Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 1 5. NÓVEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV "V Rétta myndin Raunveruleikalist Birgis Arnar, allt í rúst. Spítt á nóttunni - hass á kvöldin Lögreglan í Hafnarflrði handtók fimm manns í tengslum við jafn- mörg fíkniefnamál frá laugardags- kvöldi fram á sunnudagsmorgun. I öllum tilfellum var um að ræða lítil- ræði af annað hvort hassi eða am- fetamíni, hér eftir nefnt spítt. Það vekur óneitanlega athygli að hassið sem haldlagt var, og var í litl- um skömmtum sem áætlað er að séu til einkaneyslu, var allt tekið í fyrir miðnætti á laugar- dagskvöld meðan spíttið, sem sömuleiðis var í litlum skömmt- um, var ailt haldlagt aðfaranótt sunnudags. Þykir þetta nokkuð lýsandi fyrir þann veruleika sem fíkl- Ha? ar í efnin tvö lifa í. Á meðan hass- hausarnir fari út á kvöldin og séu jafnan komnir snemma í háttinn séu spíttfíklar meiri náttuglur. Virkni amfetamíns, eða spítts, er enda slík að mönnum verður vart svefnsamt meðan áhrifa þess gætir og því hefur efnið þótt vinsælt í próflestri. Hass er hins vegar slævandi og því ólíklegrt að menn haldi út lengi fram Á daginn Kannabis- efni eins og hass eral- gengara I umferð áður en skyggja tekur. eftir nóttu á því og séu því komnir fyrr í háttinn en ella. Lögrelgumaður sem varð fyrir svörum hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði allan gang á því hvenær væri lagt hald á slík efni. „Þetta er svo sem ekki föst regla, að hassið sé gert upptækt á kvöldin meðan amfeta- mínið sé tekið á nóttinni en þetta er svolítið lýsandi kannski." v A T Hvað segir mamma „ Ég er mjög stolt af Sig- mundi mínum. Hann átti barn í vikunni og eru barnabörnin mín nú orðin 16 talsins," seg- ir Helga Sigfús- dóttir móðir Sigmunds Emis Rúnarsson frétta- ritstjóra á Fréttablaðinu. „Hann hefúr alltaf verið mjög góður og fjömgur strákur og farið sínu fram. Það hefur gengið vel hjá honum og ég er ánægð með hann. Þegar hann var lítill þá var aldrei hægt að taka mynd nema að hann væri á henni jafnvel þó hann ætti ekkert að vera það. Þannig að það kom fljótt í ljós þetta fjölmiðlafár á honum." Sigmundur Ernir átti sjötta barnið sitt i vikunni og er að gefa út bókina Barn að eilifu núna um jólin sem rekur sögu hans sem föður fatlaðrar dóttur. Atog dýrðirá nefndarfundi Það var annasamt á miðvikudag- inn hjá Stefáni Jóni Hafstein borg- arfulltrúa. Undir kvöld þann dag til- kynnti Stefán opinberlega að flokkssystir hans yrði næsti borgar- stjóri. Aðeins rúmum klukkutíma fýrr hafði Stefán slitið fundi menn- ingarmálanefndar borgarinnar sem hann veitir formennsku. Stefán var reyndar hlaupandi inn og út af fúndinum enda gekk mikið á á öðr- um vígstöðvum þetta síðdegi. Þar sem um var að ræða 400. fund menningarmálanefndar gerðu nefndarmenn sér glaðan dag ásamt „nokkrum gestum" sem þáðu veit- ingar. Á gestalistanum voru Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir frá Bandalagi íslenskra listamanna, Gísli Helgason, fulltrúi F-lista, Signý Pálsdóttir og Hermann Baldursson. Á sjálfum fundinum kom meðal annars fram að Árbæjarsafn hyggst þiggja að gjöf húsið ívarssel við Vesturgötu 66B. Gott hjá Gerði G. Bjarklind að ' stinga upp á Ragnari Bjarnasyni sem heiðursborgara í Reykjavík. Raggi Bjarna hefur náttúruiega sungið um vorkvöld í Reykjavík þannig að hjörtun taka kipp. Bandarísk stjórnvöld, í samstarfi við stjómvöld hér á landi, og að frumkvæði þáverandi sendiherra ís- lendinga, höfðu Halldór Laxness á svörtum lista ásamt mönnum eins og Charlie Chaplin í lok sjötta ára- tugarins og reyndu að klína á hann kæm um undanskot frá skatti, líkt i Chaplin og Hafldór Báðír álitnir stórhxtruiegir kommúnistor af banda- rískum stjórnvöldum.Reym varað klína a þá ásókunum um skartsvik í pvi skyni að kasta rýrð a þá. og gert var við Chaplin sem var meinað um aðgang til Bandaríkj- anna á endanum. Þetta kemur fram í doktorsritgerð sem nýverið var var- in vestan hafs og fjallar um vem Halldórs á svörtum lista bandarískra stjórnvalda. Ennfremur kemur fram í sömu ritgerð að þegar Halldóri voru af- l hent Nóbels- ^verðlaun árið 1955 hafi lít- | ill áhugi ver- úð hjá útgef- fanda hans Al- kfred Knopf á , því að gefa út Sjálfstætt enda Ifólk mun út- k gáfufyrir- . tækið J hafa fí. starf- Halldór rithöfundur Skúbbar þessu meðal ann- ars i bók sinni um Halidór. að náið með þarlendum stjórnvöld- um við að kasta rýrð á Laxness og finna út upplýsingar um höfúndar- laun hans og aðrar trúnaðarupplýs- ingar. Varð þetta efni mikillar réttar- farslegrar deilu sem lyktaði með sigri Halldórs. Útgáfan mun hafa starfað náið með stjórnvöldum við að koma fram upplýsingum um höfundinn allt frá árinu 1948. Munu þessar upplýsingar koma fram í nýrri bók Halldórs Guð- mundssonar um skáldið. Krossgátan Lárétt: 1 bikkja, 4 hreyfa, 7 treg, 8 hræðslu, 10 mýkja, 12 pinni, 13 ær, 14 ánægja, 15 hörf- aði, 16 tröll, 18 karl- mannsnafn,21 klifra, 22 skjóti, 23 enduðu. Lóðrétt: 1 frestaði, 2 hratt,3 samviskusami,4 kjaftaskúm, 5 atferli, 6 skel, 9 gleðskapur, 11 bátaskýli, 16 eyri, 17 for- sögn, 19 þvottur,20 fæddu. Lausn á krossgátu n|9 03'nej 61 'ju g l 'Jsneu 11 'jjjaj 6 'ege g 'jgæ s '||0>|n||nq p 'ueApuejö e jJ9 z‘9->P L :jjaje91 n>|n| £Z jejj zz 'e|JJd \z '9»0 8L 'esu 9L 'j5»A SL 'unun y I 'pu|>i e I jyu 21 'euj| 0L 'ejJ9 8 'Qnejj l 'ejæq P'69JP L :«?J?1 Nokkur vindur jr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.