Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 47

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 47
Eftir Sigurð Skúluson. • i. Flestir kannast við Þjófafoss í Þjórsá. Hann er nálægt suður- horni Búrfells, þar sem áin beygir fyrir fjallsranann. Nálægt fossin- um breytir áin, sem all-lengi hefir runnið til suðvesturs, um stefnu. Beygir hún þar skyndilega því sem næst til norðvesturs, með nokkrum boga til norðurs. Þessari stefnu heldur hún síðan frá suðurhorni Búrfells eða Þjófafossi og alla leið að Hagafjalli í Gnúpverjahreppi. Á þeirri leið skilur áin norðurhorn Landsveitar og Þjórsárdal. Þar sem Búrfell ræður takmörk- um Þjórsárdals að austan, en Hagafjall að vestan, er auðsætt af framangreindu, að Þjórsá girðir að mestu fyrir dalsmynnið, eða ræður suðurtakmörkum dalsins, en vegna bogans til norðurs beygir áin nokkuð inn í hann. Nafnið Þjórs- árdalur virðist því nokkuð villandi fyrir ókunnuga, sem myndu hugsa sér ána renna eftir dalnum, sbr. t. d. nöfnin Laxárdalur, Blöndudalur, Norðurárdalur o. s. frv. Virðist nafnið því kynlegra, þar sem áin Fossá, allmikið vatnsfall, fellur eft- ir sjálfum dalnum, suður í Þjórsá, og sýndist vel mega kenna dalinn við hana, enda kallar Jón Egilsson hann Forsárdal í Biskupa-annálum sínum. Annars er Þjórsá eðlilega langmesta vatnsfallið þarna, og þar sem henni veitir nokkuð inn í dals- mynnið, verður varla sagt, að nafn- ið Þjórsárdalur sé með öllu rangt. Það er a. m. k. notað í elztu heim- ildum, eins og síðar mun vikið að, og er þar vafalaust látið ná yfir dalinn og umhverfi hans. Merkileg ritgerð um Þjórsárdal er í Árbók hins íslenzka Fornleifa- félags 1884—5, eftir Brynjólf Jóns- son frá Minna-Núpi. Er þar mjög nákvæm lýsing á dalnum og um- hverfi hans, og fylgja góðir upp- drættir með skýrslu um öll ör- nefni, er þektust í dalnum. Þá er ritgerð þessi og hin bezta heimild sagna þeirra um dalinn og íbúa hans, er varðveizt hafa ritaðar, eða á vörum bændafólks þar eystra. Kaalund hefir í Topographi sinni mjög farið eftir lýsingu Brynjólfs. Hún er og öllum hent, þeim, er vilja kynnast ítarlega þessu efni. Var Brynjólfur manna kunnugast- ur á þessum slóðum og manna ó- Ijúgfróðastur. — Þá má finna góð- ar jarðfræðilegar lýsingar á daln- um í ritum Þorvaldar Thoroddsens, og eru þessar helztu heimildir um Þjórsárdal, aðrar en fornritin. Dalurinn liggur frá norðri til suðurs, þó örlítið vesturhalt. Brún- ir hans eru með fjöllum og háls- um, enda gengur hann inn í há- lendið allmikið, austur af Gnúp- verjahreppi. Takmörk dalsins eru þessi. Að vestan Hagafjall syðst, eins og áður er getið. Þó er bær- inn Hagi sunnan undir fjallinu tal- inn til Þjórsárdals; með því móti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.