Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 6
formaður kjaranefndar verið lykilmanneskja af hálfu félagsins í að semja um breyttar greiðslur til ljósmæðra vegna þessarar þjónustu. Hefur sá samningur tekið afar langan tíma og erfitt verið að ná samningsaðilum sam- an svo hægt sé að klára samninginn og sér ekki vel fyrir endann á því. Framlag var greitt úr Vísindasjóði Ljómæðrafélags íslands að upphæð um kr. 24.097 til félaga í fullu starfi. Orlofsnefnd LMFÍ hefur haft mikið að gera eins og ávallt og ekki legið á liði sínu við að hugsa hvað sé hægt að gera skemmtilegt fyrir félagsmenn. Það var vitað að ef LMFÍ segði sig úr BSRB þá myndi félagið ekki eiga neinn félagsbústað svo drifið var í því með aðstoð margra góðra ljósmæðra að reyna að finna sumarbústað fyrir ljósmæður. Eins og menn muna þá lýstu ljósmæður vilja sínum til að eiga sumarbústað á síðasta aðalfundi en hann yrði að vera með heitum potti. Með þessar leiðbeiningar að leiðarljósi keypti LMFÍ sumarbústað í Úthlíð að Refabraut 2 og var haft opið hús í bústaðnum þann 31. október s.l. Er það von LMFÍ að sumarbústaður þessi eigi eftir að vera ljósmæðrum til mikillar ánægju í framtíðinni. Þessi sumarbústaður er heilsárshús svo hægt er að leigja hann allt árið. Sumarbústaður Ljósmæðrafélagsins í Munaðarnesi var fymdur svo að félagið fékk ekki greitt fyrir hann. Ritstjóri „Fylgjunnar" Helga Birgisdóttir baðst undan áframhaldandi störfum og tók Elínborg Jónsdóttir að sér með litlum fyrirvara að ritstýra henni. Breytingar voru gerðar á útgáfunni og eru fleiri fyrirhugaðar en bókin var send ókeypis til áskrifenda m.a. vegna þess hve seint hún kom út. Stjórn samþykkti af gefnu tilefni að fagfélagar í LMFÍ detti sjálfkrafa út af skrá, greiði þeir ekki félags- gjöld tvö ár í röð. Stjórn LMFÍ hefur ákveðið að fagfélagar greiði í framtíðinni hærra gjald en kjarafélagar fyrir þá þjónustu og fræðslu sem að félagið stendur fyrir. Norðurlandsdeild LMFÍ varð 30 ára árið 1998. Ástþóra fór til Akureyrar á afmælisfund og færði þeim borðdúk að gjöf um leið og hún hvatti ljósmæður þar til aukinnar fagvitundar og að sameinast um að vera í Ljósmæðrafélagi íslands en ljósmæður á Akureyri hafa ekki verið kjarafélagar í LMFÍ. Stjórnin ákvað að skipa í nefnd til að endurskoða lög félagsins, og verður tillaga urn það borin upp á eftir og óskað eftir tilnefningum í nefndina. Það verður einnig borin upp tillaga um að skipa í nefnd til að fara yfir skýrslu/könnun sem Gallup gerði fyrir félagið og skoðað hvernig best sé að nýta sér niðurstöður hennar. Hefur stjórn félagsins þá í huga m.a. hvað ljósmæður óska eftir að fá í endurmenntun og hvað þær telja nauðsynlegt að sé unnið í á vegum félagsins. Líka hvernig samsetning stéttarinnar er, hvort sé þörf á að mennta fleiri ljósmæður?? o.fl.o.fl. Annar hópur ljósmæðra 7 talsins útskrifaðist frá Háskóla íslands í febrúar s.l. Tvær fóru til starfa í Kefla- vík, ein á Blönduós, ein á Dalvík, ein í bamsburðarleyfi og tvær á Fæðingadeild Lsp. Það er mjög ánægjulegt hvernig nýútskrifaðar ljósmæður hafa dreift sér uin landið en eftir því hvað heyrist þá þarf að gera enn betur í að mennta ljósmæður því að það virðist vanta á mjög mörgum stöðum ljósmæður til starfa. Islenska fjölmiðlafélagið ehf eða útvarp Matthildur bauð Ljósmæðrafélaginu upp á það að vera með sýn- ingarbás á sýningunni „Barnið "99“ sem var í Perlunni 17. til 18. apríl. Var þetta félaginu að kostnaðarlausu og að sjálfsögðu þáði stjórnin boðið. Margrét Hallgrímsson, Dagný Zoega og Margrét Guðmundsdóttir sáu um sýninguna og fengu fleiri ljósmæður til að setja upp bás og vera á staðnum. Óskað var eftir tilnefningu tveggja ljósmæðra í nefnd á vegum Tóbaksvarnarnefndar, sem ákveðið var að stofna í kjölfar ráðstefnu sem haldin var í ágúst s.l. á Egilsstöðum um tóbaksvarnir. í nefndinni eiga sæti tvær ljósmæður, tveir læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og tveir tannlæknar. Álfheiður Árnadóttir og Guðrún G. Eggertsdóttir gáfu kost á sér í nefndina. Að lokum langar mig að óska okkur ljósmæðrum til hamingju með afmælið sem er 2.maí n.k. en þá verð- um við 80 ára. Af því tilefni býður stjórn félagsins til mótttöku hér eftir fundinn og eigum við þá jafnframt von á góðum gestum til okkar. f.h. stjórnar Ljósmæðrafélags íslands, Ástþóra Kristinsdóttir, formaður 6 LJÓ5MÆÐRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.