Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 10

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 10
Hannes Lárusson Snerting 1997 „Efekki á KUppar- stígnum um helgar þá hitta menn lista- mennina á Lauga- veginum í miðri viku. íhópnum eru dugnaðarforkar, gœðablóð, hugsjóna- menn, Levisir sjálfe- bjargarmenn, þöglar og tómar jyllibyttur sem eru að safha króftum fyrir helgina, dreymnu og ísmeygilegu kon- umar í löngum bunum, nefnda- forkar, kjaftatíkur, nokkrir lœmingjar og einstaka eitur- padda. Hér hefiir myndlistarheimin- um verið lýst. “ Fjölnir tímarit handa m islendingum W hmist '97 bankahólfs fyrir það sem liggur á hjörtunum. Þarna má geyma atgeira návígisins í öruggu fylgsni. Það er eins með menningarlíkamann, mannslíkamann og mannshugann að hvað nýtist honum best þegar upp verður staðið kemur ekki í ljós fyrr en eftir á. „En er orðið ekki laust? Átt þú þá ekki leik- inn?“ Treystirðu ekki krukkunni í Kjaftalöpp, liggur þér ekkert á hjarta? Það skyldi þó ekki nú eiga við sem dregið var úr holunni: „Upp og nið- ur andinn fer, eldfjöll sjaldan gjósa, á flestra pel- um engin er, eldfim hugarsósa.“ Dqemígert Á dögunum spurði ég nokkra af helstu myndlist- armönnum þjóðarinnar einn af öðrum hvort þeir þekkm Carðar CIslason í sjón eða hefðu talað við hann. Allir svöruðu „nei“. Þá var spurt: Veistu hvað hann gerir? Skásta svarið var að hann væri umboðsmaður ErróS. Eftir að ég hafði leiðrétt þann misskilning upplýsti ég að að baki þessu naftti vaeri maður sem verið hefði forstöðumaður safhráðs Listasafhs fslands ámm ef ekki áratugum saman. ,Alveg dæmigcrt, svona hefur þetta alltaf verið og virðist fara versnandi ef eitthvað er, já, og virðist vera að festast í sessi. Hvað á eiginlega að taka til bragðs, er ekki hægt að hrista upp í þessu?“ Og þannig halda menn nú áfram um stund og segja ólíkindasögur af kerfis- vörðunum og kerfisþrælum og hvernig þeir tjá sig listrænt í lúmsk- um felugervum og dyljast á jöðrun- um. „Þó svo merkilega brattir þegar þeir koma úr felum.“ Svo missa menn smám saman móðinn og minnast þess að hafa oft áður lokast inni í áþekkri umræðu, stara um stund, tómir, út í loftið og segja: „Jæja, það er margt í þessu“ og fara. Reyna að láta lifna í sér hugmynd á leiðinni. Hwað swo sem oð winna býðir Eitt helsta bragðið í samskiptum lénsherra og leiguliða er að lénsherrarnir sýnast alltaf hafa nóg- an tíma. Þeir geta beðið endalaust sama hvað er í húfi, ekkert er aðkallandi. Hvað liggur á? Það eru margar hliðar á málinu hafa þeir jafnan á orði, þeir eiga tímann. Þegar lénsherrann og umboðs- menn kóngsins finna fyrir því að leiguliðum og kotköllum liggur á, þá hafa þeir náð undinökun- um og eftirleikirnir eru formsatriði. Þessi sam- skipti eiga auðvitað ekkert sérstaklega við bara í listaheiminum, heldur alls staðar á milli laga sam- félagsins. Þessari meðferð á tíma sem stríðstækis hefur hvergi verið betur beitt en af Rómverjum. Þeir forðuðust í lengstu lög að leggja til atlögu, eink- um ef mikið var í húfi og óvíst um úrslit. Þeir settust þess í stað einfaldlega að í kringum óvin- inn og biðu eftir því að hann gæfist upp. Heims- veldið átti tímann, lá ekkert á. Á endanum varð ekkert stríð, hættulausar smáárásir þeirra innikró- uðu sem gáfust vanalega upp af sjálfum sér eftir nokkur ár eða urðu bara smámsaman samdauna umsátursliðinu. Hvað er hægt að gera í viðureign við kerfi eða manneskju sem þykist hafa tímann sín megin? Að gera það ljóst með skýrum hætti, að vísu með tryggar leiðir inn og út um óteljandi bakdyr ef um „umsátur" er að ræða: „Ég hef líka nógan tíma, sjáum bara til.“ Af engu stendur kerfúm og fólki meiri ógn en þeim sem sýnir og segist hafa nógan tíma, bíður bara. Þegar léns- herrarnir fara að bíða þá eru þeir sjálfir að missa tökin á tímanum. — Ósigurinn, undirokunin felst í því þegar einhverjum tekst að ná af þér tímanum þínum. Sá sem hefúr tímann sín megin vinnur, hvort heldur á við í lífinu sjálfú eða sköpunarstarfinu — hvað svo sem „að vinna“ þýðir. í gegnum brölt á vettvangi myndlistarinnar geta menn komist um stund í sviðsljósið. Allt byggist á sjálfboðavinnu og að ná upp dampi meðal nokkurra ósérhlífinna dugnaðarforka og ævin- týramanna sem vilja taka að sér skemmtana- jórn um stund, oftast án mikillar athygli eða ánægju almennings eða þeirra sem um menningarpólitík sýsla. Eftir miklar tarnir í þessu skemmtana- haldi leggst svo geysileg þreyta yfir þá sem ffemst hafá farið arstofhananna og nefhdar- menn láti nokkum tíma sjá sig. Hér er því óhœtt að vera í þrálátri andstöðu við „kerfið“, baða út öllum öngum og segja „fallegt“ eða „heimskt“ á vixl. “ sem aftur gerir þá um stund árennileg fórnardýr sem ekki gá þá alltaf að sér þar sem þeir verða áberandi værukærir í hjörðinni um stund. Sviðsljós myndlistarheims- ins á íslandi eru barirnir við Klapparstíginn. Þeir staðir þar sem hverfandi líkur eru á að nokkur af forráðamönnum menningarstofnananna og nefnd- armenn láti nokkurn tíma sjá sig. Hér er því óhætt að vera í þrálátri andstöðu við „kerfið“, baða út öllum öngum og segja „fallegt" eða „heimskt“ á víxl. Komngar og tómthúsmenn kvarta sáran undan því að úr lidu sé að moða og hin mikla menningarmamma skari ekki sem skyldi eld að kjötködunum, en þannig birtist hið algóða kerfi í flöktandi augum þessara krunkandi næmrhraffia. Þú berst inn, því þrátt fyrir allt ertu hlud af þessu, missýnilegur. Smndum alveg ósýnilegur á hrafnaþingi eða þá ofsýnilegur um stund: „Sjaldséðir hvítir hrafnar“, og þá vill gneista í augum. Burtroiðar leysasf upp ó Stóra-itelwl Hver kannast ekki við á slíkum smndum að kýr hversdagsleikans umbreydst allt í einu í rándýr; villiketti og tígrisdýr á víxl. Á svipstundu ert þú ekki lengur sá Don Kíkóti sem þú varst í gær með möppur í plastpoka og með verkfæri í öðr- um, ef til vill tannstöngul í munni. Brynjaður, segja þeir, í baráttunni við vindmyllurnar. En í ljósbrigðunum vilja menn nú gera þig að alvöru stríðsmanni og fá þig með til burtreiða þeirra sem nú er fyrirheit um á Stóra-steini. Meira að segja Biggi og Bjarni eru uppnumdir með marglita borða á hjálmum. — En þei, þei, þei — svo djúpt sem vor samviska sefúr, er sem söngli við eirðarlaus eyrun eitthvað því líkt sem: „Ég er illa gift, — eða er ég vel giff? —, en ástina vantar! Þú ert fallegur og gáfaður, ég elska þig! Er ég ekki falleg?, elskarðu mig?, taktu mig!“ Áður en varir er búið að grípa fast og ákveðið í þig. Þegar þú lítur við í hæfilegri undrun mætirðu óhvikulum dreymnum steinaugum sem vilja soga þig í sig. Þú ert felldur af baki með skemmtilega ófyrir- leitnu, allt að því kankvísu og nærgöngulu daðri. Það eru ekki lengur burtreiðarnar sem bíða. Nú er það snerpulegt pikknikk inn í frumskóginn, enda komið hausthljóð í vindinn, og nú hefúr þetta þófamjúka rándýr næturinnar skyndilega fúndið í gráðugri örvilnun (vakinni af „dlboðs- bjórnum" sem nú er ýmist orðinn skógarvín eða miðaldamjöður eftir því hvort leiktjaldið verður sterkara í ímynduninni) bráð sem lítur út fyrir að vera af öðrum toga en litla húsamúsin. „Mig vantar ást inn í líf mitt, viltu, þorirðu að elska mig?!“ sker þig í eyrun. Til þess að upplifa ffumskógarstemmninguna, í hégóma augnabliks- ins, þá svara ég: „Já, það kemur hugsanlega til greina.“ .Aldrei hefúr mér þú sýnst mikill ævin- týramaður vera, en hvað gemrðu þá elskað mig mikið?“ „150 prósent," segi ég til þess að hafá vaðið fyrir neðan mig en ögra um leið. „En 200?“ „Jú, 200.“ „En 240?“ „Jú, líka 240.“ „Og þá líka 300?“ „Já.“ „En geturðu elskað mig 400?“ Þá rennur skyndilega upp fyrir þér að kattardýrið er að tala við þig tölvumál. Þetta eru ekki prósentur um ást heldur upplausn, punktafjöldi á tommu, tölvubyltingin holdi klædd. Og þú svarar ekki alveg grænn: „240 dl 300 ætti að duga miðað við stærð og til hvers á nota þetta?“ „Það er nóg, viltu þá sofa hjá mér og eignast með mér barn?“ Á örskotsstund fer í gegnum huga þér allt það sem þú veist áður um hina stökkbreyttu íslensku erfðavísa. Hér kistallast lífefnafræði menningar- og þjóðarlíkamans. Jafnskjótt rennur upp fyrir þér með flöktandi augnaráði að í sýndarveruleik- anum á Kjaftaklöpp ert það þú sjálfúr sem ert í of lítilli upplausn. Það ert einmitt þér sem hefúr fatast flugið í þessu a.’vintýri þar sem allt er lagt að veði með glöðu geði, en það gerir ekkert til því sam- kvæmt leikreglunum er alltaf vidaust gefið. Nú minnistu þess þegar þú heyrðir á tal tveggja kvenna fyrir nokkrum árum inni á myndlistarsýningu. ,/E það er so gott að hafa þessa listamenn, þeir hrista sona eihvuneigin alltaf upp í okkur,“ sagði önnur við hina og hristi sig dálítið um leið, eins og henni hryllti upp. Svo ýttu þær létt hvor við annarri og flissuðu báðar. Stýiið á kettinum Óminnisblús á Stóra-steini. Skógarferðir verða ekki fleiri í kvöld. Menn kyrja nú ojapaljóð og skrúfað hefúr verið fyrir þil- fársbjórinn um sinn. — En nokkrum vikum seinna sérðu álengdar föla konu með grænskotin steinaugu greinilega ívið þyngri, kannski með steinbarn í maganum, trygga búkollu við hliðina á manninum sínum, rjóðum. Þú sem varst áður ósýnilegur og allur í upplausn með þessari, nú þungstígu, Reykjavíkurkisu inni í frumskógarkóf- inu ákveður nú sjálfúr að gera þig ósýnilegan. Gýtur þess í stað rannsakandi augum á eftir þess- um rétttrúuðu Adam og Evu, þó tæplega alveg græskulausum og ívið grályndum í fasi, líða niður eftir götunni. Gaddavírsflækja upplifana, ímynd- unar og tungumáls. Punktafjöldi á tommu!, erfða- vísar í ffurnu! Nánast bilaðar, vanskapaðar líking- ar. Þú segir næstum því upphátt: Stökkbreyting! Þú sérð fyrir þér allar flær íslenskra kota stökkva í loft upp. Stökkbreyting! — skyndilega fállegasta orðið í málinu. — En þei, þei; mjá, mjá; þei, þei, þei; nú heyrist það aftur. . . svona byrja ævintýrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.