Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 Menning DV Lesið upp í Borgarleikhúsi Árlega eru upplestradagskrár I boði Kringlusafns, Kringlunnarog Borgarleik- hússins I forsal Borgarleikhússins. Verðaþærnú haldnardaðvent- unni I þriðja sinn. Fyrri upplesturinn veröur fimmtudags- kvöldið2.desember kl.20:00. Þálesa höfundarnir.Haii- Kristfn Marja dór Guðmundsson Bald u rsdótti r jr æw'sögu sinni um Kiijan, Kristín Marja Baldursdóttir úr skáld- sögu sinni um Karitas,, Kristln Eirlksdóttir úr Ijóðabók sinni Kjötbænum, Jóhanna Kristjónsdóttir segir sögur afkonum I Arabalöndum, Sigmundur Ernir Rúnarsson les úr bók sinni Barni að eillfu og Þórarinn Eldjám úr sögu sinni afbaróninum. Fyrir upplesturog I hiéi verður leikinn léttur jóiadjass afþeim Tómasi R. Einarssyni bassaieikara og Eyjólfí Þorleifssyni saxó- fónleikara og geta gestir keypt bækur á sérstökum afsiáttarkjörum við jassundir- leikafBókaverslun Eymundssonar I Kringl- unni. Það eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis að þessari notalegu kvöldstund í forsal Borgarleikhússins. Dagskráin hefst klukkan 20:00. Jóhanna Krlstjónsdóttir. Kristfn Eiríksdóttlr. Ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson er komin úr og þykir áhrifamikil: „..mörg andköf af óhugnaði og undrun og endalok sögu taka verulega á taugarnar.“ „Maður er aldrei öruggur. Á með- an allt virðist ætla að ganga sam- kvæmt því sem maður hefur ákveð- ið í ró og næði, er stöðugt einhver óróleg ógn sem bíður handan við hornið." Þessar hugsanir þyrlast um huga aðalpersónunnar í Hvfldar- dögum, fyrstu skáldsögu Braga Ólafssonar en karlmaður þessi er óttaleg gunga sem stöðugt óttast augnaráð og álit annarra og veit ekki í hvom fótinn hann á að stíga í til- verunni. Hugleiðingar mannsins ganga aftur í annarri skáldsögu Braga, svo og þeirri nýjustu, þó með ólflcum hætti sé. í Gæludýrunum ffá árinu 2001 hreiðrar „ógnin" um sig á griðastað aðalpersónunnar, sjálfu heimili hans, og rekur hana undir rúm þar sem hún dvelur mestanpart sögunnar. í nýjustu skáldsögunni, Sam- kvæmisleikjum, bregður svo við að ógnin tekur á sig sýnilega mynd og má segja að það sem persónur Braga í fyrri bókunum óttast raungerist hér með hræðilegum og afgerandi hætti. Aðalpersóna Samkvæmisleikja, Friðbert Witold Magnússon, minnir að mörgu leyti á karlmennina tvo úr fyrrnefndum bókum Braga. Hann er líkt og þeir óömggur og óviss um stöðu sína í lífinu, óframfærinn og utangátta. Sagan hvarflar frá einum degi til annars í júlímánuði á íslandi en á háskatölunni þrettán ákveður Friðbert að blása til veislu í tilefni af þrítugsafmæli sínu. Rétt áður en fólkið mætir í af- mælið fylgir lesandinn eftir hugleið- ingum hans þess eðlis hverju hann eigi að klæðast, hvemig veisluföng- um skuli raðað upp, hvort gestirnir muni mæta og hvort rétt hafi verið að blása til veislunnar svona al- mennt og yfirleitt. Honum til léttis fer samkvæmið vel fram að frátöld- um gjörningi nokkmm sem frænka hans framkvæmir með aðstoð veislugesta og Friðberti þykir neyð- arlegur og fremur óhugnanlegur. Síðar kemur í ljós að gjömingurinn, ásamt dularfúllri upplifun eins veislugestanna, gegnir svipuðu hlut- verki og þekkt er í Islendingasögum: Er fyrirboði um váleg örlög og óskemmtileg. Daginn eftir afmælið dregur til skelfilegra tíðinda í lífi söguhetjunn- ar og þeir sem að þeim koma tengj- ast söguhetjunni og vinum hennar á beinan eða óbeinan hátt. Margar persónur koma við sögu sem mikið eða Ktt þekkja til Friðberts en hafa þó allar sínu hlutverki að gegna í lífi hans, sumar ským en aðrar óljósu, enda virðist tilviljunin vera megin- þema sögunnar. Þegar margar slflcar raðast saman, eins og hér gerist, get- ur útkoman orðið fáránleg, tilgangs- laus, grimm og nöturleg og sýnt óumdeilanlega að enginn er ömgg- ur! Samkvæmisleikir er stfldaust heiti á bók og hlýtur að kveikja hug- boð um eitthvað skemmtflegt. í öllu falli hjá þeim sem ekki þekkja til sagnaheims Braga þar sem köld írónían lúrir undir og bíður færis að stökkva á lesandann. Þó ég hefði varann á tók það mig nokkurn tíma að átta mig á kaldhæðni titilsins. Ég gleymdi mér í íslensku sólskini og Samkvæm- IBIiImIIHIMT isleikir eftir Braga I Ólafsson Bjartur 3%i Verð 4.250 kr. K & m H! sl Bókmenntir veislugleði gestanna enda kann Bragi þá list að afvegaleiða lesendur. Hann byrjar á rólegum og afslöpp- uðum nótum og virðist ætla að segja sögu af enn einni karlgufunni sem í versta falli felur sig undir rúmi. En í Samkvæmisleikjum er sögð heldur alvarlegri saga sem m.a. snýst um siðleysi, siðblindu og of- beldi sem daglega öskrar á okkur af síðum íslenskra dagblaða. Stígandin í sögunni er hæg en þeim mun áhrifameiri og þegar yfir lýkur hefur lesandi tekið mörg andköf af óhugn- aði og undrun og endalok sögu taka verulega á taugarnar. Við lestur þessarar spennandi og vægast sagt mögnuðu sögu hefur undirrituð endanlega sannfærst um að Bragi Ólafsson er án efa í hópi okkar bestu rithöfunda. SigríöurAlbertsdóttir Fræbbblarnir Dót Zonet Pönkhljómsveitin Fræbbblarnir er búin að vera starfandi lengur en flestar íslenskar rokkhljómsveitir, en Dót er samt bara þriðja hljóð- versplata hennar í fullri lengd. Viltu nammi væna? kom út 1980 og Poppþéttar melódiur í rokkþéttu samhengi kom 1982. Fyrir fjórum árum kom út platan Dásamleg sönnun um framhaldslif sem var tekin upp á tónleikum á Grand rokk, en hafði eingöngu að geyma nýtt efni. Sú plata var ágæt, en leið m.a. fyrir kraftlitinn hljóm. Ég heffylgst með Fræbbblunum meira og minna allan ferilinn. Hljómsveitin er þekkt fyrir það að vera stundum frábær á tónleikum og stundum vonlaus. Allt veltur það á dagsforminu. Þegar ég setti þessa nýju plötu i spilarann þá átti ég von á skemmtilegum lögum og textum, en ég verð að viðurkenna að ég átti nú ekkert endilega von á einhverju meistaraverki. Dótið kemur hinsvegar verulega á óvart. Þessi 16 lög eru öll flott og hljómur og heildarsvipur plötunnar er sér- Plötudómur vel út og auka á fjölbreytnina. Tónlistarlega eru Fræbbblarnir að þróa áfram sína útgáfu afpönki sem er alveg þeirra eigin og hljóm- ar ekki eins og tónlist neinnar ann- arrar hljómsveitar. Mér þykja samt Clash-áhrifin vera sterk á þessari plötu, bæði í rödduninni í lögum eins og Endless Pleasure og i gitar- leiknum t.d. í hinu reggiskotna Spyr. Dót er á heildina litið frábær rokk- plata. Hún er ekki jafn iifsnauðsyn- leg fyrir íslenskt tónlistarlíf og meist- araverkið Viltu nammi væna? var árið 1980, en hún er pottþétt það besta sem hijómsveitin hefur gert siðan. Ómissandi fyrir Fræbbbla-að- dáendur, en líka holl hlustun fyrir yngri rokkara hvort sem þeir hafa verið að hlusta á The Strokes, Green Day eða Franz Ferdinand. Trausti Júliusson Fræbbblarnir Það sannast enn ein ferðina á Dótinu að Fræbbblarnir eru popparar inn við beinið. Tónlistin sem þeir spila er i grunninn melódiskt popprokk, en það er pönk- að upp með sándinu og keyrslunni. staklega góður. Það sannast enn ein ferðina á Dótinu að Fræbbbl- arnir eru popparar inn við beinið. Tónlistin sem þeir spila er í grunn- inn melódiskt popprokk, en það er pönkað upp með sándinu og keyrslunni. Það sem gerir Dótið jafn gott og raun ber vitni fyrir utan vel heppnaðar lagasmíðar og flottan hljóm eru útsetningarnar. Sérstaklega er hljómsveitin að gera skemmtilega hluti með rödd- unum. Þær Brynja, Iðunn og Kristín eru búnar að vera bakraddasöng- konur i hlómsveitinni siðustu ár. í byrjun fannst manni þær ekki vera að gera neitt sérstakt fyrir tónlist- ina, hafði á tilfinningunnni að þær „fengju bara að vera með". Nú er þeirra framlag hins vegar orðinn ómissandi þáttur í Fræbbblarokk- inu. Auk þeirra koma raddir Halla Reynis í Fölar rósir og Guðjóns Hreiðars i Endless Pleasure mjög

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.