Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 22
Eftir fœðingu: 1. Arnica, ef blæðir og ef verkir eftir fæðingu. Gefið á 2-3 klst fresti. Ef tekið fyrir fæðingu getur komið í veg fyrir blæðingu eftir fæðingu. 2. Bellis peremus, við verkjum Blœðingar: 1. Arnica. 2. Crotalus Horridus. Sérstaklega notað fyrir miklar blæðingar, hækkaðan blóðþrýsting, DIC og HELLP syndrome. Sýkingar: 1. Calendula, læknar sýkt sár. Notað í krem eða gel formi, t.d. á aumar vörtur. 2. Hepar sulphiris calcareum. Fyrir abcess sem ekki er búið að hleypa út, t.d. í brjósti eða perineum. 3. Phyloacca. Aumir kirtlar í brjóstum, aumar vörtur. Vatnsfæðingar og æfíngar í vatni Fyrirlestrar varðandi þetta efni vöktu mikinn áhuga og er það greinilegt að vatnsfæðingar eiga þó nokk- uð upp á pallborðið núna. Það var ljósmóðir frá Florida, sem heitir Marina Alzugaray, sem fræddi okkur um vatnið. Hún benti á að vatnið hefur fylgt konum um ómunatíð. Þær hafa baðað sig í því, borið það á milli staða, hreinsað sár og búið til lyf úr því, notað það í listir, byggt heimili sín með því og eldað úr því. Því vildi hún meina að hvers vegna ekki að leyfa konum að fæða börn sín í vatni. Það auðveldaði slökun í fæðingu, auðveldaði fæðinguna sjálfa og væri þar að auki lækningaað- ferð. Vatnsins ætti að njóta sem gjöf jarðarinnar. Önnur ljósmóðir, Claudia frá Austurríki, fjallaði um svokallaðan „vatnadans“, „Watershiatsu“, þ.e. að gera æfingar í vatni á meðgöngunni. Kostir þessara vatnaæfinga voru, að hennar mati, eftirfarandi: Miða að því að auka vellíðan og auðvelda líkam- anum að slaka á vöðvum. Liðka liðamót, auka þrek og síðast en ekki síst að það er talið vera upphaf tengslamyndunar móður og barns og undirbýr þau undir fæðingu í hvaða umhverfi sem er. Vatnsdýfingar hafa sýnt fram á að þær draga verulega úr hækkuðum blóðþrýstingi og minnka bjúg. Auk þess má segja að æfingar í vatni eru ekki aðeins þægilegar og öruggar heldur byggja þær upp vöðva og þrek án þyngdartaps. Hér á landi gæti verið að hvíldarinnlögnum fækk- aði ef konur notuðu meira vatnið okkar. T.d. gæti þá orðið minna um svefnleysi hjá konum, almenna þreytu og grindarverki. Marina tók sérstaklega fram að HIV smitaðar mæður fengju ekki að nýta sér þessa þjónustu. Fylgst væri sérstaklega með þessum laugum og teknar ræktanir reglulega. Ljósmóðir frá Svíþjóð, Lisbeth Nymann, gerði rannsókn á sýkingum tengdum vatnsfæðingum 5 vikuin eftir fæðingu. Tekin voru sýni bæði hjá móð- ur og barni. Það voru nánast engar sýkingar, enginn munur á sýkingum hvort sem kona fæddi í vatni/ekki vatni. Óskalistar A írlandi gerðu ljósmæður samanburðarrannsókn um að nota óskalista (birthplan). Markmið rannsóknar- innar var að skera úr um hvort óskalistinn hefði áhrif á eftirfarandi: 1. Þekkingu og skilning konunnar á barnsburði. 2. Hæfni/getu konunnar til að koma með óskir varð- andi fæðingu. 3. Samband eða tengsl milli konunnar og ljósmóð- ur/læknis. 4. Jákvæða fæðingarreynslu. Það voru 80 konur sem tóku þátt í rannsókninni. Annar helmingurinn gerði óskalista og hinn var sam- anburðarhópur. Útbúið hafði verið ákveðið form sem farið var eftir. í stuttu máli voru aðal niðurstöður rannsóknarinnr þær að gerð óskalista á meðgöngutímanum jók sam- band og upplýsingamiðlun milli kvennanna og ljós- mæðra og lækna. Konurnar voru spurðar hvort ákveðin atriði sem talin eru mikilvæg hefðu verið rædd á meðgöngunni s.s. stuðningsaðili í fæðing- unni, stellingar í fæðingu, borða og drekka, verkja- meðferð, hlustun fósturhjartsláttar, belgjarof, spang- arskurður, oxytocin, klippa á naflastreng, fá barnið strax, brjóstagjöf. Konunum fannst þær fá meiri upp- lýsingar og þeim fannst auðveldara að spyrja sína ummönnunaraðila. En það er ein af tíðum athuga- semdum barnshafandi kvenna að þær fái ekki nægar upplýsingar í meðgöngu og fæðingu. Það skapar oft óþarfa áhyggjur og kvíða og getur haft neikvæð áhrif á samband þeirra við ljósmóður og lækni. Konunum fannst skilningur sinn aukast á því hvað gerist hjá þeim í fæðingunni og eftir fæðingu og þekking 22 LJÓSMÆðRABLAðlð

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.