Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 32
I < ■* V f T1 Y ^ t í* íl^Jj C 0 t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. SKAFTAHLÍÐ 24, 105 REYKJJWÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000 • Útvarpsmaðurinn gamalkunni Ævar Kjartansson ætlar að breyta vinnustofu á Baldursgötu 12 og innrétta þar íbúð. Eigin- konaÆvars, Guðrún Krist- jánsdóttir mynd- listarkona, hefur haft starfsað- stöðu í húsinu á Baldursgötu. Kunnugir telja að Ævar og Guðrún sem búa á Nönnugötu hyggist ekki flytja sjálf á Baldursgötuna heldur sé íbúðin þar hugsuð fyrir upp- komin börn þeirra sem stunda nám í útlöndum. Ævar hefur þegar fengið samþykki sumra meðeiganda sinna fyrir áætlun- inni. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík er líka búinn að segja að allt sé þetta í lagi sín vegna... Brotinn armur réttvísinnar! Leikfélagsformaður æfur við RÚV Hótar að henda fréttamanni út af leikriti Formaður Leikfélags Reyðarfjarðar hefur látið þau boð út ganga að Birni Malmquist, for- stöðumanni RÚV á Austurlandi, verði meinaður aðgangur að lokasýningu á leikritinu Álagabænum, sem eins og DV hefur greint frá mun skarta ál- frúnni sjálfri, Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, í einu hlutverka. Ástæðuna segir Guðmundur Hraun- fjörð leikfélagsformaður vera áhuga- leysi RÚV á því starfi sem fari fram í leikfélaginu. Guðmundúr hefur auk þess hringt í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og kvartað yfir almanna- útvarpinu. „Ég er búinn að tala við útvarpsstjóra og skamma hann fyrir þetta," sagði Guð- mundur Hraunfjörö í nýút- komnum Austurglugga sem íjallar um málið. Reiði Guðmundar og leikfélagsmanna er að sögn Guðmundar tilkomin vegna meints áhuga- leysis svæðisútvarps RUV á Austurlandi á sýningum leikfélagsins og skorti á um- íjöllun um leikrit á vegum leikfélagsins. Segist Guðmundur ítrekað hafa reynt að fá Bjöm Malmquist og hans fólk til að koma á sýninguna og fjalla um hana en án árangurs. Dagskrárgerðarmenn hjá Ríkis- útvarpinu í Efstaleiti hafi þó sýnt starfi leikfélagsins áhuga. „Við komumst einu sinni í útvarpið en þá var það fyrir tilstilli Fréttamaðurinn „Nó komment, “ og „Egkýs að tjá mig ekki um þetta,“eru viðbrögð Björns Malmquist við ásök- unum Guðmundar leikfélagsformanns. málaútvarpsins," segir Guðmundur, augljóslega hneykslaður á áhugaleysi svæðisstöðvarinnar á Egilsstöðum. Hefur Guðmundur enda látið þau boð út ganga innan leikfélagsins að Bimi Malmquist og „krúi" hans verði meinaður aðgangur að lokasýningu leikfélagsins næstkomandi laugardag- að minnsta kosti ef erindið verður að taka upp og fjalla um leik- ritið fyrir útvarpið. „Það verða menn í dyrunum og þeir hafa fengið þá skipun að Björn verði látinn borga inn eins og aðrir. Hafl hann einhver tæki með sér verður hann afvopnaður," segir Guðmundur við Austurgluggann og meinar bersýnilega hvert orð. Björn Malmquist, sem leikfélagsformað- urinn hyggst meina að fjíilla um leikritið, er þögull um málefni leikfélagsins sem fýrr. „Ég kýs að tjá mig ekki um þetta,“ segir hann. Herskái leikfélagsformaðurinn Guð- mundur Hraunfjörð hótar að henda Birni Malmquist út af ieiksýningu á Reyðarfirði næsta iaugardag vegna skorts á umfjöllun um leikrit.„Hafi hann tæki með sér verður hann afvopnaður/segir Guðmundur. Sækir sýknu með annarri hendi „Ákæran gegn skjólstæð- ingi mínum er nú þannig ég get hér hæglega haldið fram sýknu með annarri hendi," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður manns sem ákærður er fyrir að aðstoða son sinn við inn- flutning átta kílóa af hassi. Maður- inn segist sjálfur hafa sótt dekk . sem í voru hasskílóin átta í þeirri trú að um væri að ræða dekkjaprufur sem sonur hans hygðist flytja inn. Það var þó ekl af drambi einu saman sem Sveinn kvaðst fá skjólstæðinginn sýknað- an með annarri hendi því fyrir því eru læknisfræðilegar ástæður. Sveinn varð nefnilega fyrir því óhappi á mánudagsmorgun falla í hálkunni sem þá breiddi úr sér yfir stræti og torg höfuðborgarinnar. Því mætti hann með hönd - í fada - í héraðs- dómi á þriðjudag. Sveinn bar sig nokkuð vel eftir byltuna en má reikna með að þurfa að hlífa vinstri sinni í nokkurn tíma. Hægrimaður með vinstri í fatla Sveinn Andri / héraðs- dómi i fyrradag. Sigurjón frjálslyndi látinn blása Sigurjón Þórðarson, alþingis- maður frjálslyndra, hefur verið stöðvaður tvisvar af lögreglu síðustu vikur og látinn blása í áfengismæli. Varla þarf að taka ffam að þingmað- urinn var allsgáður. „Ég var að koma af landsmóti um miðjan sunnudag þegar ég var stöðvaður. Síðan var ég stöðvaður á leiðinni upp á flugvöll. í bæði skiptin var ég bláedrú," segir hann. í seinna skiptið beindi hann spurningu að lögreglunni: „Af hverju eruð þið alltaf að láta mig blása?" Hann veltir fyrir sér hvað veldur. „Kannski er þetta aksturslag- ið, en ég hef sloppið tiltölulega áfallalaust í gegnum umferðina. Það er spuming hvort þetta sé eitthvað umferðarátak sem snýst gegn viss- um þingmönnum." Þingmenn, sem aðrir, hafa verið gripnir fyrir ölvunarakstur í gegnum tíðina. Til að mynda sat einn þing- maður í fangelsi í upphafl kjörtíma- bilsins fyrir að aka ölvaður, en það Sigurjón Þórðarson Hefur tvisvarþurft að blása í áfengismæli slðustu vikurnar. var Gunnar örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Sigurjón segir að sér leiðist ekkert að blása. Hann er þekktur sund- kappi úr Skagafirði og nýtur þeirrar reynslu. ORIENTAL RESTAURANT UGAVEG119 Hollustuna heim! Hollur og góður kínamatur, stórir skammtar - beint heim til þín. TILBOÐ 1 K TILBOÐ 2 | Djúpsteiktar rækjur WOK steikt svínakjöt í # TIGER-sósu • Kínverskar eggjanúðlur • mi kjúklingi og grænmeti • Nautakjöt m/bambus # og kinasveppum « Hrísgrjón og súrsæt • sósa • • Djúpsteiktar rækjur YU SIANG kjúklingur Lambakjöt m/ostrusósu WOK steikt svínakjöt í TIGER-sósu Hrísgrjón og súrsæt sósa 1.245 á mann 2.490 fyrir tvo 1 1.345 á mann 1 2.690 fyrir tvo p TILBOÐ 3 Rifjaveisla WOK steikt svínarif í TIGER-sósu Hrísgrjón Poki af MAARUD flögum fylgir 1.150 á mann 2.300 fyrir tvo BARNABOX 2 kjúklingaleggir, franskar og kokkteilsósa KINDER egg fylgir 600 á mann 2 LCOKE OG RÆKJU- FLÖGUR FYLGJAí „TAKE AWAY“ STAKIR RÉTTIR 1. Indókína súrsætar rækjur 1.050 15. Kanton svínarif 1.250 2. Djúpsteiktur humar m/súrsætri sósu 1.570 16. Séreldað lambakjöt m/Pekingsósu 1.395 . 3. Eldsteiktur humar m/hvítlauk og grænmeti 1.570 17. Lambakjöt í alvöru Malasíu karrýi 1.395' 4. Hainan humar, aðal humar kínahverfisins 1.570 18. Súrsætur kjúklingur 1.350 5. Djúpsteikt ýsa m/súrsætri sósu 1.195 19. Kjúklingur m/brokkólí og hvítlauk 1.350 6. Pönnusteiktur fiskur m/grænmeti chop suey 1.195 20. Kjúklingur m/hnetusósu 1.350 7. Snöggsteiktur smokkfiskur m/chilli sósu 1.195 21. Steikt Kanton hrísgrjón m/kjúklingi 950 8. Súrsætt svínakjöt 1.250 22. Singapore steikt hrísgrjón 950 9. Kanton svínakjöt won ton 1.250 23. Steiktar núölur m/kjúklingi 950 10. Svínakjöt m/ostrusósu chop suey 1.250 24. Hong Kong eggjanúðlur 950 11. Nautakjöt m/ostrusósu 1.395 25. Steiktar núðlur m/nautakjöti 950 12. Nautakjöt m/svartbaunasósu 1.395 26. Kjúklingafylltar vorrúllur 950 13. Nautakjöt m/svartpiparsósu 1.395 27. Snöggsteikt grænmeti m/tofu og kínasveppum 950 14. Lambakjöt m/ostrusósu 1.395 FRÍ HEIMSENDING Lágmarkspöntun er kr. 1.900.- en kr. 4.000.- í Hafnarfjörð. Opið: mán.-fim. 12-22, fös. og lau. 12-23, sun. 17-22 PONTUNARSIMI 552 2399

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.