Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 95

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 95
Maður á aldrei að svara gagnrýni. Þetta veit CllNNAR SmÁRI EGILSSON svo sem en gerir það samt í löngu máli; vegur að þeim sem líkaði ekki blaðið hans, snýr út úr ummælum þeirra og berst á hæl og hnakka við að halda í trú sína á mikilvægi Fjölnis. Þótt honum takist að koma frá sér einhverjum þakkarorðum, er augljóst að sárindin undan smávægilegustu athugasemdum um blaðið byrgja honum alla sýn. ...ef ég moetti svara ffyrir mig og mína Fyrir fáeinum árum var norskum manni sleppt lausum úr fangelsi eftir að hafa setið þar inni í tæp mttugu ár dæmdur fyrir að hafa myrt móður sína með exi. Fyrir þrábeiðni hans hafði saksókn- ari litið yfir gamlar lögregluskýrslur og komist að þeirri niðurstöðu að það var lífsins ómögulegt að maðurinn hefði drepið móður sína. Þegar hann var leiddur út úr fangelsinu biðu hans ftéttamenn á tröppunum og spurðu hvernig það hefði verið að sitja saklaus í fangelsi í taep mttugu ár dæmdur fyrir að hafa myrt móður sína. „Ég veit það ekki,“ svaraði maðurinn. „Þetta var náttúrlega viss reynsla og ég mun búa að henni.“ Það er allt reynsla. Hvert andartak sem við lifúm verður órjúfanlegur hluti okkar. Að óska þess að hafa ekki lifað þetta andartak er það sama og óska þess að vera ekki maður sjálfúr. Við erum reynsla okkar og reynsla er aldrei góð eða slaem. Minningar geta verið góðar eða slæmar. En reynslan er fyrst og fremst það sem við gerum úr henni. Hún er stöðuorka. Andartakið sem líður gefúr henni svip. Þetta skrifa ég til að afsaka það sem ég vil segja: Það var viss reynsla að gefa út fyrsta tölu- blað Fjölnis í sumar sem leið. Ég veit að þetta er klisja. En ég er einfaldiega ekki frumlegri en þetta. Flest sem mér detmr í hug eða finn fyrir er klisjukennt; aðrir hafa fúndið sterkar fyrir því og dregið af því ályktanir á yfirvegaðri hátt. Og nú er ég bæði búinn að afsaka það sem ég æda að segja og líka hvernig ég æda að segja það. Svona lærum við klisjumenn á endanum að byrja grein- ar. Við átmm okkur á að hvorki tilfinningar okk- ar né hugsun stendur undir miklum lúðrablæstri. indoeW: andstreynni Þegar Fjölnir kom út í sumar spáði ég að blaðið fengi tveggja vikna hveitibrauðsdaga með hamingjuóskum, síðan kæmi tíðindalaus vika en þar á eftir færi hægt og bítandi að koma fram gagnfyni á blaðið — sjaldan harðskeytt andmæli heldur frekar svona hálfsögð meining um að það hafi nú verið hálfgert feilskot. Það þarf náttúrlega ekki að taka það ffam að ef ég hefði haft rangt fyrir mér þá væri ég ekki að rifja þetta upp hér. Hamingjuóskirnar voru að sjálfsögðu indæiar og hafá haidið áfram að vera það eftir því sem þær berast. Líka húrra, áffam og að sjáifsögðu loksins, loksins. Við ieituðum áskrifenda og fundum fúllt af þeim. Stjórnendur fyrirtækja féllust á að auglýsa í blaðinu svo það mætti halda áfram að koma út. Fjöimargir vildu skrifa í það greinar, sögur og jafnvel ljóð og höfðu flestir á orði að þarna væri kominn vettvangur sem þá hefði vantað. Þessu tókum við aðstandenduf Fjölnis á móti af þakklæti og feginleik yfir að vera ekki alvidausir — í það minnsta yfir að vera haldnir þokkaiega útbreiddri villu. En þótt hvatning sé góð þá er andstaðan skemmdlegri — og gildir þá engu hvað ég hef áður sagt um eðli reynslunnar. Ég æda því að skrifá um andstöðuna við Fjölni en minnast ekki frekar á þann meðbyr sem við höfúm fúndið fyrir. Of atórt Fyrsta heffi Fjölnis var risastórt og efhismikið, í raun fáránlega stórt og mikið. Þetta átn að vera einskonar yfirlýsing um að við íslendingar gætum gefið út stórt og mikið blað um menningarmál ef okkur dytti það í hug. Og ef við hefðum áhuga á því gætum við haldið áfram að gefá út stórt og mikið menningarblað. Og það var einmitt út af stærðinni sem ég spáði svona löngum hveití- brauðsdögum. Sá sem fékk þennan hnullung í hendur gat einfaldlega ekki látíð eins og ekkert væri, hann hefði séð annað eins og oft gert betur sjálfúr. En eftir vikurnar tvær var það einmitt stærðin sem var gagnfynd. Blaðið var of stórt, greinarnar of margar, sumar of langar og textinn yfirhöfúð of mikill. Það var eins og við hefðum ekki gert neitt vidaust en hins vegar of mikið. Oftast var þetta rökstutt með því að fólk vildi ekki lesa mikið og í raun byði fólki við texta ef það sæi of mikið af honum í einu. Ég reyndi að andmæla þessu og sagði að Fjölnirwxri nokkurs konar hlaðborð; fólk gætí lesið það sem það vildi en þyrfti ekki að klára allt. Fjölnirwæú textablað eins og Skímir og The Economist og enginn kvartaði yfir að þessi blöð væru of efhismikil. Þá var mér svarað þvf til að fólk vildi ekki hafá blöð- in þannig að það kæmist ekki yfir þau, fólk vildi skoða myndir og stutta texta og finnast það hafa lesið blaðið þegar það legði það frá sér. Það væri ekkert í sjálfú sér að löngum greinum en það þyrfti að vera eitthvað með þeim, eitthvert viðbit. Þá benti ég á að greinarnar í Fjölni væri allt frá tveimur semingum og upp í hálfa bók; hvað inn- an um annað. Þá sagði einn að þetta hefði ein- mitt verið gallinn; að það hefði verið hvað innan um annað. Og svo fhamvegis. Auðvitað sögðust allir þeir sem kvörtuðu yfir stærðinni og textanum vera lestrarhestar sjálfir. Þeir voru fyrst og fremst að lýsa yfir áhyggjum sínum fyrir hönd hins almenna lesanda. Þeir mátuðu blaðið þvf ekki við sjálfá sig heidur hófú þeir sig upp og greindu það sem markaðsvöru, dýfðu sér síðan aftur niður í sjálfa sig og fánnst þá blaðið ekki nógu gott. Þetta er að sjálfsögðu algeng aðferð í öllu mati fólks á vörum, hug- myndum, viðhorfúm, skoðunum og kenningum. Það metur þetta ekki sjálft heldur reynir að Ieggja mat á velgengni þess á ímynduðum markaði. Þetta gerir fólk til að losa sig undan persónu- bundnum og ómælanlegum hugtökum eins og „gott“ og „vont“. Þess í stað notast það við „rétt“ og „rangt“, „söggsess" og „flopp“, „áhrifaríkt" og „áhrifalaust“. Hvers vegna fólk gerir þetta veit ég ekki. Þetta breytir lífinu í einhvers konar spil þar sem leikreglurnar eru fyrirfram ákveðnar og þátt- takendurnir hafa engin álirif á gang leiksins. Þeir geta aðeins tekið þátt og vonað að þeir tapi ekki. ÖIl vitum við að börnum þykir Mac- . Donalds-hamborgarar góðir af því að þeim hefúr verið kennt að flestum börnum þykir Mac- Donalds-hambotgarar góðir. Börnin laga því smekk sinn að þessari þekkingu. Sá sem flytur inn ákveðna gerð af sokkabuxum og auglýsir að þær séu mest seldu sokkabuxur í Evrópu getur verið viss um að konur muni kaupa þessa sokka- buxnategund. Sá sem gefúr út þýdda bók og segir hana eftir metsöluhöfúnd er að sama skapi betur settur en sá sem gefúr út bók sem er sögð góð, skemmtileg, áhugaverð. fslenskur höfúndur sem hefúr fcngið góða dóma í Þýskalandi, Bandaríkj- unum eða á Spáni er að sama skapi líklegri til að selja bækur sínar á íslandi en höfúndur sem er með bók sem á erindi inn í ísienskt samfélag. En þetta vita svo sem allir. Stundum viljum við hins vegar horfa fram hjá því hvað þessi hugsanagang- ur hefúr litað allar okkar skoðanir. Við höfúm æ minna þol til að standa gagnvart almannarómi, jafnvei þótt að við vitum að almannarómur sé meira og minna saminn af framleiðendum og seljendum vöru. Það er einhvérn veginn of sárt að viðurkenna að skoðanir okkar í stjórnmálum, notkun okkar á list og leit ökkar að tilgangi í h'finu séu háð því hvað er yinsælt og hvað ekki. Eitt kádegasta da:mið um þetta er að meira en heliningur íslendinga trúir á Guð. Samt tekur enginn mið af trú t opinberri umræðu. Guð er eínfaldlega ekki í rísku, hann er eitthvað gamalt og púkó og passar ekkí Inn í tíðarandann. Svona er tískan og löngunin tít að falla í hópinn sterk. Hún er sterkari en Guð. Líklega erum við fslendingar veikari fyrir tíð- arandanum en flcstir aðrir, þrátt fyrir rrú okkar á að við séum sjálfstæðir einstaklingshyggjumenn. Síðustu áratugina hefúr vaxið með okkur grunur um að við séum ef til vill ekki svo góð, alla vega ekki á nútímamælikvarða. Við erum busar í nútímanum. Og eins og allir busar reynum við að bera okkur mannalega og éta upp hegðun eldtíbekkinga. Annars gæti einhver híað á okkur. Og svo er eitthvað sem nær lengra aftur, eitthvað djúpt í þjóðarkarakternum. Ef einhver lendir tindir í samfélaginu, ef einhver þarf að berjast fytir skoðunum sínum eða sannfæringu, þá viljum við helst draga okkur eilt'tið afsíðis og sjá til hvernig mál þróast. Flestir sem lenda í þessari stöðu gefast náttúrlega upp, einangrast og broma. En sumir halda áfram og berjast fyrir sannfæringu sinni. Ef þeir hafa sigur þá fögnum við með þeim um stund, trúum þeim fyrir að við hefðum staðið með þeim í hjörtum okkar allan tímann. Ædi við óttumst ekki valdið? Við styðj- um aðeins sigurvegara og þá aðeins eftir að sigur- inn er unninn. Ég er ekki búinn að gleyma því að íslending- ar finna til með þeim sem verða fyrir slysum, hamförum eða annarri óáran sem engum er hægt að kenna um. Ef slíkt hendir þá er hjarta íslend- ingsins stórt og gjöfúlt. En þegar einstaklingar eiga í baráttu við ofúrefli viljum við bíða eftir lyktunum. Á meðan er hjarta okkar lítið og herpt. Allt hefúr þetta skapað vonda sögu og illa hefð. Við gleymum hetjunum sem börðust en töpuðu. Og þeirra sem unnu minnumst við fyrir sigra þeirra en ekki baráttu. Og... Þetta er kannski orðin fúll langsótt útlegging á gagnfyni um að Fjölnir hafi verið of stór og í honum of mikill texti, en ég vildi bara koma þessu að. Ekki þar fyrir að ég vilji með þessu segja að það hafi verið hetjuskapur að hafa blaðið svona stórt og efnismikið — síður en svo. ► „Auðvitað sögðust aUir þeir sem kvórtuðu yfír stœrð- inni og textanum vera lestrarhestar sjálfir. Þeir voru jyrst og fremst að lýsayfir áhyggjum sínumfyrir hönd hins almenna les- anda. Þeir mátuðu blaðiðþví ekki við sjálfa sig heldur hóju þeir sig upp og greindu það sem markaðsvóru, dýfðu sér síðan aftur niður í sjálfa sig og fannst þá blaðið ekki nógu gott. “ Fjölnir haust '97 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.