Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 12
lögð er áhersla á þátt ljósmóður- innar í fræðslu til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. (42.4) -ICM styður og vekur athygli á að WHO ráðleggur að keisaratíðni sé ekki yfir 11% og lýsir jafnframt áhyggjum sínum á að keisartíðni sé eins há og raun ber vitni þ.e. um 7% í Japan, 15-20% í Evrópu, meiri en 20% í Bandaríkjunum og meiri en 30% í Brasilíu svo dæmi séu nefnd. (42.9.1.). ICM leggur áherslu á þann stuðning sem ljós- mæður geta veitt konum þannig að þær kjósi ekki að fæða barn sitt með keisaraskurði. -ICM leggur áherslu á góða samvinnu ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta. (42.12) Ljósmæður hafa aðgang og geta skoðað alla pappíra frá ICM á skrifstofu LMFÍ. Einnig geta þær komið með athugasemdir sem bornar eru undir stjórn Ljós- mæðrafélags íslands og síðan er athugasemdunum komið áfram til ICM. Ekki náðist að vinna úr öll- um þeim málum sem lágu fyrir þinginu sem var óvenju umfangs- mikið þetta árið þar sem verið var að gera margvíslegar lagabreyt- ingar og staðfæra lögin að okkar tíma. Það var þó samdóma álit allra að þingið hefði verið gott og tekið á mörgum nauðsynlegum málum ljósmæðra og einnig er mikil ánægja með og alveg nauð- synlegt að geta skipst á skoðunum við kollega víðsvegar um heiminn og fá þannig aukna víðsýni sem kemur ljósmæðrum til góða skjól- stæðingum þeirra til handa. I'réttir frá Ijósmæðrum sem sóttu alþjóðaþing Ijósmðcðra á'ÞTanila, Filippse^jum 16-19 mat 1999 Eþíópía — ljósmæður þar eiga ekki annarra kosta völ en að rá- leggja konum sem eru HIV og AIDS smitaðar að gefa börnum sínum brjóst þar sem börn þeirra deyji hvort eð er af næringarskorti ef brjóstamjólkin er ekki gefin. Ljósmæður í Eþíópíu og Zimb- abwe m.a. segja að HIV og AIDS sé svo útbreitt í þeirra löndum að það séu orðin alvarlegustu heil- brigðisvandamálin sem þær glíma við. Þær segja hins vegar að ekki sé hægt að velta sér uppúr því heldur einungis að taka á vanda- málinu og gera það sem best er í stöðunni hverju sinni — eða eins og þær segja sjálfar „it is just another cross to bear“. Að hlusta á æðruleysi kollega okkar var stórkostlegt og olli því vissulega að manni fannst eigin vandamál lítil í samanburðinum. Hong Kong — Samfélagið í Hong Kong hefur breyst geysilega undanfarin ár og fæðingum fækk- að á einu sjúkrahúsi úr 40.000 í 4.000 á einu ári. Ljósmóðir sem er deidarstjóri þar segir að fólk nenni ekki að eiga börn lengur það fái sér gæludýr í staðinn — það sé minna mál — eins og hún segir sjálf frá. Þegnarnir vilja ekki greiða eins mikla skatta og þeir gera nú til heilbrigðiskerfisins svo mikil umræða er um að tengja heil- brigðiskerfið tryggingakerfinu. Ljósmæður í Hong Kong stóðu í ströngu við að sporna gegn þess- um breytingum á meðan á þinginu stóð. Athyglisvert var einnig að heyra að í Hong Kong er það enn svo að einungis má eiga eitt barn. Ljós- mæðurnar þaðan töluðu mikið um að þær kynnu ekki að taka á móti nema hjá frumbyrjum. Gambía — Ljósmæður hafa áhyggjur af að hermenn ofsækja barnshafandi konur og misþyrma þeim og sögðu þær margar ljótar sögur af misþyrmingum bamshaf- andi kvenna. Bretland — Sjálfstæðar ljósmæð- ur í Bretlandi eiga mjög undir högg að sækja og störf þeirra liggja í djúpum dal nú. Einungis eru um 40-50 starfandi ljósmæður í félagi sjálfstæðra ljósmæðra en voru um 100 fyrir nokkru. Astæð- an er talin vera m.a. að tryggingar eru mjög dýrar eða um 15,5 þús- und pund á ári. Heimafæðingar eru nú um þessar mundir í Bretlandi undir 1%. Fjöldi heimafæðinga hefur alltaf verið sveiflukenndur og vonast ljósmæður til að heima- fæðingar hafi náð dalbotninum nú og fari að aukast aftur. Ástralía — (bls.134, 132, 101.) Margar Ijósmæður lögðu áherslu á hversu hagkvæmt er að ljósmæður sinni konum í meðgöngu, fæðingu og í sængurlegunni. Sýnt hefur verið fram á að konur eru mjög ánægðar með þá þjónustu sem þær og fjölskyldur þeirra fá á fæð- ingarheimilum þar sem samfelld þjónusta er veitt í barneignarferl- inu öllu. Sýnt hefur verið fram á aukna ánægju foreldranna, minna er um inngrip í fæðingum og kostnaður á hverja fæðingu hefur minnkað. Eða eins og Linda Evans frá Ástralíu segir „Ijósmœður hlusta á hvað konur vilja“. Fréttir frá 'ÞTanila Undirrituð fékk svolitla innsýn í heilbrigðiskerfi Filippseyinga þar sem ég var svo heppin að kynnast innfæddri konu — verkalýðsfor- ingja. Emma S. Manuel hefur barist fyrir réttindum heilbrigðis- starfsfólks og staðið fyrir að stofna stéttarfélag heilbrigðisstarfsmanna. Á Manila er rúmlega 40% atvinnu- leysi og allt hagkerfi þeirra er í molum eins og gefur að skilja af þeim ástæðum. Hræðilegt ástand er alls staðar þar sem komið er og ekkert er reynt að fela það fyrir út- lendingurp. Það er mikið áfall að 12 LJÓSMÆ9RABLAÐI9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.