Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 21
efni á að hafa að engu ógnanir þeirra. Vegna bættra flugsamgangna er aukin hætta á að smitsjúkdómar berist á örfáum dögum og jafnvel klukkustundum frá einu meginlandi / heimsálfu til annarrar. Sama gildir um aukin flutning á matvælum á milli staða. Hún sagði að í dag væri kennsla eina vopnið gegn HIV / AIDS og að það þyrfti að tala opinskátt um sjúkdóminn. Ljósmóðirin sagði að goðsögnin dræpi. Flest þeirra smituðu fela sig á bak við það að það er á móti þeirra menningu að tala um smitunina, kirkjan er á móti umræðunni um kynlíf. Almenningur neit- aði AIDS, segði það ekki vera þeirra sjúkdómur, heldur vændiskvenna, homma og fíkla. Víða er það þannig að konurnar smitast vegna þeirrar menningarlegu hefðar að karlmennirnir stundi kynlíf með fleiri en einni konu. Þær sjálfar eiga að vera trúar sínum manni. Hún talaði um hversu mikilvægt það væri að örva börnin til að fræðast og spyrja spurninga. Það kom fram í fyrirlestri frá ljósmóður frá Ug- anda að 90% HIV smitaðra væru í þróunarlöndum. Mikil hræðsla er við að segja frá sjúkdómnum því hann er niðurlægjandi og sumsstaðar eru smitaðar konur útskúfaðar. Það var mjög greinilegt að ljós- mæður frá Afríku og eyjum í Kyrrahafinu bera mjög hag landa sinna fyrir brjósti og reyna af öllum sínum mætti að bæta ástandið. Víða, m.a. í Ghana og Uganda, er samvinna meðal ljósmæðra og heilsu- gæslu varðandi umönnun smitaðra. Ljósmæðurnar fara í heimahús til smitaðra með fræðslu og ráðgjöf. Þær fræða um mataræði, fyrirbyggingu sýkinga, reyk- ingar, víndrykkju, kynfræðslu, notkun smokka og hjúkra. Þær hvetja skjólstæðinga sína til að afla tekna, t.d. með körfugerð, kertagerð, flétta mottur ofl. En vandamál eru oft varðandi samgöngur. Oft er erfitt að ná í ljósmóðurina vegna langra vegalengda, en oftast þarf hún að fara gangandi því ekki er um önnur samgöngutæki að ræða. Vegna fátæktar vantar oft peninga til að halda þessu kerfi gangandi. Það kom fram að ljósmæðurnar þyrftu að hafa talstöðvar til að vera í sambandi við heilsugæslustöðvar og auðveld rannsóknartæki (test) sem þær gætu notað í heimahúsum. Amerískur fæðingalæknir og ljósmóðir starfandi í Zimbabwe héldu fyrirlestur um HIV og sögðu m.a. frá oraltesti, sem þau notuðu í mæðraverndinni, og gefur til kynna þær verðandi mæður sem eru smitað- ar af HIV. Þetta test kölluðu þau, Ora-Sure. Þau töl- uðu um og sýndu myndir af hvítum eða gulum út- brotum í gómi, útlits eins og þruska, sem getur blætt frá. Einnig mikill munnþurrkur og rauðleitar línur á tungu. Þau töluðu um að af 631 barnshafandi konu sem þau höfðu testað hafði 21,7% reynst HIV jákvæð. í Afríku eru ljósmæður fáar og til að bæta ástand- ið er konum, sem gefa sig út í að vilja hjálpa öðrum, boðið upp á námskeið til að sinna sjúkum. Þeim eru þá kennd þau atriði sem þarf að hafa í huga til að greina óeðlilegt frá eðlilegu. Við hlustuðum einnig á áhugaverðan fyrirlestur um „homoeopathy“ eða öðru nafni „smáskammta- lækningar". Það var ljósmóðir að nafni Margaret Jane Hanafin frá USA sem hélt fyrirlesturinn, en hún hefur sérhæft sig í notkun remedya á barnshafandi konum með góðum árangri. Margaret sagði frá því að markmið með slíkum lækningum væri að lækna sjúkdóma/vandamál á sem fljótlegastan og auðveldastan hátt með bæði móður og barn í fyrirrúmi. Hún sagði að list fæðingarhjálp- arinnar væri að hluta til hæfni ljómóðurinnar til að sjá einstaklinginn sem heild. Hún nefndi nokkrar „remedyur“ sem notaðar eru: Fyrir fœðingu: T.d. ógleði: 1. Pulsatilla. 2. Nux vomica. Bakverkir: 1. Kalium carbonade. T.d. við stressi og þreytu. 2. Belladonna, notað v/þreytu, erfitt með að hreyfa sig. Fullorðnar frumbyrjur: 1. Sepia, vegna bakverkja, þunglyndis. Svefnleysi: 1. Coffee.cruda, ef kona er yfir sig þreytt, á erfitt með að hreyfa sig. 2. Pulsatilla t.d. vegna samdráttaverkja. ífœðingu, t.d eflegháls gefur sig ekki: 1. Caulophyllum, ef konan er hrædd eða kvíðin. 2. Cimifuga, ef verkir eru vægir og detta jafnvel niður. Föstfylgja: 1. Sepia, pulsatilla og belladonna. LJÓSMÆPRABLA9IÐ 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.