Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 18

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 18
16 TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA um). Morguninn eftir voru bein- verkir horfnir og höfuðverkurinn að mestu og nokkru eftir hádegi var pilturinn albata, og kendi sér einkis meins síðan, allan þann liörmungavetur. Sólin var að hverfa niður í skóg- inn, þegar hann var kominn svo nærri, að hann sá litla, lága hús- ið gægjast fram á milli trjánna, hús- ið, sem nú var heimili foreldra hans og systkina, auk annars fólks, sem þar hafðist við um veturinn. Hann var kominn heim. Og þótt þreytt- ur væri, tók hann á sprett heim krókótta stíginn, sem að húsinu lá, og lauk upp hurðinni með fögnuði. En þegar inn kom, sá hann það, er svifti hann málfæri og sem því sem næst stöðvaði slög hjartans. í einu rúmi lá móðir hans og ungur bróðir í öðru, bæði hálf-rænulaus og aðframkomin. Áður en dagur rynni að morgni, voru bæði dáin. Þessi frásögn er ekki neinn til- búningur, heldur blátt áfram og ó- ýkt lýsing virkilegra viöburða. Og víst væri lítill vandi fyrir þá, sem þar voru og sáu ef til vill mörg sjúkdómstilfelli, að segja margar sögur áþekkar þessari. En það væri máoke lítill velgerningur að ýfa við sárum, þó gömul séu, eða vekja svæfða harma, enda tilgangs- laust. Hvar sem bólusóttin náði sér niðri, var aðkoman jafn-níst- andi fyrir þá, sem um tíma höfðu verið að heiman, því alstaðar var þá einhver ástvinur í voða. Og kvalafull var reynsla þeirra, er dag eftir dag og nótt eftir nótt stóðu við sóttarsængina, og horfðu á það hræðilega stríð á milli lífs og dauða. * * * Veturinn var kaldur og langur, og víst var þá dauf vistin fyrir flesta, en einkum þó fyrir þá, er mist höfðu ástfólgna vini. Það kom sér þá vel og var þakklætis- vert, að ætíð var nóg verkefni heima við, að fella trén og telgja bolina til húsagerðar, og að höggva hrísið og smávíkka rjóðrið kring- um húsið. Öðruhvoru þurfti og að sækja vistaforða suður að Gimli og draga heim á rammdrægum handsleða, eftir ís og snjó á vatn- inu, í liörkufrosti og oft í mótvindi og renningi, eða í dimmri ofan- hríð, sem brast á sviplega, stund- um á miðri leið. Þannig var altaf eitthvert verkefni fyrirliggandi, og þótt frosthart væri að jafnaði, skein sól í heiði oftar en ekki og logn var ætíð í skóginum. Væri vind- ur til muna, þá hristi hann og sveigði trjátoppana, svo brakaði og small í frosnum trjánum, en niður til jarðar náði hann ekki, svo heitið gæti, á meðan rjóðrin voru lítil sem engin. Það var því vand- kvæðalítið að vinna úti alla daga, og sú útivist og iðjusemi dreifði hugsunum manna, svo að í bráö- ina gleymdist sviðinn, sem brann í brjósti. En hafi nú dagurinn liðið tiltölu- lega fljótt, þá var öðru máli að gegna með kvöldstundirnar. Þær voru iangar og þreytandi í dauf- lýstu húsi, og með það sverð yfir allra höfði, fram yfir miðjan vetur, að þegar minst varði, kynni bólu- sóttin að grípa einhvern þeirra, er tii þessa höfðu sloppið. Það segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.