Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 21
I DV Sport FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 21 Spáð í spilin í körfunni Keflavík - Skallagrímur Fátt virðist geta stöðvað Keflavík þegar liðið smellur saman en milli frábærra leikja í bikarkeppni Evrópu hefur liðið samt dottið niður í algjöran forarpytt og tap- aði gegn Hamri/Selfossi í síðustu umferð á útivelli. Skallagrím- Æ ur hefúr sýnt að lið- | ið getur hæglega strítt toppliðum deildarinnar og tapaði með einu stigi gegn Njarðvík á heimavelli. Grípi einhver værukærð um sig hjá Keflvík- ingum gætu Skallagrímsmenn átt möguleika en tvö stig hafa hing- að til ekki verið auðsótt á heima- völl Keflvíkinga og fátt sem bendir til að það geti breyst. | ÍR-KR KR hefúr valdið vonbrigðum það sem af er og ef undanskil- inn er sigur gegn þreyttum Kefl- víkingum í 7. umferð þá er ekki hægt að segja að dýrðimar hafi verið miklar í Vesturbænum í vetur. Það sama má segja um ÍR-inga sem hafa vermt neðri hluta deildarinnar fram til þessa. Þó hefur verið einhver stígandi í ÍR-Iiðinu og hefur Theo Dixon fiallið vel inn í leik liðsins í fyrstu þremur leikjum sínum. ÍR er lfldegra til sigurs gegn erkifjendunum í KR. Tindastóll - UMFN Á árum áður bitu Sauðkræk- ingar frá sér með blóðugum kjafti ef liðin hættu sér of ná- lægt sigri á þeirra heimavelli. Nú er öldin önnur og vængbrot- ið lið Tindastóls má muna sinn fifil fegri. Njarðvík hefur fatast flugið eftir að hafa unnið fyrstu sex leiki deildarinnar. Liðið tapaði fýrst gegn Snæfelli á heima- ^ __ . * J| velli og rétt - V- , / marði Fjölni í fram- ýp-"" *' lengingu. Hinir grænu » — .: eiga þó ör- uggan sigur fýrir hönd- & um ef liðið % u næraðleika A Tt sinn leik. — Hraðflutningafyrirtækið DHL mun styrkja Handknattleiks- sambandið næstu þrjú árin og mun efsta deild kallast DHL deildin þann tíma. Verðmæti samningsins er á annan tug milljóna króna eða sex til sjö milljónir á ári hverju. Það hefur gengið illa hjá Handknattleikssambandi ís- lands að finna styrktaraðila fyrir efstu deildir karla og kvenna á þessu tímabili. Þeirri þrautagöngu lauk þó í gær þegar ljóst var að DHL mun styrkja deildirnar næstu þrjú árin. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir okkur og íþróttina í heild sinni," segir Einar Þorvarðason, fram- kvæmdastjóri Handknattleikssam- bands íslands, eftir að handsalaður var nýr styrktarsamningur HSÍ og DHL hraðflutningafyrirtækisins til næstu þriggja ára. Um stóran dag var að ræða fyrir HSÍ því ekki eingöngu fengu þeir langan samning við DHL heldur einnig enn lengri samstarfssamning við Ríkisútvarpið sem skuldbatt sig til að sýna frá handboltanum með svipuðu móti og verið hefur næstu flögur árin. „Þama er um lengri samninga að ræða en venjan hefur verið og það er jákvætt hvað varðar það að á meðan getum við einbeitt okkur að öðrum verkefnum. Það fé sem við fáum með þessu móti fer þangað sem þess er þörf hverju sinni og gleðiefni að íslensk fyrirtæki á borð við DHL skuli sjá sér hag í að taka þátt með þessum hætti.“ Þakklátir Remax Aðspurður hvort ekki hefði kom- ið til álita að framlengja samning sambandsins við Remax, sagði Einar að það hefði einfaldlega ekki verið áhugi til þess þegar upp var staðið. „Við emm þakklátir fyrir þann stuðning sem við fengum þar og hann kom sér vel en það var álit beggja að framlengja hann ekki heldur leita til nýrra aðila." Þeir nýju aðilar eru DHL en þeir Skrifað undir samninginn í gær Þórður Kolbeinsson, forstjóri DHL, og Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Islands, sjást hér skrifa undir samninginn góða i gær. DV-mynd Vilhelm styrktu um tíma Körfuknattleiks- sambandið. „Sá samningur kom vel út fyrir okkur og reynsla okkar af því að tengjast íþróttum af einhverju tagi er góð,“ sagði Þórður Kolbeins- son, forstjóri DHL á íslandi. „Körfuboltinn er vinsæl íþrótta- grein og handboltinn er enn stærri hér á landi og þjóðaríþrótt íslend- inga og það er heiður að fá að taka þátt í að styrkja hana enn frekar. Án þess að ég vilji gefa upp nákvæmar tölur um verðmætið þá verður þetta eitthvað á annan tug milljóna þegar upp verður staðið. Við væntum góðs af þessari fjárfestingu en fýrst og fremst er þetta stuðningur við hand- boltann." Ríkisútvarpið mun einnig gera vel við handboltann næstu fjögur árin en annar samningur þess efnis var einnig undirritaður í gær. Lárus Guðmundsson, frá íþróttadeild RÚV, segir jákvætt að hafa tryggt þetta efni til handa þeim sem áhuga hafa en vildi ekki meina að meira yrði að gert hvað handboltann varð- ar. „Það má kannski segja að við horfum til þess að gera efninu enn betri skil en verið hefur án þess þó að gera meira úr honum enda sinn- um við handboltanum vel í dag og munum gera áfram." Samningur HSÍ og DHL gildir bæði um efstu deildir karla og kvenna og munu báðar deildir bera nafh fyrirtækisins næstu árin. albert@dv.is Olafur Ingf bjartsýnn Ólafur Ingi Skúlason, Ieik- maður Arsenal, er bjartsýnn á að hann verði orðinn liðsmaður hollenska liðsins Groningen innan tíðar. Groningen og Arsen- al hafa náð samkomulagi um kaupverð á Ólafi Inga en hann hefúr ekki enn fengið leyfi frá Arsenal til að ræða um persónu- legan samning. Hann sagðist þó búast við því að það myndi gerast á næstu dögum. „Erfiðasti hjallinn er að baki fýrst félögin hafa náð saman þannig að ég er tiltölulega ró- legur,“ sagði Ólafur Ingi sem er reyndar meidd- ur þessa dagana. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau hafa verið þrálát. Ég tel samt ekki að þau muni hafa nein áhrif á félagaskipti mín til Groningen," sagði Ólafur Ingi. Brann með tilboðí Kristján Örn Norska úrvalsdeildarliðið Brann hefur gert KR-ingum tilboð í landsliðsmanninn Kristján Örn Sigurðsson. Þetta staðfesti Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR Sports í gær en Kristján öm var til reynslu hjá Brann fýrir skömmu. Kristján Öm sagði í samtali við við DV í gær að Brann væri mjög j spennandi félag enda eitt það besta í Noregi og hann væri tilbúinn til að fara ef félögin næðu samkomulagi. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við KR og hefúr ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Brann er eitt af stærri liðum Noregs og varð meðal aimars bikarmeistari á dögunum auk þess sem liðið hafnaði í ^órða S ' sæti norsku / . * úrvalsdeildar- \ / innaránýaf- l.t. *J§É stöðnu tíma- [ bili. i'' Tíraaritiö fókus fylgir DV á morgun Raknarong Plötusnúður og kart stjóri á Kaffisetr: Vann í „sweat shop“á Talandi Sameinumst - hjalpum þeim Hvernig vari nýja Hjálparsveitinf I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.