Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 25
á dönsku þ.á.m. fagbækur á dönsku og fékk lánað linguaphone á bókasafninu, allt þetta hjálpaði mikið. Bærinn Slagelse er stærsti bær á V-Sjálandi og þar búa ca. 35 þús. manns. Hann er ágætlega staðsettur, það tekur u.þ.b. 1 klst. að fara með lest til Kaupmanna- hafnar og u.þ.b. lO.mín. að keyra að nýju Stórubeltisbrúnni, sem styttir svo mjög samgöngur yfir á Fjón og Jótland. Centralsjúkra- húsið í Slagelse er stórt og stendur eiginlega við 3 götur. Það eru mörg hús á spítalalóðinni og mis- gömul og er fæðingadeildin sjálf í nýlegri byggingu. Það eru u.þ.b. 1300 fæðingar á ári og deildin er specialafdeling sem þýðir að þar geta farið fram áhættufæðingar, en í Danmörku er fæðingadeildum skipt upp í kirurgiskar- og speci- alafdeling, þannig að ef upp koma stærri vandamál á kirurgiskum deildum eru konurnar sendar á þessar specialdeildar. Það unnu u.þ.b. 20 ljósmæður á deildinni í mismunandi stöðugildum. Þær sinna allar mæðravernd xl í viku og það eru 4 smá- bæjir fyrir utan Slagelse þar sem fer fram mæðravernd, í Korspr, Skælskpr, Diana- lund og Fuglebjerg og hægt er að fara til sömu ljósmóð- ur allan tfmann. Ljós- mæðraskoðanir eru á bilinu 6-8 og skoðanir hjá lækni ca. 2 og ein hjá fæðinga- lækni, sem er oftast sónar- skoðun. Ljósmæðumar sjá líka um foreldrafræðslu og 2 ljósmæður voru með námskeið í sundlauginni í Slagel- se, þar sem boðið var upp á undir- búning í vatni. Einnig var boðið uppá heimafæðingar og ambulant fœðingar, en þá fara konurnar heim á 1. sólarhring eftir fæðing- una og fá síðan ljósmóður í heimavitjun í 2 skipti. Fæðingar- deildin er mjög björt og falleg. Þar eru 3 fæðingastofur og 2 observationsstuer, sem eru bæði móttökuherbergi og legustofa strax eftir fæðinguna, þar sem konan fær að borða og er í eftirliti eftir fæðinguna. Vaktaskemi ljós- mæðranna var þannig uppsettur : 1 Ijósmóðir á dagvakt frá kl: 7:45-16:00 1 ljósmóðir á dagvakt frá kl: 08:00-14:00 (- um helgar) 1 ljósmóðir á kvöldvakt frákl: 15:45-24:00 1 Ijósmóðir á næturvakt frá kl: 23:45-08:00 Síðan eru 2 ljósmæður á sólar- hringsbakvöktum, önnur frá kl: 08-08 og er fyrst hringt í hana, ef vantar á morgun- eða kvöldvakt og hin er á vakt frá 09-09 og fyrst er hringt í hana, ef vantar á nætur- vaktina. Ljósmæðurnar taka alla aukavinnu út í fríi, þær fá 2-3 vik- ur í sumarfrí og síðan fá þær vetr- arfrí. Fæðandi kona hefur aðgang að sturtu og vatnspotti, en fæðingar í vatni eru ekki leyfðar. Konan má hafa eins marga aðstandendur hjá sér og hún óskar eftir, algengt var að 1 aðstandandi væri hjá dönsku konunum, en mun fleiri hjá út- lendu konunum þ.e.a.s. konunum frá Sómalíu, Tyrklandi og Austur- löndum. Ekki var rútína að taka komurit (monitorrit) og síritun eingöngu notuð í sérstökum til- vikum, annars hlustað eftir fóstur- hjartslætti með hlustpípu eða doptone. Allar blóðprufur voru teknar af meinatækni, sem var á vakt í húsinu og vaktmenn sáu um, að koma með uppbúin rúm og fara burtu með notuð rúm, þeir sáu líka um allan flutning á milli deilda og keyrðu konurnar á skurðstofuna þegar keisarafæðing var. Árið 1998 voru 1236 fæðing- ar á fæðingardeildinni. Tvíbura- fæðingar voru 13. Eðlilegar fæð- ingar voru 82.7%, keisarafæðing- ar 9.7% og sogklukkufæðingar 7.6%. Stúlkubörn voru 49% fæð- inga og drengir 51%. Frumbyrjur- voru 41.9% og fjölbyrjur 57.8%. Það voru 50 konur með barn í sitj- andi stöðu, af þeim fæddu 18 vag- inalt og 32 fóru í keisarafæðingu. Tíðni spangarskurða hjá þeim, sem fæddu vaginalt var 14.7%. Verkjalýf í facðingxu Mest var notað glaðloft og pudendusblokade, einnig mögulegt að fá inj. Pethedin og mænurótardeyfingu, sem gefin var í sírennsli. Samtals fengu 40 konur mænurótar- deyfingu árið 1998, af þeim fæddu 18 konur vaginalt, sem gerir 1.6% af öllum vaginal fæðingum. Alt- ernativ verkjameðferð var notuð talsvert eins og heitir bakstrar, heitt vatn bæði vatnspottar og sturtuböð, vatnsbólur og TNS (transcutan nerve- stimulation ). Fceðingin: Konan getur sjálf valið um fæð- ingarstellingu, er mikið hvött til að hreyfa sig, má drekka og borða og var oft gefið þrúgusykur í fæð- ingunni. Inj.Methergin var gefið Greinarhöfundur lengst til hægri ásamt dönskum ljós- mæðrum á fæðningadeildinni. LJÓSMÆPRABLAÐIP 25

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.