Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. NÚVEMBER 2004 Fréttir DV Hani truflar umferð Umferðaröngþveiti varð á Hverfisgötu í Hafnarfirði um klukkan þrjú á laugar- daginn. Tveir hanar og nokkrar hænur sluppu úr litlu hænsnabúi sem fjöl- skylda á Hverfisgötunni heldur í garðinum sínum. Auðveldlega gekk að koma hænunum af götunni en stór hani neitaði að hreyfa sig um set. Á endanum tókst þó að leysa málið þar sem eigendur hanans náðu í hann og settu aftur í búið. Höfðu reiðir bílstjórar það á orði að svona lagað gæti bara gerst í Hafnarfirði. Gunnarvíkur fyrir Sigurlín Gunnar örlygs- son, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, hefur verið í launalausu fríi und- anfarnar vikur. Hann segist taka sér um mánaðarfrí á haustin og vorin til að Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir varaþingmaður komist að. Sigríður Mar- grét er heyrnarlaus og segir Gunnar það mikilvægt að hennar skoðanir fái að njóta sín á þingi. Gunnar mun snúa aftur á þing á þriðjudaginn og vinna að frumvörpum sínum um réttindi gjaldþrota einstak- linga og forsjárlausra feðra. Davíð í Gísla Marteini Davíð var alveg frábær og ég hafði mjög gaman afhonum. Hann var mjúkur, skemmtileg- ur, aflslappaður og hlýr eins og ég þekki hann reyndar. Davíð er mikill sögumaður og kann þá list vel enda held ég að fólk hafi haft mjög gaman afDavíð en hann kom mér ekki á óvart. Hann segir / Hún segir Var hann ekki bara ágætur? Hann kom mér ekki á óvart þvl við þingmenn höfum oft orðið vör við þennan eðlisþátt I honum. Hann geturmjög auðveldlega brugðið á leik og verið gamansamur og þarna sýndi hann þá hlið á sér. I Davíð hefur ekki verið ein tepra en það vita atiirsem hafa unnið með honum. Kolbrún Halldórsdóttir, Alþingismaður Vinstri grænna. Guðmundur Steindórsson var lögreglumaður í 27 ár. Hann slasaðist fyrir fimm árum og hefur verið öryrki síðan. Síðan þá hafa hlaðist upp skuldir. Hann er æfur yfir aðförinni gegn sér á meðan hann gat ekki unnið. Fyrrum lögreglumaöur gerður gjaldþruta vegna örorku „Ég fæ hvergi fyrírgreiðslu og er alls staðar skráður. Þetta er aftaka, en þó lifandi." Guðmundur Steindórsson, fyrrverandi lögreglumaður á Sel- fossi, á í baráttu við sýslumann sinn sem hann segir siðlausan fyrir að gera hann gjaldþrota. „Ég skulda gjöld frá árinu 1999 þegar ég veiktist. Ég hef ekki getað borgað þau gjöld sem á mig voru lögð meðan ég var óvinnufær,“ segir Guðmundur Steindórsson, sem lenti í ótrúlegu slysi nokkru eftir að hann hætti sem lögreglumaður. „Ég var að vinna á gröfu uppi í Lands- sveit. Ég stóð uppi á beltinu á gröf- unni og var að athuga olíuna þegar ég fæ á mig vindhviðu. Ég kastaðist upp í loftið og lenti á bakinu á malarplani. Ég lenti á grjóthnullingi og fékJc svo mikið högg á hryggjalið- inn að þeir stækkuðu og klemmdu mænuna. Ég þurfti að fara í upp- skurð vegna þess." Guðmundur var óvinnufær en gafst þó ekki upp. „Ég fór svo hrikalega illa fyrst þegar ég veiktist eftir slysið. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti ekki lyft hend- inni upp til að drekka úr mjólkur- glasi. Ég slasaðist 1999 og út frá því var ég lamaður öðru megin og þurfti að fara í mikla aðgerð þannig að tvö stykki voru höggvin úr hryggjarlið- unum til að losa upp mænuna. Síð- an náðist ég upp aftur með mikilli þjálfun. En 2001 veiktist ég aftur og fór inn á spítala. Þá þurfti að skipta um fjórar æðar og það náðist að endurvekja annað lungað. Þá var all- ur þróttur búinn," segir hann. Skuldir hlóðust upp Á meðan margþættum veikind- um Guðmundar stóð hlóðust skuld- irnar upp af fyrirtæki sem hann haf- ði stofnað utan um vörubílaakstur sinn. „Ég var aldrei í vanskilum áður. Nú skulda ég í kringum fjórar milljónir í gjöld með vöxtum. Hvað á maður að gera? Maður getur ekkert gert. Ég fæ hvergi fyrirgreiðslu og er alls staðar skráður. Þetta er aftaka, en þó lifandi," segir hann, og furðar sig á því að gera eigi hann gjald- þrota. Hann hefur mætt fyrir Hér- aðsdóm Suðurlands einu sinni. „Menn máttu biðja um frest eða halda áfram með málið. Niðurstað- an var sú að ég hafði ekkert fram að færa. Ég gat ekki borgað neitt og því varð bara að halda áfram með mál- ið. Nú er búið að loka öllum reikn- ingunum mínum, samt hef ég ekki verið boðaður í fyrirtöku fyrir gjald- þrot. En ég fékk leyfi til að opna einn reikning þar sem ég get fengið út- borgaðar örorkubæturnar," segir hann. Ráðist á liggjandi mann Guðmundur er orðinn 64 ára gamall og sér ekki fram á að geta borgað þau gjöld sem féllu á hann þegar hann gat ekki unnið. Hann hefur farið með mál sitt til umboðs- manns alþingis. Svo virðist nefni- lega sem Guðmundur hafi ekki feng- ið niðurfellt gjöld í þeim mæli sem vera ber þegar veikindi hamla fólki allri sjálfsbjörg. „Ábyrgðin liggur náttúrulega hjá mér að hafa ekki getað borgað þessar skuldir. Fólk er ábyrgt fyrir sínum skuldum. En ég var margbúinn að skrifa ríkisskatt- stjóra, síðan skrifaði ég skattstjóran- um á Hellu bréf. Ég fékk 60 þúsund í niðurfelld gjöld, sem var algert brotabrot. Samkvæmt skattalögum getur fólk sótt um að fá niðurfellingu á gjöldum og sköttum ef það veikist eða verður fyrir slysi. Það er almennt litið á það hér á Selfossi að þetta dæmi sé ákaflega lítilmannlegt. Það er verið að ráðast á liggjandi mann." jontrausti@dv.is Guðmundur Steindórsson Erf gjald- þrotameðferð vegna þess að hann varð veikur og gat ekki unnið. DV-mynd Valdimar Bragason/Dagskráin I ^ 1 1 T .. 6 l Einn vann 37 milljónir í Lottó - vinningsmiði keyptur hjá Shell á Akranesi Inga vill að lottókóngur bjóði henni til útlanda „Við rákum upp stríðsöskur þeg- ar við komum á vaktina og upp- götvuðum að við hefðum selt vinn- ingsmiðann. Það var kominn tími á þetta því við seldum síðast góðan miða árið 1996 en þá var vinningur- inn 10 milljónir," segir Inga Lilja Sigmarsdóttir, vaktstjóri í söluskála Skeljungs á Akranesi. Einn var með allar tölurnar rétt- ar í lottói helgarinnar og fær í sinn hlut 37 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum íslenskrar getspár var vinningsmiðinn keyptur hjá Skelj- ungi síðastliðinn miðvikudag, á milli klukkan 14 og 15, og er um að ræða tíu raða sjálfsvalsmiða sem kostar 750 krónur. „Vinn- ingshafinn hefur ekki gefið sig fram. Það er al- gengt að fólk taki nokkra daga í að jafna sig áður en Bergsveinn það hefur sam- Sampstedhjá band," sagði Lottó Vinningshaf- Bergsveinn Samp- ^nhafðiekkigefið sted, fram- ^framigær. kvæmdastjóri íslenskrar getspár, í samtali við DV í gær. Skaginn Hinn heppni keypti miða hjá Skelj- ungi á Akranesi milii kl. 2 og 3 á miðvikudag. Inga Lilja segir ómögulegt að átta sig á hver hinn heppni sé. „Við seldum gríðarlega marga miða þessa vikuna og sumir komu meira að segja nokkrum sinnum til að kaupa miða. Ég spyr alla sem koma til okkar í dag og er auðvitað að bíða eftir að vera boðið til útlanda," segir Inga Lilja sem sjálf gleymdi að lotta í öllum hamaganginum á laugardag. „Það er betra að einhver annar njóti þessa, ég hef það mjög gott sjálf." Vinningstölurnar voru 6, 9, 20, 26 og 35. Bónustalan var 7 og fengu sex manns 4 réttar tölur auk bónus- tölunnar. Það gefur 170 þúsund krónur í aðra hönd. Potturinn um helgina er einn sá stærsti í sögu lottósins - þ.e. sem fellur einum að- ila í skaut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.