Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 9 viD jólaböll fyrir veiku börnin miður sín hvemig þetta verkefni er að fara,“ segir Ólafur við DV. Styrktarfélagið fær gögnin í viðtali í þættinum fsland í bítið á Stöð 2 í gærmorgun sagði Kristján hnökra hafa verið á fjármálum vegna styrktartónleikanna. Tal- að hafi verið um að áður en að tónleikunum sjálfiim kæmi yrði búið að útvega fimm milljónir króna fyrir áætluðum kostnaði. f reynd hafi þó ekki verið til ein einasta króna þegar hann mætti tii landsins. Ólafur vísar þessu á bug. „Það hefur verið staðið við allt og það er búið að gera upp við hvem einasta flytjanda og alla sem komu að þessu. Við höfiim ekkert að fela í því. Ég mun gera grein fyrir mínum málum hjá Styrktarfélaginu og skila af mér hagnað- inum til þeirra í dag [í gær]. Síðan mun ég senda þeim öll gögn,“ segir Jlafur. Tómt kjaftæði í Kristjáni Kristján sagði einnig á Stöð 2 að markmið um söfii- unarupphæð hefði ekki náðst. Nú væri þó loks útlit fyrir að utanaðkomandi aðiiar kæmu með fé inn í tónleikadæm- ið: „Það er tómt kjaftæði. Það þarf ekki að leysa neina hluti. Þeir em klárir og hafa Ólafur F. Magnússon „Það er tómt kjaftæði. Það þarfekki að leysa neina hluti. Þeir eru klárir og hafa alltaf verið, segir Ólafur um fullyrðingar Kristjáns Jóhannssonar. alltaf verið,“ segir Ólafiir. Eina veruiega strikið í reikninginn hafi verið það að selja varð 450 miðum færra en áætlað var því gleymst hafði að gera ráð fyrir hinum mikla fjölda flyljenda sjálfia inni í Hallgrímskirkju. Kristján hefur fengið sitt Eins og fram hefur komið í DV nem- ur þóknun Kristjáns Jóhannssonar fyrir að taka þátt í styrktartónleikunum þremur 1,7 milljónum króna. f viðtali við blaðið hefur hann sagst mundu gefa eftir eina milljón og sjálfur láta sér nægja 700 þúsund krónur fyrir útlögð- um kostnaði. Ólafiir vill ekkert segja um það hvort Kristján hafi skilað þessari einu milljón eða hvort rétt sé að Kristján hafi aðeins fengið greitt fyrir kostnaði - eins og söngvarinn hélt fram á Stöð 2 í gærmorgun: „Ég get ekki svarað fyrir Krístján. Ég er búinn að gera upp við alla og Kristján er einn af þeim," segir hann. Borqar sjálfur blóm og veitingar Ólafur segist alls ekki munu láta af hendi bókhaldið vegna tónleikanna. Hverri krónu af ágóðanum verði á hinn bóginn komið til Styrktarfélags krabba- meinssjúkrabama. „Ég, persónulega og prívat, greiði jafnframt 568.574 krónur fyrir ýmsan kostnað - ásamt því að gefa alla mína vinnu,“ segir Ólafiir og á þar meðal ann- ars við efrú og vinnu vegna palla sem þurfti að koma upp. „Þá hafði gleymst að gera ráð fyrir því að gefa þyrfti flytj- endum blóm. Einnig var boðið upp á veitingar fyrir söngfólkið á meðan á konsertinum stóð svo það gæti fengið orku." Hættur í líknarmálum Athygli vekur að Hallgrímskirkja inn- heimti hálfa milljón króna í húsaleigu vegna tónleikahaldsins. Ólafur segist ekki hafa sóst eftir því að fá leiguna fellda niður. „Ég geng ekki um bæinn betlandi og hef aldrei gert og mun ekki taka upp á því. Ég hef aldrei verið að slá mig til riddara á annarra manna kostn- að - það er ekki minn stíll," segir hann og lýsir því yfir að nú sé hann alfarið hættur að koma að líknarmálum: „Ég er með tvö jólaböfl en er búinn að tilkynna að ég sjái ekki um þau,“ segir Ólafur sem á við fyrirhugaðar jólatrés- skemmtanir fyrir Styrkarfélag krabba- meinssjúkra bama og Bamaspítala Hringsins. „Nú munu allir hugsa sig um tvisvar áður en þeir koma að líknarmál- um." gar@dv.is ... ... Kristján kallaði blaðamann Satan Reynir farinn Reynir Traustason hefur látið af störfum sem fréttastjóri DV og tók í gær við ritstjóm tímaritsins Mannh'fs. Reynir hefur tekiö virk- ----- — an þátt í endurreisn DV og lagt sitt af mörkum til að skapa það blað sem lesendur þekkja nú. Sem handhafi titilsins Blaðamaður ársins hefur Reynir með öðmm vísað veginn hér á DV og kvaddi með eftirminnilegum hætti . með fréttasyrpu um milljónaþóknun Krist- ! jáns Jóhannssonar á styrktartónieikum fyrir | krabbameinssjúk böm. Fyrir bragðið upp- w- fcj skar hann þau ummæli frá óperusöngvaran- L ^ j um í sjónvarpsþætti í gærmorgun að hann Reynir Traustason væri sjálfur Satan. Meiri upphefð getur Frá dv til Mannlifs. blaðamanni varla hlotnast á einum morgni. Em Reyni þökkuð vel unnin störf og um leið óskað velfamaðar í ritstjórastóli Mannlífs. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Sorglegt ef Ólafur hættir „Þetta var algerlega hugmynd og framkvæmd Ólafs. Við hjá Styrktarfélaginu njótum einfaid- lega góðs af," segir Rósa Guð- bjartssdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, um þrenna tónleika sem Ólafur M. Magnússon skipulagði til styrktar félaginu. Rósa segir leitt ef Ólafur sé hættur afskiptum af líknarmálum í kjölfar umræðunnar um tónleik- ana í Hallgrímskirkju. „Það er mjög sorglegt. Ólafur hefur unnið mjög sérstakt og óeigingjarnt starf," segir hún. Að mati Rósu mun hinn mikli órói sem verið hefur eftir síðustu styrktartónleika ekki hafa áhrif á Styrktarfélagið sjálft. „Það erurn ekki við sem stöndum að tónleik- unum. Þeir voru stórkostlegir og heiður fyrir oklcur að tengjast þessari fallegu athöfn í Hailgríms- kirkju. En það er leitt að þetta skuli hafa þróast í þessa átt." Rósa Guðbjartssdóttir „Leitt að þetta skuli hafa þróast iþessaátt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.