Hugur - 01.06.2009, Page 151

Hugur - 01.06.2009, Page 151
Inngangur að hugsun Emmanuels Levinas 149 III. Hinn Iðulega er litið á tengsl sem samband sem myndast milli tveggja þátta eða eininga. En vegna þess að tengslin fara að mati Levinas á undan verunni lítur hann svo á að þessu sé í reynd þveröfugt farið: ekki verða borin kennsl á þættina fyrr en tengslin hafa verið mynduð. Þessi hugmynd - að tengingin (staðreyndin um hin siðfræðilegu tengsl) geti farið á undan þáttunum sem spretta af tengslunum (þ.e. sjálfsverunum) - er ekki Levinas einum að þakka, því að aðrir gyðinglegir hugsuðir höfðu mikil áhrif á hann að þessu leyti, til dæmis Martin Buber og Hermann Cohen (og þá einkum í síðasta verki Cohens sem gefið var út að honum látnum árið 1918: Religion der Vernunft aus den Quellen des Judentums). Hvað sem því h'ður var það þó Levinas sem útfærði þessa hugmynd út í æsar innan heimspekinnar og þó einkum fyrirbærafræðinnar með greiningu sinni á henni sem samfundi „augfiti til auglitis". Við samfund tveggja mannvera augliti til auglitis tekur hugtakið um yfirstigið á sig nýjar og flóknari myndir. I fyrsta stórvirki sínu, Heild og óendanleika: Ritgerð um úthverfu (Totalité et infini: Essai sur l’extériorite', 1961), sviptir Levinas hulunni af samfundinum við Hinn sem raunverulegum möguleika yfirstigsins, þ\'í að þegar tengsl eru mynduð við aðra mannveru felst í því tilvist andspænis tilteknum óendanleika. I heimi þar sem veran myndar algjöra heild í hlutleysi sínu og al- mennu eðli (veran er almennasta kvíin sem nær utan um allt), opnar Hinn heim sem ber merki um ómælanlega sérstöðu hans — hann verður ekki með nokkru móti smættaður niður í heild sem hægt er að gera grein fyrir. Að mæta Hinum augliti til auglitis felur því í sér snertingu við óendanleikann. Ekki vegna þess að andlit Hins sé, eins og trúarbrögðin kenna, „teikn um dulinn Guð sem leggur náungann á mig“,10 heldur vegna þess að andlitið sem ummerki - ummerki um sjálft sig, ummerki sem ummerkið máir út - táknar ekki fyrirbæri sem skortir ákvörðun; margræðni þess er ekki ákvörðunarleysi merkingarkjarna \noéme\ [sbr. „meining" hjá Hegel eða „ætlandi" hjá Husserl], heldur boð um að taka þá fögru áhættu sem fylgir nálguninni sem nálgun - að afhjúpa sig hvor fyrir öðrum, að setja þessa afhjúpun á svið, að tjá þessa afhjúpun, að segja. Við það að nálgast andlitið verður holdið orð, atlot - Sögn.11 Hér má glöggt sjá hversu torrætt tungutak Levinas er. En í þessari torræðni hug- taka er fólgin greining á vandmeðförnu fyrirbæri: samfundinum við Hinn. Lítum á rökfærsluna: sérhver mannvera er „óendanleg“ vegna þess að ómögulegt er að gefa tæmandi lýsingu á því sem gera má úr henni og þeirri merkingu sem hún lætur í ljós; alltaf er eitthvað ósagt um Hinn. Og úr því að hin mannveran er óend- anleg, sérstæð og ólýsanleg, þá eru samfundir mínir við hana það h'ka. Þá vaknar 10 Emmanuel Levinas.Autrement quétre ou au-dela de l’essence, París, Livres de poche, 1974» úls. 150. 11 Sama stað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.