Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 103

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 103
SITT AP HVERJU PRÁ LANDNÁMSÁRUNUM 101 komin full reynd á að svæði þetta væri lítt byggilegt og framtíðar- laust. Kom mönnum því saman um að flytja þaðan og leita fyrir sér vestar þar sem bygðir höfðu tekist, í Minnesota, Dakota og Manitoba. Árið 1881—2 eru allir á brott þaðan, og hverfur svo þetta síðara Markland úr sögu sem hio fyrra. Til er skrá yfir alla þá, er fluttu til nýlendunnar og bæjanna þar á ströndinni. Er hún með þeirn virkt- um gerð, að til er færður aldur, fæðingarstaður og síðastur bústað- ur þeirra á íslandi. Gaman hefði verið að eiga samskonar skrá yfir allar hinar bygðirnar, en ærinn mun skortur á að svo sé og seint á að minnast úr þessu. Til minn- ingar um fimtugsafmæli þessa litla bygðarlags, er svo snemma hvarf úr sögu, er skrá þessi birt í Tíma- ritinu og er sennilegt, að margur hafi ánægju af að yfirfara hana og kunni að kannast við þá suma, sem þar eru nefndir. “Skýrslu” þessa eða skrá samdi Jón bóndi Rögnvaldsson frá Hóli á Skaga í Skagafjarðarsýslu. Var liann meðal þeirra manna, er fyrst- ir fluttu til nýlendunnar. Handrit- ið var í eigu sonar hans, Jóns bónda Hillmans við Mountain í Norður Dakota. Er handritið kom í vorar hendur, vantaði í það eitt blað, — hafði týnst í láni. En svo heppi- lega vildi til að skáldið J. Magnús Bjarnason átti afrit af “skýrsl- unni”, er hann gerði fyrir 35 árum síðan, og eftir því afriti var auð- velt að fylla í eyðuna. Jón Rögnvaldsson (f. 7. des. 1807) hreppstjóri á Hóli á Skaga, var sonur Rögnvaldar bónda á Kleif á Skaga, Jónssonar, og Margrétar Pétursdóttur frá Ketu, Gíslasonar. Var Rögnvaldur talinn skáld gott og fræðimaður á sinni tíð. Er lians getið í sögu Jóns sýslumanns Esp- ólíns, er fundvís var á fróðleiks- menn og sagnaþuli þar í sýslunni. Voru þeir mjög til vina, og gisti Rögnvaldur tíðum hjá sýslumanni er hann var á ferðum um fjörðinn. í síðasta skifti, er fundum þeirra ber saman, flytur Rögnvaldur hon- um kvæði, að fornum sið, og er það vel kveðið. Hjá föður sínum mun Jón hafa alist upp þar til hann sjálfur fór að búa. Varð hann brátt héraðskunnur og þótti stakur fróð- leiks- og gáfumaður. Hann gegndi ýmsum opinberum störfum í sveit- inni áður en hann ■ flutti vestur (1874). Hreppstjóri var hann um tíma í Skefilsstaðahreppi og sátta- maður skipaður í Skaga Sáttaum- dæmi 26. okt. 1866 af Eggerti sýslu- manni Briern, þegar séra Páll .Jóns- son prestur í Hvanimi í Laxárdai (frá 1852—1866), er var fyrstur sáttamaður á Skaga, flutti þaðan og vestur í Höskuldsstaði á Skaga- strönd. Skýrsla Jóns er í tvennu lagi; fyrri hlutinn er yfir eldri bæina (stjórnarbæina 19), en síðari lilut- inn yfir þá, sem fluttust til nýlend- unnar eftir 1877, og námu lönd í bygðinni. Reistu þeir hús sín sálf- ir og gáfu flestir bæjum sínum heiti að dæmum þeirra er fyrir voru. I nýlendunni hafa verið 30 bæir, er Jón lauk skýrslu sinni 1. febrúar 1879. Við þessa skýrslu Jóns hefir svo skáldið J. Magnús Barnason bætt nöfnum manna þeirra, er seinna komu, alt fram að þeim tíma að flutt var burtu úr bygðinni. Þar eru taldir ekki eingöngu búendur, held- ur og lausafólk, er kom til nýlend- unnar, eða stundaði vinnu í sjó- þorpunum, aðallega Lockeport, sunnan og austan á Skaganum. Upplýsingar um aldur þessa fóllcs og fæðingarstað var erfitt að fá í flýti og vantar því á stöku stöðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.