Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 8
Stavfsmenntasj óöur Nú er heldur betur kominn tími til að frétta af starfsmenntasjóðnum. Frá þeim tíma sem liðinn er síðan ljósmæður tóku starfsmenntasjóðinn í sínar hendur, hafa margir kjarafé- lagar sótt um og fengið styrki. Sýnir það best hvað félagskonur eru áhugasamar að viðhalda og auka við menntun sína. í byrjun voru mótaðar reglur, sem unnið er eftir og eru þær birtar hér fyrir aftan. Stjórn LMFÍ ákvað að stjórn starfsmenntasjóðs ætti að vera launuð nefnd. f stjórn sitja f.h. launagreiðenda Guðlaug Björnsdóttir og Grétar Guðmundsson, f.h. LMFÍ Ólafía Guðmundsdóttir og Sigurborg Kristinsdóttir. Eins og kemur fram í reglum sjóðsins eru fastir fundir 4 sinnum á ári, í byrjun september, byrjun desember, byrjun mars og byrjun júní. Þurfa umsóknir að hafa borist fyrir þann tíma. Ekki er unnt að afgreiða styrki nema fullnægjandi frumrit af reikningi vegna kostnaðar liggi fyrir. í dag er hámarksstyrkur 20.000 kr. veittur einungis til faglegs náms eða námskeiða. Kjarafélagi á rétt á að sækja um á 2 ára fresti. Þeir sem ekki hafa áður fengið styrki ganga fyrir. Launa- greiðendur kjarafélaga greiða 0,22% af föstum launum starsmanns í starfsmenntunarsjóð (sem er ca. 3690 kr miðað við 100% starf í B2 2. þrepi). Á aðalfundi LMFÍ í mars sl. var samþykkt að gefa upp nöfn þeirra sem styrki fá úr sjóðnum og birta í Ljós- mæðrablaðinu. Þeir sem styrk fengu í júní 1999 eru: Guðrún Böðvarsdóttir Sigríður B. Guðmundsdóttir Ólafia Guðmundsdóttir Guðrún Davíðsdóttir Guðrún Eggertsdóttir Jensína Nanna Eiríksdóttir Sólveig Matthíasdóttir Helga Ásmundsdóttir Jónína Helgadóttir Guðbjörg Jóhannesdóttir Hulda Þórarinsdóttir Þeir sem styrk fengu í september 1999 eru Anna G. Ástþórsdóttir Unnur Kristjánsdóttir Guðrún Guðbjörnsdóttir Björg Sigurðardóttir Anna Rut Sverrisdóttir Stai'fsreglur sjóðsstjómar Starfsmenntasjóðs L'KT'Í 1. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til skrifstofu Ljósmæðrafélags íslands, Hamra- borg 1, 200 Kópavogi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu LMFÍ 2. Úthlutað verður úr sjóðnum fjórum sinnum á ári. Umsóknir þurfa að berast sjóðsstjórn fyrir 1. mars, 1. júní, 1. september og 1. desember. Stefnt er að afgreiðslu umsókna innan tveggja vikna frá lokum umsókn- arfrests. 3. Umsækjendur skulu vanda frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega til hvers þeir ætla að verja styrkfé auk annarra atriða sem spurt er um á eyðublaðinu. 4. Sjóðsstjórnin setur reglur um hámarksstyrkfjárhæðir, sem nú nemur 20.000 krónum. 5. Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði, t.d. með því að leggja fram frumrit reikninga, vottorð um launalaust starfsleyfi frá stofnun o.s.frv. & ljósmæpr'ablapip

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.