Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 11 Síldarmet á Djúpavogi íbúar á Djúpavogi fagna því að fyrir réttri viku náðist það takmark hjá stærsta vinnuveitanda staðarins, Búlandstindi, að salta 30 þúsund tunnur á yfirstandandi vertíð. „Fyrirtækið er nú þegar búið að slá fyrri met í einstökum framieiðslu- þáttum í síldarvinnslunni,“ segir á heimasíðu hreppsins sem færði Búlandstindi gjöf af þessu tilefni. „Með þessu vildum við sýna fyrirtækinu og starfsfólkinu, hve mikilvæga við teljum starfsemi þess fyrir samfélagið hér," segja fulltrúar hreppsins. Gengið held- uráfram að hækka Gengi krónunnar hækkaði um 0,4% í fyrradag í líflegum við- skiptum. Gengisvísital- an fór undir 118 stig og stóð við lok dags í 117,95 stigum. Krónan var sett á flot í byrjun árs 2001 og hefur gengi hennar ekki verið hærra frá þeim tíma og reynd- ar ekki síðan í nóvem- ber 2000. Mikið inn- flæði erlends lánsfjár hefur verið að valda hækkun krónunnar síð- ustu daga en það inn- flæði byggir á miklum mun á innlendum og erlendum skammtíma- vöxtum og væntingum um að sá munur muni aukast á næstunni sam- hliða frekari vaxtahækk- unum Seðlabankans. Greining íslandsbanka segir frá. Fólk á að læra að segja wtakk" Eins og flestir hafa sennOega getað lesið út úr síðustu tveimur pistlum mínum, þá er ég með- limur í Slysavamafélaginu Landsbjörgu. Ég hef verið að ganga í hús héma á Eskifirði fyrir félagið, að selja jólakort í fjáröflunarskyni. Sigríður Rósa Kristinsdóttir skrifar um viömót fólks gagnvart sölumönnum. Skrifstofukonan segir Eins og eðlilegt er hefur mér ver- ið tekið misjafnlega vel í þessari fjáröflun. Flestir hafa þó tekið mér mjög vel. Það er þó eitt sem fer sérstak- lega í taugarnar á mér við þetta allt saman, og það er, að þegar fólk vill ekki kaupa af mér, að það skuli ekki geta sagt bara „NEI TAKK“. Faðir minn sagði mér að hann hefði heyrt haft eftir einhverjum sölumanni, að það næstbesta sem sölumaður heyrir, er „NEI TAKK!“ (Það besta er auðvitað „JÁ TAKK“) Ég veit því miður ekki hver á þessa góðu setningu en þetta er alveg rétt! Þetta á einnig við um mig, sem geng hús úr húsi og er að reyna að selja jólakort. Mér kemur ekkert við hvort fólk ætli að föndra kortin sín sjálft, eða senda kort með mynd af börnum eða barnabörnum. Mér kemur heldur ekkert við hvort fólk er búið að kaupa svo mikið af kortum að þau eru í haugum inn á eldhúsborði eða að það ætli ekki að senda jóla- kort. Ef fólk vill ekki kaupa kortin af mér, þætti mér vænt um að það segði bara „NEI TAKK". Það er að mfnu mati er mun heiðar- legra en að finna sér einhverjar afsakanir. Mér finnst það bara geta orðið vandræðalegt og hall- ærislegt. Ég geri mér fyllilega grein fyr- ir því að einhverjir sem eru að af- saka sig hefðu viljað kaupa af mér og styrkja Slysó, en engu að síður, langar mig ekki að vita af hverju það kaupir ekki. Segið einfaldlega „NEI TAKK!“ ef þið getið eða viljið ekki kaupa af fólki sem bankar upp hjá ykkur og er að safna pening fyrir gott málefni. Ekki rekja ævisöguna eða afsaka ykk- ur í bak og fyrir... Einfalt „NEI TAKK“ er betra!!! Tveir íslendingar, Tjörvi Guðmundsson og Dagbjartur Pétursson, eru staddir í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, við gerð heimildarmyndar um götubörn. Hafa lítið getað unnið við myndina i vikunni vegna óróans í borginni. Woodstock-stemming í miðbæ Kænugarðs Tveir íslendingar, þeir Tjörvi Guð- mundsson og Dagbjartur Pétursson, em nú staddir í Kænugarði höfuð- borg Úkraínu við gerð heimildar- myndar um götuböm þar í borg. Þeir segja að þeir hafi lítið getað unnið við myndina í þessari viku vegna óróans í borginni. Segja samt að stemmingin sé skemmtileg og sérstök í miðbæn- um þar sem tjaldbúðir hafa risið og fólk hefst við þúsundum saman. „Þetta er eiginlega eins og Wood- stock í gamla dag, fólk syngur og skemmtir sér“, segir Dagbjartur. Tjörvi hefur dvalið í Kænugarði í um mánuð en Dagbjartur aðeins skemur. Þegar DV hafði samband við þá félaga síðdegis í gær vom þeir ný- vaknaðir enda vinna þeir mest á nóttunni við gerð myndar sinnar. Þeir hafa lífvörð með sér hvert sem þeir fara í borginni og þjónar hann einnig sem túlkur. Sungið og hrópað Þaö er mikið sungiö svona inn á milli þess sem slagorð eru hróp- uö. Allir vilja berjast „Það em allir að bíða eftir niður- stöðu hæstaréttar hér um hvort kosningamar em löglegar eða ekki og í miðbænum vilja allir berjast gegn stjóminni," segir Tjörvi. „Það getur tekið nokkum tíma að fá þá niður- stöðu. Á meðan heldur fólk til í mið- borginni þar sem tjaldbúðir em risn- ar og fólk skemmtir sér eins vel og kostur er í þessari stöðu. Það er mik- ið sungið svona inn á milli þess að slagorð em hrópuð. Svo er dálítið um að sérstakir hópar komi sér upp sín- um tjöldum, héma em rokkarar, pönkarar, anarkistar, trúarhópar og svo framvegis með sín eigin tjöld." Deilan um úrslit forsetakosning- anna í Úkraínu tók nokkuð óvænta stefhu í gær þegar Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra óskaði eftir því við hæstarétt landsins að úrslitin yrðu ógilt. Matur Mat deilt út til þeirra sem halda til á torginu. Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. Öruggur stadur til að vera i Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.