Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 Fréttír DV Öfugt rit um stjórnarráð Hið nýútkomna þriðja bindi um Stjórnaráð fs- lands 1964-2004 barst ritstjóm DV í gær, aðeins tæpu hálfu ári eftir áætiað- an útgáfudag. f þriðja bind- inu er fjallað um tímabilið 1983 til 2004. f upphafi tímabilsins sat rfldsstjórn Steingríms Hermannssonar en í lok þess ríkisstjóm undir forsæti Davíðs Odds- sonar. Það var Bjöm Bjamason, formaður rit- stjórnar bókarinnar, sem sendi hana til DV. Sérstaka athygli vekur að hið veglega rit snýr öfugt í kápu sinní þrátt fýrir hina löngu töf sem varð á útgáfunni. Sigur Rós með fjögur fyrirtæki Hljómsveitarmeðlimir Sigur Rósar hafa hver um sig stofhað fyrirtæki. Jón Þór söngvari hljómsveitar- innar kallar sitt fyrirtæki Frakkur slf. Kjartan hljóm- borðsleikari rekur fyrirtæk- ið Tani túkall slf. Georg Hólm bassaleikari Gess slf. og Orri Páll trommari kallar sitt kompaní Pakkó slf. Tilgangur fyrirtækjanna fjögurra er að innheimta tekjur vegna afnota af höf- undarrétti drengjanna á tónhst sinni. 20 gámar af flugeldum Áætlað er að íslendingar skjóti upp álíka miklu magni flugelda nú og síð- ustu fjögur ár en mikil aukn- ing varð á flug- eldainnkaup- um lands- manna fýrir aldamótin síð- ustu. Almennt virðist fólk hafa haldið sig við aldamótá- skammtinn og hefúr hing- að til verslað jafn mikið og þá. Slysavamarfélagið Landsbjörg er stærsti inn- flytjandi flugelda á fslandi enda er flugeldasalan helsta tekjulind björgunar- sveitanna í landinu. Að sögn Valgeirs Elíassonar upplýsingafulltrúa Lands- bjargar er áædað að björg- unarsveitirnar flytji inn 20 gáma af flugeldum í ár sem hver er fjörtíu fet. Erna Guttormsdóttir, húsmóðir á Héraði, hlaut opið beinbrot þegar hún fór í sjómann við vinkonu sína á jólahlaðborði um helgina. Þær eru báðar miður sín vegna atburðarins. „Við settumst bara niður vinkonumar og tókum einn sjómann," segir Sólveig Guðmundsdóttir sem braut óvart höndina á vinkonu sinni Emu Guttormsdóttur á jólahlaðborði á veitinga- staðnum Svarthvítu hetjunni í Fellabæ á laugardagskvöldið. Sólveig harmar atburðinn mjög og segir ekki hafa shtnað upp úr vinskap þeirra þó svo að Ema hggi nú á sjúkrahúsi eftir að beinpípa í framhandlegg hennar hrökk í sund- ur við átökin og stóð út úr húðinni. „Ég held að ég hafi ekki orðið fýrir minni skaða en hún. Þetta var bara leikur sem endaði svona. Hún kennir mér ekki um það. Þetta hef- ur sennilega verið vitíaust átak á höndina þar sem átakið var ekki rnikið," segir Sólveig. Hún segir þær hafa verið í grfni og glensi ódrukkn- ar þegar þær ákváðu að taka einn sjómann sem endaði með þessum hræðilegu afleiðingum. „Við erum bara tvær húsmæður á Héraði sem vomm bara að leika okkur. Mér líður mjög iha yfir þessu,“ segir Sólveig sem heyrir ennþá hljóðið þegar beinið brotn- aði bergmála fýrir eyrum sér. „Þetta var andstyggilegt hljóð sem mig dreymir ennþá,“ segir Sólveig sem harmar þennan atburð mikið. Fjölmörg vitni vom að atburðin- um enda var fjömtíu manns á jóla- hlaðborði á Svarthvítu hetjunni á laugardagskvöldið. Anna Jónsdótt- ir, kokkur á staðnum, segir þetta hafa verið léttan leik á milli vin- kvenna sem endaði með þeim hörmungum að önnur er með opið beinbrot á framhandlegg. „Ég held að Sólveig hafi verið í meira sjokki en Ema sem lá bara á góifinu þang- að til sjúkrabíllinn kom. Hún áttaði sig ekkert á því hvað gerst hafði íýrr „Ég held að Sólveig hafi verið í meira sjokki en Erna sem lá bara á gólfinu þangað til sjúkrabíll- inn kom." en hún sá höndina snúa aftur. Þeg- ar DV hafði samband við Ernu í gær var hún á Akureyri þar sem verið var að rannsaka handlegg hennar. Hún vildi ekkert tjá sig um máhð að svo Stöddu. freyrííidv.is tauranL Sjómaður er skemmtilegur leikur Sem getur endað illa eins og dæmin sýndu á Svarthvítu hetjunni um helgina. Hérsjást tveir féiagar I sjómanni á Svart- hvítu hetjunni fyrir nokkru. Svarthvíta hetjan Fjörug- ur skemmtistaður Héraðs- búa var útataður blóði eftir sjómann tveggja húsmæðra. Úr götuskóm í sparikjól „Óska eftir hópi barna með ih- víga sjúkdóma með samstarf í huga. Tilboð óskast fyrir jól merkt: Saman getum við gert kraftaverk." Svona gæti auglýsingin hljómað frá blönk- um ópemsöngvara í peningaþröng. Guð hjálpar þeim sem hjálpast að söng Spflverkið þegar meðlimir þess vom ekki enn komnir í spariföt- in og gengu um bæinn á götuskóm. í Hallgrímskirkju á dögunum sungu nær allir einmitt þetta stef inni í sér. Nema náttúrlega sólósöngvararnir skælabrosandi sem sungu hástöf- um: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Það heyrði þó sem betur fer enginn á bekkjunum eða í kórnum því það ágæta fólk var sem sogað inn í veldi tilfinninganna. Algjörlega gaga. Þeir einu sem tóku undir með sjálfshjálparsveitinni á sviðinu vom kirkjuvörðurinn og hljóðmaðurinn sem heyrðu fýrir eyrum sér dásam- legan silfúrbjölluhljóm, lflcan þeim sem stafar af khngjandi reiðufé sem fehur ofan í stóra ldstu. Nú hefur Svarthöfði ekki hunds- vit á útíögðum kostnaði; kemur sér tfl dæmis sjálfur í og úr vinnu á hverjum degi og annast það sjálfur að skera ofan í sig matinn í mötu- neytinu. Er ekkert að mkka neinn sérstaklega fýrir það. Það kom því eilítið flatt upp á Svarthöfða að heyra hvernig útgjöld staurblanks stórtenórs uxu með ógnarhraða með hverri klukkustund sem hann hefúr haldist við á heima- landinu sem reyndist svo vera sama gamla skítapleisið eftir aha tilhlökk- unina. Er svo eftir nokkra daga viðkomu að tvöföld árslaun öryrkja hrökkva með naumindum fyrir uppihaldinu. Það er því ekki annað að gera en að húrra upp nýjum fiftí-fiftí tón- leikum í snatri. Það vantar mflljónir og það fljótt. Veist þú um böm í nauðum? Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara brjálæðislega fínt,* segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona.„Nú er desember mættur til leiks og ég er komin íjólastuðið. Ég small íþað um leið og fyrsti des. rann upp." Svaithöíöi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.