Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 Fréttir VfV Leikurog dráp íTexas Veiðimaður í Texas vill gefa þeim sem spila tölvuleiki möguleika á því að drepa í raun- veruleikanum með því að nota tölvumúsina. John Lockwood hefur þegar tengt byssur við netið svo fólk geti skotið á lif- andi skotmörk á búgarði hans í Texas. Að sögn New York Post vill hann nú að þeir sem áhuga hafa á slíku geti skotið á veiðidýr á búgarðinum í gegnum vefsíðu hans live- shot.com. Ætlunin er að allt verði klárt efdr nýár og geta menn reynt fyrir sér í skot- fiminni fýrir 40 dollara á tím- ann. Það kostar þó 1.000 doll- ara ef einhveijum tekst að drepa eitthvert af dýrunum á búgarðinum. Besti hrekk- urYaleí sögunni Stúdentar við Yale-há- skólann hafa framið besta hrekk í 121 árs baráttu- sögu slíkra hrekkja gegn erikóvinunum í Harvard- háskólanum. Stúdentamir dulbjuggu sig sem klapplið frá Harvard og héldu á næsta körfuboltaleik Harvard-liðsins. Þar báðu þeir stuðningsmenn liðs- ins að halda á stórum spjöldum með bókstöfum og sögðu þeim að þegar þeim væri haldið á loft myndaðist setningin „Afram Harvard". Stuðn- ingsmenn liðsins hinum megin á vellinum lásu hins vegar orðin „Við erum ömurlegir" þegar spjöldin fóru á loft. Martini á milljón Kannski ekki alveg milljón kr. en nálægt því samt og vissulega mun þessi Martini gera þig hrærðan en ekki hristan. Martini- drykkurinn er á mat- seðli Algonquin-hót- elinu í New York og kostar 10.000 dollara. Hann kemur með einum einasta ísmola sem er demantur frá skart- gripaverslun hótelsins. Enn hefur enginn keypt sér kokk- teilinn en forráðamenn hót- elsins vona að einhver vænt- anlegur brúðgumi muni faila fyrir þessum drykk á næst- unni og nota hann sem hluta af bónorði. Viðtal við útvarpsmanninn Freysa í tímaritinu Vamm hefur hlotið harða gagnrýni og dugað til umQöllunar í Dægurmálaútvarpi Rásar 2 tvo daga í röð. Baldur Bald- ursson, framkvæmdastjóri Vamm, sakar umsjónarmenn Dægurmálaútvarpsins og viðmælendur þeirra um að hvetja til ritskoðunar. „Þetta er ekkert annað en ritskoðun, segir Baldur Baldursson, framkvæmdastjóri tímaritsins Vamm. Baldur sakar umsjónar- menn Dægurmálaútvarpsins um að kalla sig í viðtal undir því yfir- skyni að „taka létt spjall um blaðið“ en viðtalið hafi svo meira líkst yfirheyrslu og sé ekkert annað en ritskoðun. Barnaheill lýsa vanþóknun á efni viðtalsins og Dægurmálaútvarpsmenn vísa í orðabók Menningarsjóðs og ásökunum Baldurs sömuleiðis á bug. „Þetta er í raun svipað og þegar allt ætlaði vitíaust að verða þegar Elvis Presley leyfði sér að hreyfa á sér mjaðmimar í sjónvarpi," segir Bald- ur, ritstjóri Vamm, um þau hörðu viðbrögð sem opnuviðtal nýjasta tölublaðs Vamm hefur vakið. Ritskoðun ríkisins Viðtalið við Freysa hefur tvo daga í röð verið tekið til umfjöllunar í Dægurmálaútvarpi Rásar 2. Fyrst voru Baldur og Halldóra Þorsteins- dóttir, ritstjóri blaðsins, kölluð til. „Páll Ásgeir hringdi í mig og bað mig um að koma í viðtal. Ég spurði hann að því hvað hann vildi ræða og þá sagði hann mér að við tækjum bara nett spjall um blaðið," segir Baldur og vandar Páli ekki kveðjurn- ar eftir sjálft viðtalið. „Svo þegar við komum í viðtalið átti greinilega að grilla olckur krakkana á einhverju lögfræðilegu smjatti þar sem við vorum sökuð um Jdám og viðbjóð og þetta eina viðtal, sem menn ættu augljóslega að fatta að er grín og í takt við karakterinn, var það eina sem komst að. Hann hreinlega bannaði okkur að ræða annað efni í blaðinu til að vísa í að hér væri ekkert klámblað á ferðinni," segir Baldur. Vill svipta sig lífi Viðtalið sem Erpur Eyvindarson tók við útvarpsmanninn Freysa hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. í viðtal- inu eru meðal annars lýsingar á kynlífi útvarpsmannsins, sem sam- kvæmt viðtaíinu er mikill aðdáandi þvagleikja ýmiss konar í kynh'fi sínu, Umdeilt tölublað Forsíða nýjasta tölublaðs tímaritsins Vamm og mynd afopnuviðtalsefni blaðsins, útvarpsmanninum Freysa. auk þess sem hann hvetur fólk til að halda „rænum bensíni daginn" í stað bíllausa dagsins, sem viðbrögð við samráði olíufélaganna. Ennfremur er haft eftir Freysa í viðtalinu að hann hyggist svipta sig lífi, segir reyndar að sjálfsmorð séu ömurleg en hann vilji frekar gera það sjálfur en láta aðra drepa sig. „Ég ætíaði mér ekki að fara að rit- skoða manninn, allra síst þegar grín- ið er jafn augljóst og þarna. Mitt hlut- verk sem blaðamanns er að koma til skila sem heildstæðastri mynd af orðum viðmælandans, jafnvel þótt hann sé með kjaft og kaldhæðið grín," sagði Erpur. LtvavajM Framkvæmdastjóri Vamm Baldur Baldursson telurað umsjónarmenn Dægurmálaútvarpsins hefðu bannað mjaðmahnykki Elvis Presley á sínum tíma. Vond áhrif á ungt fólk „Þetta viðtal fer yfir velsæmis- mörk að mínu mati. Þama er verið að ræða um sjálfsmorð og kynlífi lýst á hátt sem ég held að gefi mjög ein- kennilega mynd af því í augum ungs fólks. Það má vel vera að menn skU- greini þetta sem grín en út frá upp- eldislegu sjónarmiði er þetta eldd sniðugt," segir Kristín Jóhannsdóttir, ffamkvæmdastjóri Barnaheilla. „Ef það er velsæmið sem menn vilja sldlgreina þá verða menn að taka þá umræðu," segir Kristín ennfremur. í yfirlýsingu frá umsjónarmönn- um Dægurmálaútvarpsins segir að ummæli útgefanda Vamm um að- draganda viðtals við hann og ritstjóra blaðsins á Rás 2 séu í besta falli skáld- skapur. „Varðandi ritskoðun þá bendum við útgefanda á íslenska orðabók. Það að kalla tvo ábyrgðar- menn tímarits í viðtal um stefnu blaðsins og efrii og gefa þeim þannig færi á að útskýra mál sitt á augljós- lega eJckert skylt við ritskoðun," segir í yfirlýsingu frá þeim Sigtryggi Magnasyni og Páli Ásgeiri Ásgeirs- syni, umsjónarmönnum Dægur- málaútvarpsins. helgi@dv.is Hallbjörn Hjartarson „Útvarpið er alltafí gangi á 96,7,102,1 og 100,7," segir Hallbjörn Hjartarson í Kán- tríbæ.„Það er hugmynd að hrjá mig um að gefa út Kántrl n f nmnnmai Landsíminn ingu um foreldra mína. Svavar Gests gerði einu sinni plötu með þessum gaursem hét Hallbjörn syngureigin lög og hugmyndin mín er að endur- gera þá plötu þar sem öll lög- in verða sungin sem kántrl. Ég gæli við að fá þrjá til fjóra gestasöngvara en vil ekki segja hverjir þeir verða. “ Ingvild Engesland í slæmu máli Hollenska leikkonan Georgina Norsk skíðadrottning sér eftir nektarmyndum I vikunni birtu flestar vefsíður í Noregi a.m.k. eina nektarmynd af skíðadrotmingunni Ingvild Engesland daginn eftir að myndasería með henni nakinni britist í klámblaðinu LEK. í sex síðan umfjöllun LEK kemur hin 22 ára Ingvild fram nakin á einum tíu mynd- um en hún er annars þekktust fýrir hæfni í skíðagöngu og þykir í hópi fremstu skíðakvenna Noregs í þeirri grein. „Ég vonaði að það yrði enginn úlfa- þytur í kringum þessar myndir en nú sé ég sárlega eftir öllu saman," segir Ingvild í samtali við norska dagblaðið VG. Þar að auki er hún sárreið blaða- mönnum LEK vegna textans sem fylgir myndunum en hann fjallar að mestu um kynlífsvenjur Ingvild. Textann segir hún vera uppspuna frá rótum. Nakin skfðadrottning „Ég vonaöi að það yrði enginn úlfaþytur í kringum þessar myndir ennúséég sárlega eftir öllu saman. “ „Ég hafði samþykkt myndimar en ekJd textann og ég fékk ekld tækifæri til að lesa textann yfir eins og mér var lofað," segir skíðadrotmingin. Ritstjóri LEK segir aftur á móti að hann hafi í höndunum samning sem Ingvild undirritaði um umfjöllun blaðsins og með þeirri undirskrift hafi hún samþyklct allan pakkann. Gegnumlýst brjóst hennar sögð ólögleg Hollenska leilckonan Georgina Verbaan setti ný- lega röntgenmyndir af brjósmm sínum á heima- síðu sína til að sanna fyrir löndum sfnum að brjóstin væm „au naturel" og að hún hefði alls ekki farið í brjósta- stækkun eins og margir héldu fram. Nú er komið babb í bátinn því Georgina hefur verið ásölcuð um að brjóta lög með því að sýna þessar myndir. Málið hefur hlotið mikla umfjöllim í vikamni í hol- Þau eru ekta Málið hefur hlotið mikla um- fjöllun í vikunni i hol- lenskum fjölmiðlum sem kalla það „Boobgate"-hneykslið. lenskum fjölmiðlum sem kalla það „Boobgate"-Jineykslið. Það nýjasta er að samtök röntgenfræðinga hafa lagt fram kæm á hendur Georginu fyrir myndbirtinguna. Þeir segja að það sé ólöglegt að nota röntgenmyndatækni nema í lækningum samkvæmt hol- lensJcum lögum. Samtökm óttast þar að auki að fleiri konur fylgi í kjölfarið og fari í röntgenmyndatölcu bara til að sanna að þær hafi ekki heldur farið í brjóstastækkun. Boobgate-málið hefur grasserað í nokkum tíma í Hollandi eða eftir að nektar- myndir af Georginu birtust í Playboy-tímaritinu. Hún var áður þekkt sem stjama í vin- sælli sápuópem þar í landi og þótti mörgum mikið misræmi á milli stærð- ar brjósta hennar þar og eins og þau birtust í Playboy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.