Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 27
er gefið mxt. natr.citrat 30ml í lyfjaforgjöf. Eftir aðgerðina fer ljósmóðurin með barnið inn á fæðingarstofu, þar sem hún ásamt pabbanum skoðar og vigtar barn- ið, gefur K-vítamín, klæðir barnið og síðan fær pabbinn barnið í fangið og passar það. Þegar móð- irin er komin á vöknun, þar sem hún er í sérherbergi, flytur pabb- inn sig til hennar ásamt barninu og eru þau öll saman þar til konan flyst á sængurkvennagang. 119 konur fóru í keisarafæðingu árið 1998, 84 voru akút (6.8%) og 35 fyrirfram áætlaðir (2.9%). Seengxirlegan: Hún er oftast 3-5 dagar, en fer þó eftir ósk konunnar sjálfrar. Á sængurkvennagangi vinna ekki ljósmæður, eingöngu hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. Bömin eru inni hjá móður sinni allan tím- ann. Heimsóknartími var frá kl: 15-17 og 19-21. Áberandi fannst mér hve margar sængurkonur reyktu og var sér reykherbergi fyrir þær á deildinni. 'f'íeðgöngxicleilcl: Hún var staðsett í öðru húsi á lóð- inni talsvert frá fæðingardeildinni og þurfti að fara um undirgöng til að komast þangað eða nota reið- hjól sem ljósmæðurnar höfðu til afnota. Á meðgöngudeildinni unnu eingöngu hjúkrunarfræðing- ar og þurfti því stundum að kalla til ljósmóður þangað, ef fæðingu bar brátt að og þá var eins gott að þekkja leiðina gegnum göngin. Konur sem fóru í vendingu, og þær konur sem þurfti að taka monitorrit hjá voru fluttar frá meðgöngudeildinni á fæðingar- ganginn, vaktmenn keyrðu þær á milli. Þegar ég hóf störf á fæðingar- deildinni var mjög vel tekið á móti mér. Ég fékk 2 aðlögunar- daga í byrjun, sem voru 2 morg- unvaktir og síðan var ég strax sett á sjálfstæðar vaktir. Ég fann vel fyrir því, að mér var treyst full- komlega og alltaf var mér sinnt vel, þegar ég leitaði eftir aðstoð og fannst mér samvinnan við sængurkvennadeildina sérlega góð. Það ríkti mjög góður starfsandi á deildinni og allar voru ljósmæðurnar hressar, það var eins og maður hefði þekkt þær alla tíð. Tungumálaerfiðleikar voru ekki miklir, það var helst í byrjun, þegar maður var að tala í símann og Danir tala jú dálítið hratt, en maður var bara fljótur í upphafi samtals að biðja fólk að tala hægt og svo vandist þetta smátt og smátt. Mestu erfiðleik- arnir voru þegar innflytjendurnir sem ég kalla svo komu til að fæða. Konur frá Austurlöndum, Tyrklandi, Sómalíu og víðar hver með sína siði og mismunandi trú- arbrögð og þar að auki mállausar þ.e.a.s. á danska eða enska tungu. Þegar allt í einu er komin hljóð- andi, fæðandi kona og herbergið fullt af slæðuklæddum mömmum, ömmum, systrum, frænkum og skjálfandi tilvonandi pabba, sem óðu um gólf, lögðust niður og ákölluðu Allah í sífellu, þá spurði maður nú sjálfan sig. „Hvað í ósköpunum er ég að gera hér“? Því er ég ekki bara heima á ís- landinu góða? En maður vandist þessu eins og öðru. Það kom mér á óvart hvað skriffinskan var mik- il, tölvur voru ekki komnar inn á deildina, en skráning var mjög ná- kvæm, handskrifa þurfti fæðinga- tilkynningar og alls kyns pappíra varðandi bamið, sambúðartengsl, tilkynningu til sóknar viðkom- anda o.fl. Ég fékk nokkrum sinn- um tækifæri að fara í vitjanir heim til kvenna, sem höfðu fætt ambu- lant og til kvenna sem ég hafði tekið á móti hjá. Það fannst mér mjög skemmtilegt og ég fékk gott tækifæri að skoða mig um í leið- inni, því stundum þurfti að fara til næstu bæja í nágrenninu. Annars var ég dugleg að ferðast um og skoða. Ég hafði reiðhjól í láni og hjólaði mjög víða. Ég hafði til umráða rúmgóða íbúð frá spítal- anum, þannig að ég gat hýst gesti sem komu að heiman. íbúðin var í næstu götu við spítalann, þannig að stutt var að fara í vinnuna og fannst mér það þægilegt, sérstak- lega þegar ég var kölluð út á nótt- unni. Maðurinn minn kom svo og var hjá mér síðustu 4 vikurnar og vorum við dugleg að ferðast um í Danmörku þegar ég átti frí og í lokin tókum við okkur 2 vikna frí og ferðuðumst m.a. til Prag þeirr- ar stórkostlegu borgar. Þegar ég lít til baka á ég í end- urminningunni upplifun af góðu sumri, þar sem ég fékk tækifæri til að standa á eigin fótum. Ég fékk góða reynslu og tækifæri að fylgjast með og sjá hvernig fólk vinnur saman við ólíkar aðstæður og með ólfku fólki. Ég er reynsl- unni ríkari og er tilbúin að fara í aðra svona ferð. Ég hvet því ljós- mæður, sem hafa áhuga á, að vinna í öðru landi að gera það, meðan þær hafa tækifæri til. © Anne Geddes LJÓSMÆ€)RA&LAt)IÐ 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.