Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Jónas Hallgrímssou 1. Hvar fæddist hann? 2. Hvaða dag? 3. Hverju er fæðingardagur hans tileinkaður? 4. Hvað nam hann í Kaup- mannahöfn? 5. Hver skrifaði ævisögu hans? Svör neðst á síðunni Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins. Gott er fyrir manninn að bera ok í æsku. Hann sitji einmana og hljóður, af því að Hann hef- ir lagt það á hann. Hann beygi munninn ofan að jörðu, vera má að enn sé von. Brot úr biblíunni Harmljóðin 3,25-32 Hann bjóði þeim kinn- ina sem slær hann, láti metta sig með smán. Því að ekki útskúfar Drottinn um alla eilífð, heldur miskunnar hann aftur, þegar hann hrellir, eftir sinni miklu náð. Eddur Þetta nafn virðist fyrst koma fyrir sem skírnarnafn hérlendis í manntalinu 1910. Þá bar það ein kona en á næstu áratugum juk- ust vinsældir þess verulega þannig að 705 konur báru það sem eina, fyrra eða síð- ara nafn fyriraldarfjórð- ungi. Sænskar konur hafa borið nafnið frá því um miðja 19. öld. Edda merkir langamma og erl Rígsþulu, Heimdallur, sem nefndist Rígur var á leið um sjávar- strönd Áa og Eddu, Afa og Ömmu,Föður og Móður. Frá þeim er komið allt kyn manna, æðra sem lægra. Málið Svörviöspumlngum 1. Hrauni í Öxnadal. 2.16. nóvember. 3. Is- lenskri tungu. 4. Náttúrufræði. 5. Páll Vals- son. Fallinn á fyrsta prófinu Þegar tilkynnt var að rúásstjórnin ætl- aði að setja lög til að binda enda á kennaraverkfallið önduðu lfklega flestir léttar. Þótt lagasetning sé ævinlega neyðarúrræði til að ljúka verkföllum, þá var neyðarástand löngu skollið á og ekki vansalaust fyrir rfldð að hafa ekki komið til skjalanna fyrr - og þá með öðrum hætti en lögum um gerðardóm. En fyrst svona var komið, þá virtust lög- in um gerðardóm vera skárra en ekki neitt. Skárra en að bömin í landinu væru svipt lögbundnum rétti sfnum til skólagöngu og þeim mannréttindum að fá að læra. Og ekki seinna vænna að Halldór Ás- grfmsson léti að sér kveða. Upphaf sfðbií- inna afskipta hans var einkennilegt. Hann boðaði með viðhöfn blaðamannafund og héldu allir að þar ætlaði hann að tilkynna lagasetningu eða aðrar ráðstafanir sem bundið gætu enda á þráteflið. En það var nú eitthvað annað. Fundur- inn var boðaður til að láta vita að daginn eftir hefði Halldór boðað fund með deil- uaðilum. Allt og sumt. Maður klóraði sér í kollinum yfir þessu en reyndi svo að telja sér trú inn að þetta væri lfldega bara til marks um vandaðan undirbúning hins nýja forsætisráðherra. Hann ætlaði ekki að flana að neinu og lát- um þá vera þótt undirbúningurinn virtist jafhvel einum of. Svo komu ráðstafanirnar, gerðardómur- inn, að lokum; báðir deiluaðilar mótmæltu náttúrlega en því mátti búast við. Formleg- um mótmælum. En maður hlaut að ætla að jafnvel þeir gerðu sér grein fyrir að eitthvað varð að gera og myndu sætta sig við orðinn hlut. Aðeins fáeinum dægrum sfðar er komið á daginn að lagasetning Halldórs Ásgríms- sonar er með þvílíkum eindæmum að kennarar eru bókstaflega miður sín. Hóp- uppsagnir eru yfirvofandi, það eru haldnar bænastundir f kirkjum nú í morgun og þeim finnst þeir hafa verið svívirtir. Við þurfum ekki að vera sammála kennurum í hverju smáatriði - hér skiptir mestu máli að öðrum deiluaðila f mjög erfiðu máli finnst í fyllstu einlægni að hann hafí verið svívirtur. Þetta er árangurinn af hinum „vandaða undirbúningi" Halldórs Ás- grímssonar. Og ekki veit það á gott. Halldór varð ekki for- sætisráðherra af því að einhver stór hluti þjóð- arinnar vildi það. Hann varð forsætisráðherra eftir hrossakaup við Davíð Oddsson. Honiun ber því sérlega mikil skylda til að sýna að hann eigi emb- ættið skilið. En er kolfall- inn á fyrsta prófinu sínu. Ulugijök- ulsson r Dauðinn i neinni og annað grín og glens úr íslensku samfélagi A FÖSTUDAGSKVÖLD fór ég í Stúd- entaleikhúsið að sjá sýninguna Þú veist hvernig þetta er. Og hef ekki gengið svo kátur út af íslenskri leiksýningu um skeið. ÞAÐ ER EKKI af því að þar væri boðið upp á fágaða listræna sýn- ingu þar sem af smekkvísi, ein- lægni og djúphygli væri skyggnst niður í hin leyndu djúp mannssál- arinnar og dregin upp svo átakan- lega fögur og ljúf mynd af sam- skiptum einstaklinganna and- spænis yfirþyrmandi veruleika lífs- ins ... ekki neitt svoleiðis. Þvert á móti. Ef ég ætti til að mynda að láta mér detta í hug einhver persóna sem líkja mætti þessari sýningu við, þá væri það helst Sigurjón digri úr samnefndu Stuðmanna- lagi: Ruddaleg týpa, með vonlausan tónlistarsmekk. ÞETTA ER SAMANSAFN af „skets- um“ úr íslensku þjóðlífi og farið yfir sviðið cillt frá ættjarðarljóðum til anórexíu til klíkuskapar og spill- ingar og frá friðargæslu í Kabúl til sjálfsmorða... Mikið af pólitík. Öllu hrært saman - minnir á Spaugstof- una ... í tíunda eða tuttugasta veldi. Því það er gengið svo miklu miklu lengra en Spaugstofumenn myndu nokkru sinni láta sér detta í hug. í ósvífni, fyrst og fremst. Því þetta er verulega ósvífin sýning. Hún er gróf og hún er klúr og hún sneiðir vandlega hjá öllum fi'nleg- um blæbrigðum í Jýsingum ^sínum á ríslensku 3^þjóðlífi. Það er öllu sullað saman á groddalegan hátt, margir hnífar á lofti þar sem leikið er á fjórum dimmum og ljótum svæðum kringum áhorfendur sem standa eins og illa gerðir hlutir í miðjunni og æpt yfir þá og rassinn rekinn framan í þá. Þú veist hvern «9 Þetta erJ ALLT FREKAR ÓSMEKKLEGT og ekk- ert heilagt. Það er meira að segja grínast með krabbamein Davíðs Oddssonar sem er auðvitað smekklaust (þótt hann hafi reynd- ar sjálfur gert það, mjög smekldega og ... já, karlmannlega, í þættinum hjá Gísla Marteini) en smekkleysan Leikhópurinn „Og strax hvarfl aði náttúrulega að manni þessi hugsun:Hvers vegna gera stóru leikhúsin ekki eitthvað á þessa iundi" _______ . Hver faer aö fremja sjálfsmorð? Sjónvarpsþáttastjórnandi I ham. Fyrst og fremst fellur í skuggann af feginleikanum, ósvficnum feginleikanum yfir því að þetta unga fólk skuli - undir leiðsögn leikstjórans Jóns Páls Eyj- ólfssonar - hafa séð ástæðu til að bregða hnífum sínum á loft og skera í samfélagið allt eins og það leggur sig. 0G ÞA FÉKK ÉG nánast tár í augun þegar þau sungu sína útgáfu af „Ríðum, ríðum“ - reyndar á mjög áhrifamikinn hátt - og það helltist yfir mig feginleiki. Yfir því að unga fólkið skuli láta sig samfélagið svo miklu varða sem þessi söngur og leikurinn allur gaf ,til kynna. Aftur var ég reyndar nærri því að tárast, en þá úr hlátri, þegar sýndur var sjónvarpsþátturinn Dauðinn í beinni - eitthvert fýndnasta og naprasta atriði sem ég hef séð. Og strax hvarflaði náttúrlega að manni sú hugsun, hvers vegna gera stóru leikhúsin ekki eitthvað á þessa lund? - bregða upp fyrir okk- ur þessari nístandi spegilmynd af okkur sjálfum og því kraðaki sem við höfum hrúgað upp í lcringum okkur. Þau gera kannski svipaða hluti á sína lund, en má ekld stund- um leggja fagmennskuna á hilluna? Láta bara vaða? Skjóta af öllum sín- um byssum samtímis, eins og Steppenwolf orðaði það? EÐA AÐRIR LISTAMENN þessa lands. Þessi sýning hefur ekki farið mjög hátt og það eru víst bara þrjár sýningar eftir. Ég veit varla hvernig fólk verður sér úti um miða en þetta er sýnt úti á Granda. Það er ástæða til að hvetja fólk til að láta þetta ekki framhjá sér fara. Hópur Stúdentaleikhússins hef- ur með þessari sýningu fest fras- ann, sem þau nota fýrir nafn á sýn- ingunni, í sessi sem hina endan- legu skýringu á mestöllu bjástri ís- lendinga - HaUgrfmur Helgason sýndi á sínum tíma fram á að við trúum því í lengstu lög að „þetta sé allt að koma", en allt sem afiaga fer, öll spilling, öll valdníðsla, það er lflca í góðu lagi því „þú veist hvernig þetta er". Illugi Jökulsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.