Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 66

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 66
Gunnar Smári Egilsson Sovét-ísland Launabarátta jjFólk er auðvitað búið að fá sig svoleiðis gjörsamlega fúll- satt af þeirri launastefnu sem ríkir á vinnumarkaðnum að það gengur krafiaverki næst að nokkur maður skuli fast til að vinna ærlegt handtak í þessu þjóðfélagi. Þeir fúlltrúar vinnuveitenda sem koma að samningaborðinu skulu ekki halda að þeir komist upp með moðreyk þegar kemur að næstu kjarajöfúunarviðræðum. Það er alveg ljóst að kveikju- þráðurinn er orðinn stumir og að það verður látið sverfa til stáls ef ekki verður hlustað á þær kröfúr sem við gerum til breytinga á lægstu Iaunatöxt- um. Sömuleiðis krefjumst við þess að komið verði til móts við þær starfsaldursflokkatil- ferslur sem um ræðir í þeirri kröfúgerð sem nú er í undir- búningi og lögð verður fram innan skamms. Það hefúr ekki verið hlustað á okkur hingað til en nú er mælirinn fullur. Við hljótum að ædast til þess að viðsemjendur okkar setjist í fúllri alvöru að samningaborði að þessu sinni og hlusti á það sem við höfúm fram að færa með opnum huga. Öðruvísi verður ekki komist hjá alvar- legum átökum á vinnumarkaði og langvinnum verkföllum.44 F j 66 olnir timarit handa íslendingum hnust '97 Eftir að hafa flengriðið um Evrópu og drukk- ið í sig kúltúr og góðan smekk endaði hann í Hollywood þar sem hlutirnir voru að gerast. Hann kynntist þar einhverjum kommum og rit- höfúndum sem vildu búa til list úr aumasta mannlífi af öllu aumu — kúltúr- og menntunar- lausum amerískum götuskríl. Og Laxness vildi gera slíkt hið sama og skrifaði handrit að Salka Valka — The Movie. En kvikmyndamógúlarnir skildu ekki hvað hann var að fara. Hver vill horfa á bíómynd um hundsrass? Það getur verið sárt fyrir nýevrókúltíveraðan spjátrung að kyngja því að hann geti ekki lært að vera Kani. Það er eins og fyrir geimfara að játa að hann kunni ekki á fjarstýringu. En Laxness beit í þetta súra epli. Hann fór heim og gerðist íslend- ingur án þess þó að skila inn heimsborgarapass- anum sínum. Hann vissi að ef hann yrði ekki íslendingur yrði hann útlendingur — og það er ákaflega leiðigjörn rulla. Hver nennir að tala við útlending til lengdar? Hvað veit hann? Þarf ekki að útskýra allt fyrir honum? Og hvar á að byrja? Laxness sendi AlþýSubókina á undan sér heim til íslands. Þar lætur hann íslendinga hafa það. Hann hélt áfram að láta íslendinga hafa það í seinni bókum sínum en aldrei aftur af jafn ómenguðum oflátungshætti. í sjálfú sér er allt satt og rétt sem stendur um íslendinga í Alþýðubókinni. Auðvitað á fólk að baða sig og tannbursta. En til hvers? lr egar Jöhannes Birkiland var fimm ára var hann að eigin sögn þegar orðinn leiðinlegasti maður á íslandi. Það var eins og hann hefði fengið lífsleið- ann og leiðindin í vöggugjöf — nema hann hafi drukkið þau í sig með brennivíninu úr pelanum. En hvort sem það var vegna brennivínsins, lífs- leiðans eða einhvers annars þá fór Jóhannes utan eins og Laxness. Eftir þvæling um heiminn end- aði hann í Hollywood þar sem hlutirnir voru að gerast — á sama tíma og Laxness. Og hann reyndi líka fyrir sér sem rithöfúndur í kvik- myndaborginni — eins og Laxness. En þótt þessir tveir hafi verið á sama blettin- um í svipuðum erindum þá voru þetta ólíkir menn. Laxness hreifst af hugmyndum og straum- um í elfu heimsmenningarinnar en Jóhannes féll fyrir lestum. Hann mátti ekki sjá lest þjóta ffam- hjá án þess að stökkva um borð og sté helst ekki frá borði fyrr en hann var orðinn auralaus og alls- laus og kominn á endastöð. Ferðalög Jóhannesar urðu því öll á milli endastöðva; allt sem var á milli þaut framhjá honum. En á þessum árum deildu Laxness og Jóhannes sameiginlegri andstyggð á öllu því sem íslenskt var. Með samanburðarrannsókn á heiðar- leika Kanadabúa lærði Jóhannes til dæmis að sviksemin er íslenskt gen. En þegar veröldin hafði hafnað honum og hann átti ekki lengur fyrir fari á næstu endastöð hraktist hann heim. Td að hafa í sig og á ferðaðist hann um íslenskar sveitir og seldi bækur eins og hann hafði gert til skamms tíma í Ameríku. En þar sem ísland er strálbýlt og illt yfirferðar gengu þessar söluferðir ekki of vel. Jóhannes saknaði lestanna ffá Ameríku. Hann sá fyrir sér hversu notalegt það væri að hoppa upp í morgunlestina í Lækjargötunni, selja bækur á Akureyri um eftirmiðdaginn og ná síðan kvöld- lestinni affur í bæinn. Hann gat heldur aldrei sætt sig við að engir svifbátar gengu út til Vestmannaeyja. Og þetta með svifbát- ann var ekki eina óheppni Jóhannesar í lífinu. Líf hans var ein samfelld harmsaga. Hann var óheppinn með foreldri og feðingarstað, óheppinn með vini og kunningja, óheppinn ^ með nágranna. Og hann var óheppinn með lækna. Einn gaf honum meðal án þess að tilgreina í hversu stórum skömmtun hann ætti að inn- byrða það. Og Jóhannes gúlpaði því í sig, ummyndaðist og varð aldrei samur aft- ur. Þessi síðasta óheppni — ofan á alla þá óheppni sem hann hafði orð- Cý) ið fyrir um dagana — var dropinn sem fyllti mælinn. Hann settist niður og skrifaði Harmsögu ævt minnar. í samanburði við lýsingu Jóhannesar á ís- lenska bændasamfélaginu í Harmsögunni má Sjálfitœttfiólk Laxness vera biblía framsóknar- manna. Þegar Laxness málar með stílbrigðum sínum kaldranaleik sveitanna stingur Jóhannes lesandanum á kaf í ískaldan krapa. Einsýni Lax- ness á bændasamfélagið er ágætlega lukkað stíl- bragð. Jóhannes tók þetta krydd og sturtaði því á sínar síður. Lesandinn verður rétt tipsí af að lesa Sjálfstætt fólk en hann verður hins vegar útúr- stónd af Harmsögunni og hlær eins og geðsjúkl- ingur þar ti! hann koksar og þolir ekki meir. Það er allt eitur. Bæði Laxness og Birkiland voru haldnir útþrá og sóttu sér erlent sjónarhorn á íslenskt samfélag. Þetta gerði Birkiland ffiðlaus- an. Hann undi sér hvergi og allra síst heima hjá sér. Þar var ekkert eins og það átti að vera; ekkert honum samboðið. Að lokum veslaðist hann upp og dó. Laxness fékk sér hins vegar mótefni við þessu viðhorfi í tíma; hann tók eina skeið af íslensku á móti hverri af útlendu. Þannig hélt hann jafnvægi í lífi sínu, óx og dafnaði. IrÍarmsaga ævi minnar er réttnefni; Jóhannes Birkiland er harmsöguleg persónu. Hans harmur er samur og Ólafs Liljurósar. Hann hafði séð inn í álfheima og effir það átti hann hvergi heima. Hann var aðkomumaður og ókunnur í álfheim- um en undi sér ekki í mannheimum. í þeim var ekkert svo fallegt að það jafnaðist á við fegurð álfheima; ekken nógu stórt, glæsilegt eða hreint. Skandinavískar bókmenntir em yfirfúllar af svona harmsögulegum mönnum sem fóru vestur um haf, lentu þar í einhverju slarki og sneru affur en náði aldrei að fóta sig í heimalandinu. í nokkrar vikur effir heimkomuna áttu þeir kannski bæinn; stelpurnar fengu sting í hjartað þegar þeir skelltu löppunum upp á borð og sýndu þeim skóna eða þá að þeir fóm skyndilega að raula fyrir munni sér annarlegt stef. En síðan ekki meir. Smátt og smátt fór fólki að leiðast þessir menn sem sífellt voru að bera lífið saman við Iíf hinum megin á hnettinum. Það getur eng- inn þolað slíkan samanburð til lengdar. Síst af öllu þeir sem ásmnda hann. Höfúndar þessara persóna láta þá því annaðhvort skjóta sig eða drekka sig í hel. Við eigum ekki margar svona persónur fyrir utan Birkiland. Ef til vill er það sökum þess að fáir íslenskir vesturfarar sneru heim affur. Ef til vill vegna þess að öldum saman hafa íslendingar farið utan til að koma aftur heim. Það er ekki fyrr en með Badda í Djöflaeyjunni að við eign- umst fúllburða harmsögulega persónu af þessari tegund. Baddi var alinn upp við að Ameríka væri álf- heimar. Honum var því nóg að skreppa þangað svo hann yrði aldrei samur affur. Á effir var hann Ólafúr Liljurós; landlaus flóttamaður í eigin lífi. Til að byrja með gat hann slegið um sig með sög- um úr álfheimum en að lokum nennti enginn að Jilusta á hann ófúllur. Og hann drakk sig í hel. Hann var trúr sínum harmleik eins og Birkiland. 2. Sowét-ÍBlandí_______________________ EINSKONAR HAGSAGA ** Arið 1968 hef- ur enga merk- ingu á íslandi. Mig minnir að Alþýðubanda- lagið hafi verið stofnað það ár. 1979 er hins vegar vendipunktur í hugar- heimi fslendinga. Þetta var árið sem Hornið bauð upp á léttvín með matnum, árið sem Gevalia-kaffi kom til landsins, árið sem Racnar Arnalds afnam sérstakt álag á ferðamannagjaldeyri. Þjóðin þusti út og flutti með sér erlend áhrif til baka. Einokunarverslun Sambandsins og heildsalanna í Sjálfstæðisflokkn- um missti tökin. íslendingar vildu borða það sama og annað fólk og drekka vín og bjór með matnum; þeir vildu horfa á sjónvarp alla daga; fara í bóling; borða pítsur og hamborgara, létt- jógúrt og trefjabrauð; þeir vildu sjá nýjar myndir í bíó og maula undir þeim heitt popkorn úr vél. Á örfáum árum urðu íslendingar neytendur á heimsmælikvarða. Þeir tóku stóra stökkið inn í Kringluna. Sovét-ísland heyrði sögunni til. Ein- angrun íslands var rofin. Heimurinn þurfti að bíða þess að múrinn félli til að sjá aftur þjóð kokgleypa vestrænan lífsmáta á jafn skjótan hátt. En á meðan þjóðir Ausmr-Evrópu höfðu nauðugar lifað í sovéti þá kusu íslendingar sér það sjálfir. I raun má rekja rætur íslenska sovétsins allt affur til harðindanna á sautjándu öld þegar bændaað- allinn herti tök sín á samfélaginu með vistar- böndum, banni við flakki, giffingu fátækra, þurrabúðarvist og fjölbreyttri annarri frelsisskerð- ingu undir því yfirvarpi að halda þyrffi samfélag- inu saman. Frjálslyndis- og upplýsingarhug- myndir átjándu og nítjándu aldar brotnuðu alltaf á þessum boðum. Stoltustu sjálfstæðishetjur okk- ar voru sótsvartir affurhaldsseggir. Þótt barátta þeirra hafi fært ríkisvaldið til íslands þá viðhéldu hugmyndir þeirra samfélaginu í greipum ófrelsis og ánauðar. Syndir þeirra em því stærri en sigr- arnir. Þeir em okkar Maóar og Búkassar. Þeir unnu nýlendustríðið en sköpuðu jafnframt inn- lent vald sem var almenningi þungbærara en ný- lenduvaldið. Með upphafningu sjálfstæðisbaráttunnar og áherslu á sérstöðu íslenska samfélagsins hefúr inn- lendum valdsmönnum tekist að vernda þennan þráð kúgunar allt frá sautjándu öld og fram á vora daga. í krafti yfirvofandi hættu um að þjóð- in myndi verða hungurmorða, glata sjálfstæðinu, tapa einkennum sínum, týna arfinum, missa sjálfsforræðið hafa valdastéttirnar sóst effir algjörri stjórn á samfélaginu. fmyndaður hagur heildar- innar hefúr ætíð verið settur ofar ffelsi einstakl- inganna og eðlilegri þróun samfélagsins. Þetta er þráður varðstöðu. Varðstöðu gegn byggðaröskun, gegn þróun atvinnuhátta og erlendum áhrifúm, varðstöðu gegn öllum breytingum á samfélaginu. Það má segja að hinni eiginlegu sjálfstæðis- baráttu hafi lokið með heimastjórn 1904. En þrátt fyrir að þessi tímamót hafi orðið á ákaflega heppilegum tíma þar sem frjálslyndisbylgja fór um Evrópu og flest gildi vom til opinnar endur- skoðunar þá hafði þessi ffjálsræðisbylgja lítil áhrif hér. Þeir menn sem reyndu að fleyta henni hing- að fúndu henni ekki farveg í opinberri umræðu, sem enn tók mið af þörfúm sjálfstæðisbaráttunn- ar. Það má segja að það hafi ekki verið fyrr en um 1916 sem umræðan tók tnið af því að sjálfstæðis- baráttan var ekki lengur meginviðfangsefúið heldur innanríkismál. En þá hafði krafan að utan um ffjálsræði þagnað og heimsstyrjöld skollið á. Og íslendingar átm mun auðveldara með að laga hugmyndir sínar um samfélagsstjórnun að stríðs- rekstrarhagffæði en ffjálslyndi áranna fyrir stríð. Á þriðja áratugnum gerði hinn nýríki togara- aðall sér hins vegar dælt við ffjálslyndið sem þá ríkti á Vesturlöndum. Þetta hefúr til dæmis nægt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni til að gera ffjáls- hyggjudýrðling úr Jóni ÞorlAkssyni verkffæðingi. Og það má fera að því rök að á þessum tíma hafi reykvísk borgarastétt gælt við að verða stéttar- bræðrum sínum í údöndum samstíga og nægir þar að benda á módernískan smekk þeirra á húsagerðarlist. En þótt það geti verið skemmti- legt að velta fyrir sér hver þróun íslenska sam- félagsins hefði orðið ef hin unga boigarastétt hefði stillt sér upp með þessum hætti gegn bændaaðlinum og svokallaðri bændamenningu þá hefúr það lítið upp á sig. Um það sá kreppan. Hún var óskabarn þeirra sem vildu viðhalda fúll- kominni stjórn á samfélaginu, það var affur hægt að herða tökin, skammta lífsgæðin og stjórna fólki. Og í kreppunni runnu saman hagsmunir bændaaffurhaldsins og togarakapítalistanna, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.