Hugur - 01.06.2009, Síða 116

Hugur - 01.06.2009, Síða 116
114 Giorgio Baruchello John Locke, Montesquieu, Cesare Beccaria, John Stuart Mill, John Rawls eða einhver annar hálfguð frjálslyndisbókmenntanna, heldur hinn miklu sérvitrari Michel de Montaigne.12 Einkum og sér í lagi fylgir Shklar þeim einkunnarorðum Montaigne sem hann vildi að einkenndu h'f sitt: „það sem við hötum tökum við alvarlega."13 Og ,ótti við óttann sjálfan1 var einmitt það sem Montaigne hataði mest.14 Það er eftirtektarvert að Montaigne taldi ekki nauðsynlegt að byggja þennan ,ótta við óttann sjálfan' á einhverjum röklegum grunni og hann leitaði því ekki að neinu slíku: venjuleg og endurtekin tilfinningaleg reynsla gat dugað. Sem ósvikinn pyrrhonskur efahyggjumaður hafði Montaigne ekki mikla trú á skynsemi manns- ins þegar kom að því að leysa siðferðileg vandamál og finna leiðsögn í gegnum lífið, hvort heldur sem einstaklingur eða í hóp. Þvert á móti voru annars konar upptök skoðunar og réttrar breytni tekin með í reikninginn. Ef til vill var erfiðara að færa á þau sönnur, en þetta voru ljóslega mun hversdagslegri upptök. Enn- fremur var sú staðreynd tekin til greina að „viska yfirstígi ekki náttúrulegar tak- markanir okkar.“15 Montaigne vill gera „öryggi, frelsi frá þjáningum og sársauka, undanþágu frá lífsins böli“16 að sínum helstu markmiðum, og til þess leggur hann alla áherslu á hlutverk samúðarinnar. En samúðin teygir sig út fyrir mannkynið því það virðist vera „frændskapur milli okkar og dýranna" sem kann jafnvel að ná yfir „tré og plöntur."17 A þessum grundvehi hafnar Montaigne ótta og grimmd sem getin er af ótta:18 Eg hata grimmd grimmilega [...] því hún er allra lasta öfgafyllst. En þetta leiðir til svo mikillar viðkvæmni að ég get ekki horft upp á hænu snúna úr hálslið án þess að kveljast og mér er óbærilegt að heyra öskur hérans þegar hundarnir mínir læsa í hann tönnunum þótt eltingarleikur- inn sé heiftarleg skemmtun. [...] Jafnvel þegar refsilög eru látin koma til framkvæmda, og þá gildir einu hversu skynsamlegt það kann að vera, þá get ég ekki horft með berum augum.19 12 Þegar Montaigne er kallaður „sérvitur" er bæði átt við mjög svo óvenjulegar hugleiðingar hans um frjálslyndisstefnu og þá staðreynd að í sögu vestrænnar stjórnmálahugsunar situr hann fastur á jaðrinum (lat. excentró). 13 OV, s. 9. 14 OV, s. 239. 15 Michel de Montaigne, The Complete Essays (skammstafað CE héðan í frá), bók II, ritgerð 2. 16 CE, bók II, ritgerð 3. 17 CE, bók II, ritgerð 3. 18 „Ótti (eða „ragmennska ), segir í ritgerðartitli einum hjá Montaigne, „er móðir grimmd- arinnar" (CE, bók II, ritgerð 27). 19 CE, bók II, ritgerð 11.1 sama kafla segir Montaigne að hann hati grimmd „bæði vegna innra eðlis og vegna skoðunar þ.c.a.s. hann útilokar ekki að skynsemin geti einnig stuðlað að því að ótta og grimmd sé hafnað algjörlega. En hann leggur áherslu á þá tilfinningalegu þætti sem ákvarða þetta val.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.