Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 13 Kurteis þjófur Kona í HoUandi kom heim úr búðarferð og hitti þá kurteisasta þjóf í heimi í íbúð sinni. Hinn 18 ára gamli þjófur hafði farið úr skónum við dymar og þegar konan kom inn á heimili sitt í Utrecht tók hann í hendi hennar og kynnti sig. Sagðist hafa ætlað upp á þak að ná í fótbolta, fór í skóna og yfirgaf íbúðina. Konan hringdi í lögregl- una sem náði þjófnum á hjóli skammt frá. Engu mun hafa verið stolið en þjófúrinn var eftirlýstur fyrir önnur innbrot. Rómeó rekinn Miðaldra Rómeó hefur verið rekinn af stefriumóta- síðu á netinu eftir að hann svaf hjá fleiri en 100 kon- um. Fyrrverandi kolanámu- maðurinn Clive Worth, 55 ára, fór á 119 stefnumót á fimm árum og endaði í rúminu með flestum kon- unum að sögn breska blaðsins Daily Mirror. Stefnumótasíðan DatingDirect.com ákvað að taka hann út af síðunni vegna „skorts á skuldbind- ingu.“ Clive sem borgaði 85 pund á ári fyrir að vera með er óhress. „Eg er niðurbrot- inn maður og ég hef ekki gert neitt af mér. Ég hef bara ekki hitt réttu konuna ennþá," segir hann. Meðlimir í kafaraklúbbi í Ástralíu Settu heimsmet í að strauja neðansjávar Ástralskur köfunarklúbbur segir að félagar í hópnum hafi sett heims- met í áhættuíþróttinni að strauja neðansjávar. Alls tóku 43 meðlimir í Bay City Scuba Diving klúbbnum þátt í metinu þegar þeir straujuðu föt á 10 feta dýpi í Port Philip flóanum. Alan Igoe talsmaður klúbbsins segir að þeir hafi notað köld óraf- mögnuð straujám og f leiðinni hafi þeir safnað 250 pundum til góðgerð- armála. „Við reynum ailtaf að gera eitthvað sérstakt eftir vetrarhléið og hugmyndin um heimsmetið varð ofan á," segir Igoe. Extremeironing.com hefur stað- fest að hinir áströlsku kafarar hafi náð að bæta fyrra met sextán manna hóps neðansjávarstraujara frá Nýja Sjálandi. íþrótt þessi var fundin upp af þýska straujaranum Iron Lung sem stundaði hana fyrst í sjónum undan ströndum Mallorca árið 2001. Ef ákæruvaldið í New York nær fram vilja sínum er mafíu- foringinn Joseph Massino, höfuð Bonanno-hölskyldunnar, dauður maður. Massino hefur þegar verið dæmdur til lífstíð- arfangelsis án möguleika á náðun fyrir sjö morð. En áttunda morðið getur komið honum á „dauðaganginn“. Vilja dauöarelsingu yiir mafíuforingja Ef ákæruvaldið í New York nær fram vilja sínum er mafíuforinginn Joseph Massino, höfuð Bonanna-fjölskyldunnar, dauðans matur. John Ashcroft, fráfarandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hef- ur gefið saksóknurum í Brooklyn grænt ljós á að fara fram á dauð- arefsingu yfir Massino fyrir morð á mafíubófa árið 1999. Massino, sem orðinn er 61 árs hef- ur þegar verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir sjö önnur morð. Hið áttímda gæti komið honum á „dauðaganginn" en það yrði þá í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem háttsettur mafiu- foringi eða „capo“ yrði dæmdur til dauða. Það er morðið á Sikileyjar- manninnum Gerlando Sciascia sem setur Massino í þessa stöðu þar sem það var framið eftir 1988 þegar lögum um dauðarefsingar var breytt í New York-fylki. Massino gaf skipunina um morðið með orðunum „George verður að fara" á ítölsku veitingahúsi á Long Island. Fyrrverandi samstarfsmaður Massino og mágur, Salvatore Vitale, hefur borið vitni um þetta en Vitale var áður einn af nánustu samstarfsmönn- um Massino. Blóðugt morð Sciascia stjómaði eiturlyfjavið- skiptum Bonanno-fjölskyldunnar í Kanada og aðstoðaði Massino við drápið á þremur mafiubófúm, sem vom keppinautar þeirra, árið 1981. „Glæpur" Sciascia fólst í því að kvarta við Massino yfir eit- urlyfjanotkun ann- ars meðlims innan íjölskyldunnar. Massino fór til Mexíkó áður en af- taka Sciascia átti sér stað en eftir á Joseph Massino sagði hann að þetta Áttunda morðið værigottáhannog 9*ti komið honum Sciascia hefði ekki átt að reyna að segja sér hvemig ætti að stjóma fjölskyldunni. Vitale hefur borið vitni um að allt aftursætið í bíln- um sem Sciascia var drepinn í hafi flotið í blóði og því þurftu þeir að losa sig við hann. „Honum hlýtur að hafa blætt til dauða," segir Vitale. Joseph Massino komst til áhrifa sem höfuð Bonanno-fjölskyldunnar árið 1993 er hann losnaði úr fangelsi fyrir ýmsa glæpi en um það er meðal annars fjallað í myndinni Donnie Brasco með þeim Johnny Depp og A1 Pacino. Á þessum tíma hafði Bon- anno-fjölskyldunni næstum verið út- Donnie Brasco Massino kemur við sögu I myndinni Donnie Brasco en mynd afJohnny Depp hangir uppi ú veitingastað hans. rýmt og búið var að reka hana úr „Nefndinni" bandalagi fimm stærstu mafíufjölskyldnanna sem stjóma New York. Samvinna við Gotti Massino lét lítið á sér bera sem höf- uð Bonanno-fjölskyldunnar. Hann átti strax náið samstarf með hinum al- ræmda John Gotti og fjölskyldu hans og brátt hafði honum tekist að ná aftur sæti fjölskyldunnar í „Nefndinni". Hann stjómaði starfsemi fjölskyld- unnar frá ítalska veitingahúsinu Casa- blanca í Queens sem hann á hlut í. Þetta þykir eitt besta ítalska veitinga- húsið í borginni en lætur lítið yfir sér. Á veggjunum hanga myndir af frægu fólki sem hefur borðað þar, þar á með- al Johnny Depp. .. .að vera geðsjúklingur „Þegar ég var sex ára fékk ég mótorhjólastýri í hausinn og fót- brotnaði. Var aldrei sami maður eftir það, sagði pabbi minn," segir Jónas Gunnarsson, manísk depressívur maður, og alkóhólisti í þokkabót. „Ég er fæddur í Mos- fellsdalnum, er skyldur Þórbergi Þórðarsyni og Einari Benediktssyni í föðurætt en Jóhannesi úr Kötlum og Jóni frá Ljáskógum í móðurætt. Ég fékk geðsjúkdóm út af ítrekuð- um höfuðhöggum. Ég varð fyrir lík- amsárás á Grundarfirði tæplega tvítugur. Ég beygði mig og það var sparkað undir hökuna á mér. Kjálkinn brotnaði og það flísaðist úr honum, en háls, nef og eyma- læknirinn neitaði að láta mig fá áverkavottorð. Dælt lyfjum „Geðlæknar hafa neytt ofan í mig 12 til 15 lyf sem öll gera verra. Ég var úti í Dan- mörku um daginn, flaug með Iceland Express. Ég fór til Legó að kynna uppfinninguna mína. Þeir stóðu á öndinni yfir henni og sögðu mig snill- ing. Ég hannaði píramída sem skiptir um lití þeg- ar homunum er snúið. Hefurðu ekki séð greinina „Verkfræðingar töldu mig snill- ing?“ Ég fór inn á geðdeild í Dan- mörku og þar var engum lyfjum dælt í mig. Þau gera bara verra, lyfin, en geðlæknar héma vita ekk- ert hvað þeir em að gera, dæla bara lyfjum. Heilahrörnun móður Ég hef verið sviptur sjálfræðinu. Samt er ég dæmdur saíchæfur. Ég hef ekki brotið af mér. En ég tók traktor frá Kleppi og keyrði hann upp á lögreglustöð, tvisvar. Það var vegna þess að mér var sagt að ef ég myndi „Ég tók traktor frá Kleppi og keyrði hann upp á lög- reglustöð, tvisvar. Þaðvarvegna þess að mér var sagtaðefég myndi brjóta af mér og yrði dæmd- ur sakhæfur mætti ég sækja um sjálf- ræði aftur. Ég skil ekki hvað þeir eru að gera með traktorá Kleppi, ekki er neinn land- búnaður þar." brjóta af mér og yrði dæmdur sak- hæfur mætti ég sækja um sjálfræði aftur. Ég skil ekki hvað þeir em að gera með traktor á Kleppi, ekki er neinn landbúnaður þar. Forsaga þess að ég var sviptur sjálfræði var að móðir mín, sem var með heila- hrömunarsjúkdóm, var plötuð til að skrifa undir. Hún er dáin. Gangandi kraftaverk Ég er ekki á neinum lyfjum núna. Ég er talinn ofvirkur, en ég get verið í lagi ef ég er í erfiðis- vinnu. Ég er ekki í erfiðisvinnu núna, því ég var svikinn um vinnu. Fyrir nokkram mánuðum flutti ég út af heimilinu á Miklubraut 20. Þar er allt í skipu- lagsleysi. Það er þröngvað í mann lyfjum. Og þeir sex sem em sprautaðir þar em keyrðir á Klepp einn og einn, í staðinn fyrir að nýta ferðina og fara með alla í einu. Starfsfólkið er mjög gott og húsið líka, en allur pósturinn minn hefur horfið. Ég var fluttur nær dauða en lífi á Miklubraut 20 á sínum tíma. Þeir sögðu að ég væri gangandi krafta- verk þegar ég kom inn, að vera lif- andi eftir alla þessa áfengis- drykkju. Ég var líka sagður gang- andi kraftaverk þegar ég fór út. Býr á götunni Ég er fluttur af Miklubraut 20. Nú bý ég á götunni. í nótt gisti ég á gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Á mánudaginn [í dag] fer ég á Vog. Ég ætla að hætta að drekka. Ég hef fengið mörg bréf frá Mercedes Benz. Þeir vilja samstarf. Ég skulda svo mikið að ég verð örugglega að fara að hnýta öngla. Get fengið þrjú þúsund á dag fyrir það. Maður fær krónu fyrir hvern krók." frekar vi.ja vera á geðdei.d í Danmorku he.d- ,n hér. en seqist skulda of mikið ti. að fara ut. _________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.