Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 20
* 20 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 Sport XXV Spáð í spilin i korfunm Ekki er hægt að segja að lið KFÍ hafi verið á allra vörum í Intersport-deildinni í körfuknattleik í vetur. Engu að síður er stefna liðsins öðrum til fyrirmyndar og eru menn þar á bæ sannfærðir að hún muni skila sér þegar þar að kemur. C' sigur- strang legra gegn Snæ- felli. KFÍ-UMFG Tnii menn á kraftaverk á ísa- firöi, þá er tíminn núna. Það er ekki seinna vænna fyrir ísfirð- inga að næla sér í sigur og er Grindavík tilvalið fómarlamb. Þar á bæ hafa menn ekki átt góðu gengi að fagna og voru óheppnir að missa frá sér Justin Miller sem þurfti frá að hverfa vegna veik- inda f Qölsky'ld- i unni. Grindvíking-1 ar em engu að sfð-1 & ur sigurstranglegri 1 w gegn KFÍ sem er, \ Jt. (J þrátt fyrir aðdáun- fg/Þ' arverða stefnu, / ÍF' ''•'jmaxffi með verst mannaða lið deildarinnar <4a fvetur. m, ''%£&■ . I Haukar-Hamar/Selfoss Hamar/Selfoss er búið að ná sér á ágætis skrið eftir slaka byrjun í deildinni. Liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð, þ.á.m. var glæsileg- fg* ur sigur gegn ís- 4 lands- i r meistara Kefiavíkur í síðustu umferð og naumur sigur á úti- velli gegn KR í bikamum. t Haukarnir hafa verið köflóttir í vetur en með ráðningu Bandaríkja- mannsins Damon Jay Flint vonast menn þar á bæ til að geta rétt ræki- lega úr kútnum. Ham- ar/Selfoss er líklegra tii _—^ sigurs og mega Haukar gera ráð fyrir nokkurra leikja aðlög- unartíma fyrir nýja leik- manninn. Fjölnir-Snæfell Snæfell lék ekki vel gegn Keflavík í bikarnum um síðustu helgi og vill vafalaust hrista þann leik af sér. Leikmenn Fjölnis vilja að sama skapi jafiia sig á sáru tapi gegn Njarðvfk f síðustu umferð þar sem Fjölnir missti unninn leik í framleng- ingu og Njarðvíkingar höfðu betur. Vegna launaþaksins neyðist Snæfell til að hvíla ehm af launuðu leilonönnum sínum sem gæti skipt sköpum gegn ' ‘ ^ Fjölni en bæöi / \; Skallagrímur og / Grindavík : hafa legið >. í valn-/ ; \ um í| 4$ j| i Grafar- í | i vogioger ' ;* J því Fjöln- ; M MIP0* isliðið ii—m Erum engin grey Körfuknattleikslið KFÍ á ísa- firði hefur ekki riðið feitum hesti frá Intersport-deildinni það sem af er vetri. Stefna fél- agsins er ólík því sem gengur og gerist annars staðar, uppi- staða liðsins eru heimamenn og er liðið aðeins með einn Bandaríkjamann í sínum röð- um. Þegar átta umferðum er lokið er KFÍ í neðsta sæti deildarinnar án stiga og verð- ur við ramman reip að draga hjá liðinu ef fer sem horfir. Guðjón Már Þorsteinsson, for- maður körfuknattleiksdeildar KFÍ, segir andrúmsloftið innan liðsins vera frábært, þrátt fyrir að á móti hafi blásið. „Við spiíum á ísfirsku strákunum okkar sem eru að fá gríð- arlega reynslu og eru líka að standa sig frábærlega í drengjaflokknum," sagði Guðjón. „Þeir voru til dæmis að vinna Keflavík með 23 stigum og Skallagrím með 33 stigum. Hér erum við að hugsa um framtíðina, frekar en daginn í dag eins og mörg önnur lið gera og þessi úrslit sýna að framtíðin er í góðum höndum. Ég brosi bara út í annað þegar fólk er að tala um greyið ísfirðingana. Við vit- um upp á hár hvað við erum að gera og hér er horft til framtíðar. Við erum engin grey." Ekki sannir íþróttamenn Mikil umræða hefur skapast um launaþak liða og margir tekið svo stórt upp í sig að segja að flest liðin í deildinni séu að brjóta reglurnar varðandi launaþakið. Guðjón hefur eitt og annað að segja um það mál og sendir mönnum tóninn. „Þetta var sett til að fyrirbyggja að liðin væru að eyða um efni fram og er ekki til að hegna einum eða nein- um. Þeir sem svindla á þessu verða að eiga það við sína samvisku. Á endanum eru þeir bara að svindla á sjálfum sér og sínu bæjarfélagi og eru ekki sannir íþróttamenn. Á þinginu í Stykkishólmi þegar launa- þakið var sett á var einmitt hópur manna að tala um launþakið og kom upp sú hugmynd að borga undir borðið. Ef einhver yrði staðinn að slíkri hugmynd í stjórninni okkar myndi hann segja af sér. Svo alvar- lega tökum við á þessu. Ég er mjög hreykinn af að geta sagt þetta." Mörg lið í rugli Að sögn Guðjóns geta önnur fél- ög á íslandi tekið sér KFÍ til fyrir- myndar varðandi uppbygginguna og nefnir nokkur félög sem víti til varnaðar. „KR-ingar hafa verið ; með frábæra leikmenn sem hafa bara farið vegna þess að þeir fengu ekki að spila fyrir sitt eigið fé- lag. Mér finnst það mjög sorglegt sérstaklega í ljósi þess að félagið hef- ur verið þekkt fyrir að vera með sterkustu yngri flokkanna á landinu en samt hefur KR alltaf verið í því að fá menn til sín frá öðrum liðum," segir Guðjón. Besti leikmaður KF( í vetur Bandarlkjamaðurinn Joshua Helm sem sést hér í baráttu við landa sinn, Anthony Glover hjá Keflavík, er stiga- hæsti leikmaður Intersport-deildarinnar I körfuknattleik og það má meö sanni segja aðhann sé algjöryfirburðamaður I ungu liði Isfirðinga. Mynd/Bæjarins Besta „Tindastóll er annað gott dæmi. Ég sé ekki tilganginn í því að halda því til streitu að safna skuldum líkt og þeir hafa gert og síðan er þetta bara bóla sem springur. Ef þú hefur ekkert að byggja á, hvað verður svo? Þessi úrslitsýna að framtíðin er ígóðum hönd- um. Ég brosi bara út í annað þegar fólk er að tala um greyið ísfirðingana. Við vitum upp á hár hvað við erum að gera og hér er horft til framtíðar. Við erum engin grey. Þú getur ekki endalaust safnað skuldum. Tindastóll hefur í gegnum tíðina haldið mjög vel á málum varðandi yngri flokka og búið til frá- bæra leikmenn eins og Ingvar Orm- arsson, Svavar Birgisson og Axel Kárason. Tindastóll greinilega ekki í góðum málum núna." Galdur að tapa En hver ætíi stefna ísfirðinga sé haldi KFÍ áfram að tapa og stefnir í óefni? „Eins og staðan er núna er engin breyting í sjónmáli," segir Guðjón ákveðinn. „Hins vegar ef upp koma einhver meiðsli og ef við myndum missa einhverja af okkar stærstu mönnum, sem við megum ekki við, þá myndum við endur- skoða það en það yrði í algjörri neyð. Strákarnir eru að læra að tapa sem er mikilvægt ferli í boltanúm. Það er rosalegur galdur að kunna að tapa. Þegar þú ert búinn að því og ert byrj- aður að vinna, þá ert kominn með mikinn og góðan grunn. Fólk hér á ísafirði er mjög ánægt með hvernig við stöndum að þessu öllu saman sem skiptir okkur miklu máli," sagði Guðjón Þorsteinsson. sXe@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.