Hugur - 01.06.2009, Page 102

Hugur - 01.06.2009, Page 102
100 Henry Alexander Henrysson áhuga á Jóni Eiríkssyni myndi að öllum líkindum leita íyrst til, hefur hún mikið til gleymst.27 Sú hefð sem Jón tilheyrði á sér í raun ákveðið upphaf í hræringum í byrjun sautjándu aldar þar sem kenningar skólaspekinnar voru færðar í nútímalegri bún- ing af jesúítum eins og Spánveijanum Francisco Suarez. Fjölmargir fræðimenn í röðum mótmælenda sáu í verkum hans tækifæri til þess að hverfa aftur til hugtaka og heimsmyndar skólaspeki eftir umrót siðaskiptanna.28 Einn sh'kur hugsuður var Hollendingurinn Hugo Grotius.29 Ahrif Suarezar eru svo sem ekki augljós í verk- um hans; eins og aðrir höfundar mótmælenda var Grotius ekki að benda á kaþ- ólska hugsuði nema mikið lægi við, en grunnhugmyndin um mögulegar endur- bætur á kenningum Tómasar kemur skýrt fram. Sérstaklega má greina aukinn skilning á þeirri þörf að taka tillit til veraldlegs valds í samfélaginu, en jafnframt skilning á því að það þetta vald þurfi að gagnrýna. Frumspekin sem liggur til grundvallar þessari þróun hugmynda í upphafi sautj- ándu aldar er geysilega flókin og ekki mögulegt að fara nákvæmlega í hana hér, en niðurstaðan í verkum Grotiusar er heimspeki þar sem einstaklingurinn fær aukið vægi, hið veraldlega vald fær skýrt afmarkað, en að sama skapi ákaflega mikilvægt, hlutverk þar sem skynsemi mannsins er lögð farsæld hans til grundvallar. Frum- spekileg áhrif koma fram í því að tilgangshyggja gegnsýrir þá heimsmynd sem Grotius byggir kenningar sínar á og greinir þær frá kenningum Hobbes. Tómas af Aquino hafði tekið það upp eftir Aristótelesi að mannleg farsæld sé aðeins möguleg í samfélagi; sá sannleikur fjalli ekki aðeins um mannlegar þarfir heldur hreinlega tilgang mannlegs lífs. Grotius tekur við þessari hugmynd um tengsl náttúruréttar og eðlislægra eiginleika mannsins. Þýski sljórnspekingurinn Samuel Pufendorf var hinn áhrifamaðurinn í náttúru- réttarkenningum í norðanverðri Evrópu á sautjándu öld.30 Eftir að hafa setið í fangelsi í Kaupmannahöfn, af öllum stöðum, og lesið þar Grotius og Hobbes setti hann fram kenningu sem að mörgu leyti má lesa sem sambland kenninga þeirra. Frá Grotiusi tók Pufendorf hugmyndir, sem hann taldi nútímalegar, um ríkis- valdið, þörfina á auknu vægi veraldlegs valds og réttindi einstaklinga, en frá Hobbes tók hann þá gagnrýni að ný heimsmynd leyfði ekki náttúrulög sem byggðu á tilgangshyggju. Það sem kom í veg fyrir að hann fylgdi Hobbes full- komlega að málum var sú skoðun hans að náttúrulegt ástand mannlegra samskipta væri friðsælt. Þannig byggði hann siðferðið fyrst og fremst á vilja Guðs og náð. Náttúrurétturinn snertir eingöngu ytra form athafna, helst í þeim skilningi að samfélagið haldist friðsælt, en ekki möguleika einstaklings eða samfélags til þess 27 Sjá upptalningu í neðanmálsgrein 21, en þar koma fram þau rit sem nemandi myndi væntan- lega íyrst leita í. 28 Framlag Suarezar var að bræða saman mismunandi kenningar kaþólskra fræðimanna um frelsi og Guðs náð annars vegar og hluthyggju sem tók upp þætti úr nafn- og vildarhyggju hins vegar. Hann setti einnig fram hreina stjórnmálaheimspeki um nauðsyn og takmarkanir veraldlegs valds og félagslega ábyrgð fólks. 29 Helsta verk Grotiusar var De jure belli acpacis sem kom út árið 1625. 30 Helsta vcrk Pufendorfs var Dejure naturae etgentium frá árinu 1672. Pufendorf hafði mikil tengsl við Norðurlönd og var meðal annars prófessor í náttúrurétti við Háskólann í Lundi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.