar, hjúkrunarfræðingar og konur sem eru sjálflærðar og erfa hlutverkið, s.k. „hilots“, sem sjá um fæðandi konur, (konan sem nuddar). Til eru ljósmæður sem eru það duglegar að þær koma sér upp aðstöðu heima hjá sér til heimafæðinga. Þær fá um 1-3000 ísl. kr. fyrir hverja fæðingu eða stundum ekki neitt. Að sögn forseta ICM á Filippseyjum, Alice Sanz de la Gente, hafa stjórnvöld þar í landi ekki stutt við ljósmæður. Ljósmæður á sjúkrahúsum eru ekki metnar að verðleikum, eru ekki með sjálfstætt hlutverk. Þær vinna sem aðstoðarstúlkur lækna og hjúkrunarfræð- inga. Sumar ljósmæður vinna sem sjúkraliðar eða við almenn störf eins og ræstingu. Til eru þeir í heil- brigðisgeiranum sem taka feil á ljósmæðrum og „hilots" eða líta á þær sem lítils kunnandi konur. LJÓSMÆÐRABLAPH? 17

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.